Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 272
2JO
Ritdómar
arheima og hvernig sh'k reynsla breytir
sýn þeirra á það sem þeir tóku áður að
gefnu. Hann nefnir síðan þá draumsýn
Canettis, sem er æðsta birtingarmynd
umsköpunarinnar, að mannfólkið geti
unnið bug á sjúkleikum valdagræðginnar
og vitnar í orð hans úr Umdcemi manns-
ins: „Að verða að borg, heilu landi,
heimshluta, og ekki leggja neitt undir
sig-“ (120)
Lokasíður bókarinnar eru tileinkaðar
menningarsögu Canettis um vald þar
sem trúarbrögð og goðsögur leika sem
íyrr stærsta hlutveridð. Hér ægir öllu
saman, rómverskum og mesapótamísk-
um goðsögum, shamanisma, gyðing-
kristnu trúarhefðunum, búddisma, kín-
verskum trúarbrögðum, o.s.frv. og
minnir óþægilega á forvitnilegar en
heldur vafasamar samanburðarrann-
sóknir mannfræðingsins James Frazer í
fjölbindaverki sínu frá 1890, Gul/nu trjá-
greininni (The Golden Bough). Hér hefði
ef til vill mátt taka Canetti gagniýnni
tökum því rannsóknir sem þessar hljóta
ávallt að vera settar verulegum takmörk-
unum. Það er til dæmis vafasamt að unnt
sé að hafa fullnægjandi skilning á svo
mörgum og mismunandi menningar-
birtingum sem marktækur samanburður
þeirra krefðist. En Canetti var að sjálf-
sögðu barn síns tíma og auk þess ein-
kennast efnistök hans ekki af fræðilegri
umfjöllun heldur af knappskrifaðri og
ögrandi innsýn, vísbendingum og til-
raunum.
Bók Jóhanns Páls Arnasonar og Dav-
ids Roberts er tvímælalaust verulegt af-
rek og mikill fengur fýrir þá sem eru
reiðubúnir að leggja talsvert á sig til að
öðlast skilning á svo djúpum og ríkum
hugsuði sem Elias Canetti. Hugsanlega
hefði bókin getað verið betur skipulögð
til að forðast það að sömu efni skjóti sí-
fellt upp kollinum. Þar hefðu höfiindar
mátt hafa meira samráð sín á milli.
Einnig hefði mátt reyna að takmarka
umfang þeirra höfiinda sem fjallað er um
til að skerpa linsuna á Canetti sjálfan.
En þegar skrifa skal um svo sleipan
hugsuð sem Canetti er ef til vill eina
leiðin sú að vera sjálfur sleipur - og helst
enn sleipari.
Geir Sigurðsson
Að stoppa í götin
John Stuart Mill: Kúgun kvenna.
Þýðandi Sigurður Jónasson, með for-
mála eftir Auði Styrkársdóttur. Hið ís-
lenska bókmenntafélag, Reykjavík 2003.
2. útgáfa. 371 bls.
Árið 1997 kom út í flokki Lærdómsrita
Hins íslenska bókmenntafélags Kúgun
kvenna eftir John Stuart Mill. I því riti
voru einnig birtar tvær fslenskar ritgerð-
ir, „Um frelsi og menntun kvenna“ frá
1885 eftir Pál Briem og ritgerð Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur „Fyrirlestur um hagi
og rjettindi kvenna" frá 1887. For-
málann að útgáfimni skrifaði Auður
Styrkársdóttir. Og nú á síðasta ári gaf
Bókmenntafélagið út aðra útgáfii þessa
rits, þar sem við bætist stuttur eftirmáli
Þórs Jakobssonar um Sigurð Jónasson,
þýðanda verksins.
Kúgun kvenna eða The Subjection of
Women eftir J. S. Mill kom fyrst út í
Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástrah'u og
Nýja-Sjálandi árið 1869. Ritið barst
snemma til Islands, fýrst í ensku útgáf-
unni og í danskri þýðingu Georgs
Brandesar, en síðan í íslenskri þýðingu
Sigurðar Jónassonar sem gefin var út af
Hinu íslenska kvenfélagi aldamótaárið
1900. Átti þessi bók eftir að hafa mikil
áhrif á framvindu íslenskrar kvenfrelsis-
baráttu og á hugmyndir íslendinga um
jafnan rétt einstaklinga og kynjanna.
Mill setur fram í Kúgun kvenna hug-
myndir sínar um samskipti kynjanna á
stílhreinu og fallegu máli sem nýtur sín
vel í þýðingu Sigurðar Jónassonar. Hug-
myndin sem liggur til grundvallar verk-
inu er einföld. Mill útskýrir samskipta-
mynstur kynjanna sem valdasamband
milli einstaklinga. Að mati Mills er sam-
band kynjanna ofbeldi, þar sem einn
einstaklingur er ofurseldur öðrum ein-
staklingi, lagalega jafnt sem samfélags-