Hugur - 01.06.2004, Side 274
272
Ritdómar
Þær hugmyndir sem Mill setti fram í
Kúgun kvenna áttu eftir að hafa gífurleg
áhrif á kvenfrelsisbaráttu nítjándu og
tuttugustu aldarinnar, og má segja að
þær eigi enn rétt á sér í dag. Hann hefur
þó oft verið gagnrýndur af síðari tíma
fræðingum fyrir þær mótsagnir sem
fmnast í textanum. I fljótu bragði er
helsta mótsögnin sú að eftir að hafa lagt
ofuráherslu á gildi uppeldisins og hæfi-
leika einstaklingsins til að uppfylla hvaða
hlutverk sem hann kýs dettur Mill í
gryfju eðlishyggjunnar og staðhæfir að
meirihluti kvenna myndi hvort eð er
„kjósa hina einu stöðu þar sem enginn
keppti við þær“, það er starf húsmóður
(169). Enda er það eitt „sem vér [karl-
menn...] þurfum aldrei að bera neina
áhyggju fyrir. Þau verk sem eru gagnstæð
náttúrufari kvenna munu þær aldrei fást
til að vinna þótt þeim sé gefinn laus
taumurinn“ (121). Þessar mótsagnir eru
þó skiljanlegar ef tekið er tillit til þess
tíma sem verkið er skrifað á, og til þess
ritforms sem verkið þarf að uppfylla, það
er sem fortölurit sem leitast við að sann-
færa lesendur um gildi hugmynda sem
eru andstæðar þeim hugmyndaheimi
sem þeir eru aldir upp í.
Vel er staðið að útgáfu Hins íslenska
bókmenntafélags á þessu grundvallarriti
femínískrar hugsunar og er hún styrkt
með birtingu fjölda greina og ritgerða
sem tengjast frumtextanum. Eftirmáli
Þórs Jakobssonar sem birtist í þessari
annarri útgáfii á Kúgun kvenna er gott
dæmi um hversu gífurlega mikilvægt
starf Bókmenntafélagið vinnur með út-
gáfii sinni á Lærdómsritunum. Hinn ís-
lenski þýðandi verksins hefur löngum
verið nefndur Sigurður Jónsson frá Eyj-
ólfsstöðum í Vatnsdal. En þegar Kúgun
kvenna birtist svo í útgáfu Lærdómsrit-
anna árið 1997 uppgötvar glöggur les-
andi að þessi nafngreining geti engan
veginn staðist. Þór rekur rökin fyrir því
að átt sé við ömmubróður eiginkonu
sinnar, Sigurð Jónasson, sem lést árið
1887 aðeins 23 ára að aldri. Þór skrifar
stutta lýsingu á Sigurði fyrir þessa nýju
útgáfii af Kúgun kvenna og endurreisir
ungan eldhuga sem gleymst hefur í ís-
lenskri hugmyndasögu.
I þessari útgáfu, h'kt og þeirri fyrstu ár-
ið 1997, stendur formáli Auðar Styrkárs-
dóttur upp úr. Þessi formáli er enn í dag
eitt besta yfirlit á íslenskri tungu um
kvenfrelsisbaráttu nítjándu aldarinnar.
Auður rekur í formála sínum hugmynda-
fræðilegar og efnahagslegar forsendur
kvenfrelsisbaráttunnar og gefiir góða yf-
irsýn yfir hina ýmsu anga baráttu nítjándu
aldarinnar í Evrópu, Bandaríkjunum og á
Islandi. Formáli Auðar er mikilvægt inn-
legg í íslenska umræðu um kvenfrelsi og
kvennasögu. Hún rekur sögu helstu
frumkvöðla íslenskrar kvenfrelsisbaráttu,
svo sem Bríetar Bjarnhéðinsdóttur,
Magnúsar Eiríkssonar og Páls Briem.
Einnig setur Auður íslensku kvenfrelsis-
baráttuna í víðara samhengi evrópskrar
hugmyndafræði. Hún rekur áhrif er-
lendra hugmynda á baráttu íslendinga
fyrir kvenfrelsi, hvernig þessar erlendu
hugmyndir voru aðlagaðar íslenskum
veruleika og sögu og hvernig ný íslensk
orðræða um frelsi kvenna verður til.
I formálanum kynnir Auður í fyrsta
skipti hugmyndir erlendra rithöfunda á
borð við Mary Astell og Mary Woll-
stonecraft fyrir íslenskum lesendum. As-
tell var uppi á Englandi um aldamótin
1700 og gaf út rit sem gagnrýndu hug-
myndir samtímamanna hennar um frels-
ishugsjónina og samfélagsskipan. Sam-
landi hennar, Wollstonecraft, var uppi
einni öld síðar og hefur haft gríðarleg
áhrif á hugmyndasögu Englendinga.
Wollstonecraft var í hópi hugsuða sem
voru hvað vinsælastir í lok átjándu aldar-
innar á Englandi, margir hverjir undir
áhrifum frá hugmyndafræði frönsku
byltingarinnar. Hún gagnrýndi hiklaust
skoðanabræður sína fyrir hræsni, þegar
þeir tóku upp fána byltingarinnar til að
berjast fyrir frelsi einstaklingsins á með-
an þeir hunsuðu algjörlega réttindi
kvenna. Bók hennar, A Vindication of the
Rights of Woman, er grundvallarrit evr-
ópskrar stjórnmálasögu. Bókin kom út