Hugur - 01.06.2004, Síða 275
Ritdómar
2 73
árið 1792 og þær hugmyndir sem raktar
eru þar um menntun kvenna og frelsi
einstaklingsins innan samfélagsins eru
að mörgu leyti forveri þeirra hugmynda
sem birtust áttatíu árum seinna í verki
Mills. Formáli Auðar dýpkar skilning
lesandans á hugmyndum Mills með því
að rekja sögu þessara forvera hans. A
sama tíma er formálinn einstakur fyrir
það að kynna þessa kvenlegu hlið evr-
ópskrar hugmyndasögu fyrir íslenskum
lesendum, sem oftast þurfa að leita til
fræðirita á erlendum tungumálum til að
fræðast um kvenrithöfunda og -hugsuði
fyrri alda.
Og kannski er óþarft að taka fram að
þessi formáli Auðar er einstakur fyrir
það að þetta er fyrsti formáli eftir ís-
lenska fræðikonu sem er gefinn út í Lær-
dómsritafiokki Bókmenntafélagsins. A
það vel við í þessari útgáfu þar sem fyrir-
lestur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem
birtist sem eftirmáli að texta Johns Stu-
arts Mills, er enn í dag eini textinn sam-
inn af konu sem gefinn hefúr verið út í
Lærdómsritunum. Verður vonandi gerð
bragarbót á þessum skorti á verkum
kvenna í útgáfúm Bókmenntafélagsins á
næstu árum, enda segir nýr ritstjóri Lær-
dómsritanna, Olafur Páll Jónsson, í
nýlegum kynningarbæklingi að „það [séj
einmitt hlutverk Lærdómsritanna að
fýlla upp í götin“.
Gleðilegt er að sjá að eftirspurnin að
fyrstu prentun af Kúgun kvenna hafi
kallað á nýja útgáfú bókarinnar. Hug-
myndir Mills um kvenfrelsi og jafnrétti
kynjanna eiga enn í dag jafn mikið erindi
við lesendur og fýrir 135 árum.
Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir
Tómas frá Aquino til Islands
Tómas af Aquino: Um lög. Þýðing Þórð-
ar Kristinssonar úr latínu. Hið íslenska
bókmenntafélag 2004, 211 bls.
Það er sannarlega fagnaðarefni að höf-
uðrit Tómasar af Aquino um eðli, tilurð
og eiginleika laga skuli vera komið út á
íslensku. Þó að fróðlegt væri að kanna
með evrópskum samanburði hversu seint
íslensk þýðing er fram komin þá vill svo
til að útgáfan á sérlega rfkt erindi við ís-
lenska lagahugsun einmitt nú. Með til-
komu fjögurra skóla sem kenna lögfræði
til háskólagráðu hérlendis skerpist óhjá-
kvæmilega nauðsyn þess að ræða for-
sendur lögfræðiiðkunar, lögspeki og
kennilegrar lögfræði, og á þessum svið-
um er rit Tómasar sígilt lykilverk. Nú
þegar það er aðgengilegt á lipurri og
skýrri íslensku má ætla að flestir nem-
endur þessara fjögurra lagaskóla kynnist
því, a.m.k. lítillega.
Tómas vann að hinu mikla safnriti
sínu Summa theologiae um sama leyti og
Islendingar gengu norsku konungsvaldi
á hönd á seinni hluta þrettándu aldar. Þó
að sögulegt minni íslenskrar lagahugs-
unar skipi lögum og reglum þjóðveldis-
ins yfirleitt í öndvegi, þá eru íslensk lög-
fræðihugtök svo skilgetin afkvæmi
latneskra hugtaka Rómarréttar að á upp-
runanum verður ekki villst. Dæmi um
það er skyldleiki íslenska orðsins lögsaga
°g juris dictio á latínu svo eitt dæmi sé
nefnt. Hvort þýðendur finna fýrir stuðn-
ingi af sh'kum skyldleika við þýðingu
latnesks lögspekitexta veit ég ekki en vel
hefúr tekist til í þetta sinn.
Þórður Kristinsson þýðir bókina úr
latínu og notast við þýska heildarútgáfú
frá 1961. Þýðingin er skýr og skarplega
unnin. Þennan lesanda rak ekki í vörð-
urnar eða þurfti að marglesa setningar til
að ná utan um hugsun, sem þó er alltaf
hættan við þýðingu heimspekitexta. Að-
ferð Tómasar er nútímafólki auðvitað
framandi, tilvísanir í höfúðrit kaþólsku
kirkjunnar og „Heimspekinginn" munu
koma áðurnefndum ungum nemendum
íslenskra lagaskóla spánskt fýrir sjónir.
Um leið eru skýringar íslensku útgáf-
unnar, bæði á aðferð Tómasar og útlist-
anir á þeim ritum sem vísað er til, svo
handhægar og greinargóðar að næsta
auðvelt er að ná yfirsýn og skilningi á því
sem höfúndur hins átta alda gamla texta
er að gera. Garðar Gíslason hæstaréttar-
dómari ritar ítarlegan og greinargóðan