Hugur - 01.06.2004, Page 271
Ritdómar
269
sögunni að heita Kant fángt Feuer eða
Kviknað í Kant og gefur sá titill klárlega
til kynna and-rökhyggju og and-vísinda-
hyggju Canettis en í vangaveltum sínum
og spakmælum þreyttist hann aldrei á að
gagnrýna og hæða hina módernísku trú á
endalausar framfarir og þá tæknidýrkun
sem einkenndi fyrstu áratugi 20. aldar-
innar.
I öðrum kafla, „The Natural History
of Modernity", einbeitir Roberts sér
aukið að Múgi og valdi og fjallar um
hana í tengslum við uppgang nasisma og
hugmyndir Canettis um mótsagna-
kennda tilhneigingu einstaldingsins til
að tryggja sjálfsvarðveislu sína með því
að leysa sjálfan sig upp í múginum. Til
samanburðar beitir hann annars vegar
kenningum Theodors Adorno og Max
Horkheimer um tilhneigingar upp-
lýsingaheimspekinnar til alræðishyggju
og hins vegar umfjöllun Hönnu Arendt
um valdagræðgi og uppruna alræðis-
hyggju. Canetti sker sig frá þessum
hugsuðum þar sem hann hafnar skýring-
um sem byggja á afmörkuðum söguleg-
um kringumstæðum. Þess í stað leitar
hann að dýpri skýringu í mótsögnum
manneðlisins sjálfs eins og það hefur
þróast - eða öfugþróast - samfara
hnignun siðmenningarinnar.
Þriðji kaflinn, „Religion, Crowds, and
Power“, tekur á fýrirbærafræðilegri um-
fjöllun Canettis um trúarbrögð og goð-
sagnir, innri tengslum þeirra við stjórn-
mál og áhrif þeirra á múg og vald. Það er
síðan í fjórða kafla sem Jóhann Páll tek-
ur við pennanum og ritar titilkafla bók-
arinnar, „Canetti’s Counter-Image of
Society". Jóhann beitir þar Canetti sem
eins konar gagn-hugsuði á gagn-hugsun
nútíma félagsfræði sem hann finnur í
hópsálfræði. Hér nálgast Jóhann nokkuð
umfjöllun Roberts í öðrum kafla um eins
konar náttúrulega „múghvöt" mannsins,
enda þótt hann beri þær saman við
kenningar annarra hugsuða. Hann ein-
beitir sér síðan aukið að sérkennilegum
skilningi Canettis á valdi, rótum þess í
tengslum manns og náttúru og þróun
þess innan alræðissamfélags þar sem
múgurinn leysir það úr læðingi en er
samtímis fórnarlamb þess. Á lokasíðum
kaflans gerir Jóhann að umtalsefni nokk-
uð dularfiillar og óneitanlega myrkar
mannfræðihugmyndir Canettis sem
snúa að valdi, múgi og umsköpun
mannsins.
Umsköpun mannsins er svo helsta
viðfangsefni lokakafla bókarinnar, „The
Subversive Sources of Power". Þessi um-
fjöllun skerpir enn á skilningi Canettis á
uppruna og eðh valds með tilliti til við-
horfs hans til kenninga Tómasar Hobb-
es um sama efni. Canetti var sammála
Hobbes í því að valdshugtakið verð-
skuldi sérstakan sess þegar reynt er að
öðlast skilning á mannlegu eðli og sam-
félagi. En hann taldi jafnframt að Hobb-
es hafi einbeitt sér um of að síngirni og
sjálfsvarðveisluhvöt einstaklingsins og
gleymt að taka tillit til annarra og ekki
síður mikilvægra þátta í manneðlinu.
Hér er aftur vikið að mannfræði Canett-
is og myrkra hugmynda hans um um-
sköpun sem tjáð er meðal annars með
tilvísun til goðsagna. Umsköpunin virð-
ist snúast um sveigjanlegt og á vissan
hátt mótsagnakennt eðli mannsins. Ca-
netti gerir tilraun til að ögra manninum
til að snúa umskiptum sínum í farvegi
sem stuðla að friðsamlegu samlífi í ver-
öldinni. Sjálfur segist hann einungis hafa
fiindið lykilinn að dyrunum til slíkra
umskipta og stungið honum í skrána. En
það þarf meira til svo að lyklinum verði
snúið og dyrunum hrundið upp. Þessi
mögulega opnun út úr bhndgötunni er
tjáð í einu kjarnyrtasta spakmæh Ca-
nettis sem Jóhann og Roberts gera að
opnunartilvitnun sinni í upphafi bókar:
„Skapandi hugsun mannsins er enda-
laus. I þessari bölvun býr hinsta vonin.“
(Umdtemi mannsins, 92).
Umsköpunin birtist einnig í þeirri
getu mannsins til að setja sig í spor ann-
arra, skilja þá og breytast eða umskapast
fýrir vikið. Jóhann kemur hér inn á þær
breytingar sem eiga sér stað á þeim sem
gera sér far um að skilja aðra menning-