Hugur - 01.06.2004, Side 273
Ritdómar
271
lega. Mill hikar ekki við að nota orðið
„þrælahald" til að lýsa þessu sambandi og
kallar kynjamisrétti hið eina tilfelli sam-
tímans þar sem „mannleg vera með
óskertum hæfileikum er ofurseld annarri
mannlegri veru“ (229). Þetta þrælahald
hamlar öllum framförum samfélagsins.
Mill telur að samband kynjanna sé
grundvöllur samfélagslegrar uppbygg-
ingar, og að sé jafnrétti ekki til staðar
milli kynjanna, muni jafnrétti og frelsi
aldrei eiga sér stað innan samfélagsins.
Hann telur brýnt að komið sé á nýju fyr-
irkomulagi þar sem fullkominn jöfnuður
ríki meðal kynjanna „þannig að hvorugt
hafi nokkur forréttindi eða völd og hvor-
ugt verði með lögum útilokað frá nokkru
því sem hitt hefúr“ (69).
Mill hvetur til rækilegrar endurskoð-
unar á viðurkenndum hugmyndum sam-
félagsins, að mál séu tekin frá rótum og
ekki sé látið staðar numið við almennar
og óröksmddar kröfúr. Eina leiðin til að
halda áfram framþróun samfélagsins er að
læra af reynslunni, og segir Mill að því
verði nú þegar að prófa það fyrirkomulag
að kynin séu jöfn. Eftir þá tilraun verði
fyrst hægt að meta hvort fyrirkomulagið
sé betra fyrir samfélagið (108).
Þessi breyting mun að sjálfsögðu
aldrei eiga sér stað fyrr en að einstakling-
ar hafi lært sjálfstæða hugsun. Mill
greinir doða í samfélagi sínu, doða sem á
rót sína að rekja til þess að einstaklingar
innan samfélagsins séu svo samangrónir
umhverfi sínu að þeir hugsi sjaldnast um
hvort hinar ýmsu hugmyndir og for-
dómar séu réttmætir eða óhjákvæmilegir
(85). Rót vandans sé að finna í uppeldi
einstaklinga, sérstaklega kvenna. Mill
bendir á að konur séu aldar upp til að
hlýða karlmanninum og að karlmaður-
inn sé alinn til að stjórna konunni. Stað-
festingu á stöðu sinni innan samfélagsins
finni síðan bæði tvö í því að fylgja þess-
um reglum til hlítar (97).
Mill segir að samfélagsbreytingar
verði að eiga upphaf sitt innan heimilis-
ins. Heimilið er „siðferðisleg uppeldis-
stofnun" (154) og ef heimilislíf er byggt
á réttlátum grundvelli, þá er það „hinn
sanni skóli fyrir dyggðir frelsisins" (157).
Því eru hjónabandið og samskipti hjóna
afar mikilvæg í hugmyndaheimi Mills.
Hann vill breyta hinu hefðbundna nítj-
ándu aldar hjónabandi sem byggist á
valdi og valdbeitingu og er „gróðrastía ...
skaplasta" (141). Hann setur upp nýtt
líkan að hjónabandi og líkir hjónabands-
samningi við verslunarsamning, þar sem
tveir aðilar vinna saman að fyrirtæki þar
sem samþykki liggi fyrir um hver stjórn-
ar hverju. Þessi verkaskipting, eða valda-
skipting eins og Mill kallar hana einnig,
á ekki að vera fyrirskipuð með lögum,
heldur með samkomulagi hvers og eins
(147).
Þegar eðli hjónabandsins hefúr verið
breytt í átt til jafnréttis, munu víðtækari
samfélagsbreytingar óhjákvæmilega eiga
sér stað og þróun mannkynsins halda
áfram. Mikill hluti bókar Mills er því til-
einkaður hugmyndum hans um mikil-
vægi hjónabandsins, og þá sérstaklega
mikilvægi vináttu milli hjóna. A stund-
um verða lýsingar hans á hjónaböndum
allsvakalegar. Ojafnt valdahlutfall innan
hjónabands gera eiginmenn að „djöflum"
og „villidýrum" sem fela óhemjuskap og
eigingirni undir „gljáskán menntunar og
menningar" (139). Á móti beita „upp-
stökkar og einþykkar konur“ hinum
persónulegu vopnum „rifrildisins, hús-
krossvaldboð[s] mislyndisins" gegn við-
kvæmum og lingerðum mönnum
(142-3). Persónuleg vinátta hjóna er það
eina sem getur komið í veg fyrir þessi öf-
ugsnúnu samskipti, vinátta sem ríkir að-
eins meðal einstakhnga sem hafa komið
sér saman um réttláta verkaskiptingu.
Og þegar hjónabandið er byggt á jafn-
réttisgrundvelli mun samfélagið óhjá-
kvæmilega hagnast. Eins og Mill klykkir
út með að segja: „Allar síngirnistilfinn-
ingar, sjálfstilbeiðsla og óréttlát sér-
drægni sem nú ríkja hjá mannkyninu
eiga upphaf og rót sína að rekja til hinn-
ar núverandi tilhöfúnnar á hlutfallinu
milli manns og konu og sjúga aðalnær-
ingu sína frá því“ (230).