Hugur - 01.06.2004, Page 267
Hugur | 16. ÁR, 2004 | s. 265-300
Ritdómar
Sjálíræði í ólíku samhengi
Ástríður Stefánsdóttir og Vilhjálmur
Árnason: Sjálfraði og aldraðir. Siðfræði-
stofnun og Háskólaútgáfan 2004. 196
bls.
Sjálfræði er ein mikilvægustu gæði í lífi
hvers og eins. Sjálfræði er ekki forn
dyggð heldur hefiir hún hlotið virðingar-
sess sinn í verkum heimspekinga nýald-
ar. Ef finna ætti upphafsmann þess að
gera sjálfræði að mikilvægustu dyggð
samtímans þá er sennileg réttast að
benda á verk þýska heimspekingsins
Immanuels Kants (1724-1804) en sjálf-
ræði hafði bæði verið rætt meðal heim-
spekinga fyrr og það komu fleiri að þeirri
þróun á átjándu öldinni að gera sjálfræði
hátt undir höfði svo að á tuttugustu öld-
inni er sjálfræði næstum orðið dyggðin
eina. Það þarf ekki að setja á neinn lang-
an lestur til að skýra hvernig á þessu
stendur. Samfélagsþróunin frá átjándu
öldinni hefur verið á þann veg að frjáls
markaður hefur sífellt styrkst og aukist
og einstaklingshyggja hefiir skotið dýpri
rótum í samfélögum Evrópu og víðar.
Það ætti því ekki að koma neinum á
óvart að sjálfræði hefur orðið æ meira
áberandi í orðræðu siðfræðinga.
Sjálfræði merkir að ráða sér sjálfiir
samkvæmt orðanna hljóðan á íslensku
og alþjóðlega orðið autonomos merkir að
setja sjálfiim sér lög. Til að njóta sjálf-
ræðis þarf að uppfylla tvö skilyrði. Ann-
ars vegar þá þarf hver einstaklingur að
hafa hæfileika til að ráða sér sjálfur sem
þýðir að hann verður að geta valið skyn-
samlega á milli kosta og framkvæmt val
sitt. Hins vegar þá þarf hann að hafa
möguleika sem hann getur valið á milli.
Það fyrra þýðir að það þarf að vera fyrir
hendi tiltekið ástand innra með hverjum
einstaklingi til að hann fái notið sjálf-
ræðis, hið síðara þýðir að það þarf að
koma til ytra ástand, ástand í samfélagi,
til að hann fái notið sjálfræðis. Samfé-
lagsþróunin á Islandi og í öðrum þróuð-
um löndum hefur mótast af þessu mark-
miði að hverjum og einum standi alltaf
eða oftar en ekki fleiri kostir en einn í
boði við flestar ákvarðanir sínar.
Um hið innra ástand gildir að það hef-
ur kannski ekki mikið breyst síðustu
tvær aldirnar en þó verður að segja að
þekking hefur aukist sem er nauðsynleg
til að gera sér grein fyrir óh'kum kostum.
En margvíslegir innviðir persónanna
hafa reynst flóknari og ráðast af flóknu
samspili sálarlífs og umhverfis sem við
skiljum sennilega ekki til fufls enn. Sum-
ir vilja halda því fram að aukin einstak-
lingshyggja í þróuðum samfélögum grafi
undan jafnvægi í sálarlífmu, valdi van-
sæld fjölda fólks, sé jafnvel hugsanleg
skýring á sumum skafönkum nútíma-
samfélags á borð við fíkniefnaneyslu,
drykkjuskap og ofbeldi. Mér virðast eng-
in rök til að fallast á það, en það er
ástæða til að taka eftir því samt að eðli-
legt sálarlíf krefst þess ekki einvörðungu
að við ráðum okkur sjálf heldur líka að
við getum lifað háð öðrum. Á eðlilegri
mannsævi þá eru upphafsárin, fyrstu
fimmtán til tuttugu árin, þannig að við
öðlumst ekki eðlflegan þroska nema vera
háð öðrum manneskjum og á lokaskeiði
ævinnar þá er hlutskipti okkar þannig að
við hljótum að vera háð öðru fólki um
margvíslega hluti til að geta lifað eðlilegu
h'fi. Síðan lenda flestir í því að veikjast
meira eða minna alvarlega og þá hangir
líf okkar á því að aðrir aðstoði okkur. Á
þessum skeiðum ævinnar er hlutdeild
annarra í okkar eigin lífi ríkari en ella, líf
okkar gæti ekki gengið eðlilega nema