Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 270
208
Ritdómar
alræðishyggju og tilraunaskrif um um-
sköpun (Verwandlung) og framtíðarvon
mannsins. I inngangi benda höfimdar á
að þrátt fyrir almenna viðurkenningu
Canettis sem rithöfundar hafi farið lítið
fyrir viðleitni til að taka hann alvarlega
innan mannvísinda. Jóhann telur síðar
upp helstu vanda sem fylgja því að gera
heimspekilega úttekt á skrifum Canettis
(s. 86 o.áfr.). Þau eru í fyrsta lagi ófiill-
gerð. Canetti ætlaði sér til dæmis að
skrifa annað bindi við Múg og vald en úr
því varð ekki. I annan stað setur hann
fram hugtök, eða öllu heldur ímyndir, án
skilgreininga eða kerfisbindingar. I
þriðja lagi er notkun hans á mannfræði-
legum heimildum svo víð og breið að
erfitt er að henda reiður á þeim. Þrátt
fyrir þessi vandkvæði telja þeir Jóhann
og Roberts að Canetti beri að taka alvar-
lega sem menningarrýni og að innsýn
hans geri okkur kleift að öðlast betri
skilning á vanda nútíma siðmenningar.
Jóhann og Roberts skipta bókinni á
milli sín sem ljær henni nokkuð óvenju-
legt yfirbragð. Fyrstu þrír kaflarnir koma
í hlut Roberts en hinir síðustu tveir eru
samdir af Jóhanni. Þetta hefúr óneitan-
lega þau áhrif á bókina að heildarmynd
hennar einkennist af nokkru ójafnvægi,
þar sem framvinda sú sem lesandinn á að
öllu jöfnu von á er klippt í sundur í mið-
ið. Auk þessa ber eilítið á því að þeir Jó-
hann og Roberts fjalli um nánast sama
efni og vitna þá gjarnan í sömu orð Ca-
nettis, til dæmis í köflum þeirra um við-
horf Canettis til trúarbragða og goð-
sagna. Þar hafa þeir auk þess ekki haft
samráð um það í hvaða útgáfú af bók
Canettis, Umdami mannsins (Die Prov-
inz des Menschen), ætti að vitna (sbr. s. 68
og 135).
Þessir smávægilegu annmarkar breyta
því ekki að hér er um afar vandaða og
frumlega umfjöllun að ræða. Það verður
þó seint sagt að hún sé auðveld aflestrar.
Það sem gerir lesandanum erfitt fyrir er
einmitt frumleiki bókarinnar hvað efnis-
tök varðar. Höfúndarnir leitast báðir við
að öðlast aðgang að hugsun Canettis
eftir krókaleiðum, það er að segja, fyrir
tilstilli annarra höfúnda sem hafa fjallað
með kerfisbundnari hætti um skyld efni
sem þeir síðan bera saman við og í flest-
um tilfellum greina frá nálgun Canettis
sjálfs. Þær kröfúr eru því gerðar til les-
andans að hann þarf að búa yfir verulegri
þekkingu á hugmyndum afar breiðs hóps
samfélagsgagnrýnenda, sálfræðinga,
heimspekinga og félagsfræðinga til að
átta sig fyllilega á séreinkennum Canett-
is sem hugsuðar. Það verður því að segj-
ast að ritið er ekki aðgengilegt breiðum
lesendahópi. En án vafa hefúr það hvort
eð er ekki verið markmið höfúnda.
Hér skal veitt stutt og óhjákvæmilega
yfirborðskennt yfirlit yfir fimm kafla
bókarinnar. „The Auto-da-Fé of Civiliz-
ation“, fyrsti kaflinn, er samfélags-
gagnrýnin umfjöllun um skáldsögu Ca-
nettis frá 1935, Die Blendung, og
tjáningu hennar á hugmyndum höfúnd-
ar um múginn. Skáldsagan er harmleik-
ur um sérvitran kínafræðing í Vínarborg
sem er neyddur til að yfirgefa öruggan
fílabeinsturninn í stórbrotnu 25000
binda bókasafni sínu og leggja lag sitt
við alls kyns undirheimalýð borgarinnar.
Vaxandi firring aðalpersónunnar nær há-
marki í lok sögunnar þegar hann leggur
eld að bókasafninu og brennur með því
sjálfúr. Verkið einskorðast þó ekki við
persónulegan harmleik heldur er um leið
táknræn framsetning á hnignun og
hruni vestrænnar siðmenningar.
Illþýðanlegur titill skáldsögunnar ber
samstundis merki um sh'ka gagnrýni.
„Blendung er nafnyrðing sagnorðsins
„blenden', að „blinda" eða „gera blindan".
Roberts bendir á að Canetti hafi beitt
„Blendung sem neitunarformi orðsins
„Bildung („menntun" eða „þroski") og
að fyrir honum hafi vakað að tefla fram
blindu-skáldsögu sinni gegn dæmigerð-
um frásagnarmáta borgarastéttarinnar
sem kenndur er við „Bildungsroman' eða
„þroskaskáldsögu“ (s. 9). Enskur titill
Die Blendung er Auto-da-Fé, eða Trú-
villingabrenna, og þaðan er nafn kaflans
fengið. Upphaflega ætlaði Canetti skáld-