Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 269
Ritdómar
267
heimilum sínum. í öðru lagi að vistmenn
sætti sig við minna rými til athafna en á
heimilum sínum. I þriðja lagi að sú
reynsla að elliheimili séu stofnanir hafi
afdrifarík áhrif á mat fólks á sjálfræði.
Þessi atriði eru öll þannig að þau styðjast
við atriði sem koma fram í könnuninni.
Eg held samt að það sé engin ástæða til
að ætla að tillitsleysi um sjálfræði sé út-
breitt á íslenskum vistheimilum fyrir
aldraða. Af þessari könnun virðist mér
fyrst og fremst ástæða til að álykta að
þetta atriði eigi að vera til stöðugrar
skoðunar á vistheimilum. Við skulum
nefnilega ekki gleyma því að á venjulegu
heimili þá getur hver og einn ekki látið
eigin smekk ráða vali á öllum þeim hlut-
um sem máh skipta. Aferð venjulegs
heimilis er ævinlega niðurstaða sam-
komulags þeirra sem þar búa. Þetta á líka
við um vistheimili en eins og höfundar
bókarinnar benda réttilega á þá væri það
til verulegra bóta að vistmenn hefðu
meiri áhrif á ýmsar ákvarðanir.
Það er ánægjulegt að íslenskir heim-
spekingar taki þátt í reynslurannsóknum
með félagsvísindamönnum. Það er löngu
kominn tími til þess að þeir efli samstarf
sitt við félagsvísindamenn. Að þessu
leyti sætir þessi bók líka tíðindum.
Guðmundur Heiðar Frímannsson
Að gefa blindri siðmenningunni sýn
Jóhann Páll Árnason og David Roberts:
E/ias Canetti's Counter-Image of Society.
Crowds, Power, Transformation. Rochest-
er/Suffolk: Camden House, 2004. 166
bls.
Ærinn vandi er þeim á höndum sem
hyggjast skýra skrif hugsuða sem tjá
hugleiðingar sínar með ókerfisbundnum
hætti, til að mynda í skáldsögum, spak-
mælum eða ljóðum, og fylgja ekki hefð-
bundnu formi vestrænnar fræðilegrar og
röklegrar umræðu. Fjölmargir þessara
hugsuða tjá sig með þessum óhefð-
bundna hætti einmitt vegna þess að fyr-
ir þeim vakir að teygja hugsun sína út
fyrir þann ramma sem frumkvöðlar vest-
rænnar fræðimennsku hafa fellt hana í.
Það er því eðlilegt að spyrja hvort kerfis-
bundin eða hefðbundin ritskýring á slík-
um skrifum stuðh ekki sjálfkrafa að mis-
skilningi þeirra.
I bók Jóhanns Páls Arnasonar og
David Roberts um Elías Canetti sem hér
skal fjallað um sér lesandinn glöggt að
höfundarnir hafa velt fyrir sér þessum
vanda. Efnistök þeirra bera ekki aðeins
vott um djúphygh og fræðilega fágun
heldur einnig um þá miklu virðingu sem
þeir bera fyrir Canetti og séreinkennum
hans sem rithöfundar og heimspekings.
Canetti lifði stormasama tíma sem
settu höfuðmark sitt á öh hans skrif.
Hann fæddist í Búlgaríu árið 1905 og
stundaði síðan nám í Vín og Zurich. Þar
sem hann var af gyðinglegum uppruna
flúði hann árið 1938 undan ógn nasista
til Parísar og þaðan til Lundúna. Að
stríðinu loknu bjó hann áfram í Bret-
landi en ól einnig mikinn hluta aldurs
síns í Zurich þar sem hann lést árið
1994. Segja mætti að útlaginn og flakk-
aririn Canetti hafi aðeins átt sér eitt
heimili sem hann yfirgaf aldrei: hina
þýsku tungu sem hann skrifaði öh sín
verk á. Canetti lét eftir sig mikið safn
ólíkra ritverka, þar á meðal skáldsögu,
þrjú leikrit, mikið safn spakmæla og alls
kyns vangaveltna {Aufzeichnungen). Skrif
hans vöktu ávaUt mikla athygli og fyrir
þau hlaut hann margvíslegar viðurkenn-
ingar, þar á meðal bókmenntaverðlaun
Nóbels árið 1981. Að frátaldri skáldsögu
hans {Die Blendung) þykja ókerfis-
bundnar rannsóknir hans sem komu út
undir tithnum Múgur og vald {Masse und
Macht) einna markverðastar. Þessi rit,
auk sniUdarlegra og ögrandi vangaveltna
hans, sem kvelja lesandann með því að
láta einungis skína í fyUri merkingu sína,
leika stærstu hlutverkin í rannsókn Jó-
hanns Páls Árnasonar og Davids Ro-
berts.
Viðfangsefni þeirra Jóhanns og Ro-
berts er nokkuð myrk samfélagsmynd
Canettis, hugmyndir hans um hlutverk
og samband múgs og valds, skýringar á