Hugur - 01.06.2004, Page 277
Ritdómar
275
hafi „fátt nýtt að geyma“ (45) enda þótt
þessi dómur hafi löngum heyrst. 5) Síð-
ast en ekki síst tel ég túlkun þýðanda á
fagurfræði Kants vera ranga nema hún
sé mjög villandi: „Kant heldur því fram
að þótt flestum virðist að dómar um
fegurðina séu reistir á tilfinningu, þá séu
þeir hlutlægir og hvíli því á fyrirfram
sönnum meginreglum skynseminnar."
(38) Skynsemishugtakið er að vísu mar-
grætt í verkum Kants. Engu að síður eru
fagurfræðilegir dómar samkvæmt
Gagnrýni dómgreindarinnar hvorki reist-
ir á skynseminni, sálargáfimni er mynd-
ar siðadóma, né reistir á henni sem
skilningsgáfunni, er þekkingardómar
byggja á. Þeir eiga þess í stað uppruna
sinn að rekja til kenndarinnar sem vekur
ánægju og óánægju, þ.e. til tilfmningar.
Ef við skiljum „skynsemi" hér hins veg-
ar sem alla hugarstarfsemi yfirhöfuð er
fullyrðingin samt röng því téð kennd
heyrir einnig undir hana. Einnig er ég
ósáttur við að þýða erhaben sem „göfugt“
enda ljáir það því orði of siðbætandi
blæ.
Það er eftirtektarvert að þýðandi vísar
í neðanmálsgreinum í inngangi sínum
nánast undantekningalaust til aðeins
eins verks: nýlegrar ævisögu Manfred
Kuhn um Kant, sem hefur hlotið góða
dóma (sjá: http://perlentaucher.de/
buch/15604.html). Eftirtektarverðara er
þó að hann skuli styðjast við enska
þýðingu þessa verks og raunar hvergi í
innganginum né í „Viðauka III. Siðfræði
Kants og rökræður um hana“ vísa í önn-
ur rit um Kant en á ensku. Ef til vill er
til lítils að gera ráð fyrir því að á Islandi
í dag séu önnur erlend tungumál lesin en
sá grunur læðist að manni að einnig sé
Grundvöllur þýddur úr ensku. Sá grunur
styrkist þegar lesið er í eftirmála útgef-
anda að Heimspekistofnun HI hafi
styrkt mann nokkurn „sem las þýðing-
una yfir í handriti og bar saman við
frumtexta" (228). Albert „prins" er
nefndur sem stofnandi háskólans í
Kóngsbergi (19) í samræmi við enska
orðið prince. Það nefnist hins vegar
„Furst“ á þýsku og Albert þessi því rétt-
nefndur fiirsti.
Eftir að hafa gert alloft samanburð við
frumtexta fæ ég þó ekki betur séð en að
þýðingin sé mjög vel heppnuð. Aldrei
reyndist ég ósammála þýðingarlausnun-
um, jafnvel þegar textinn virtist vera mjög
snúinn. Olán hefur þó orðið á s. 110 (eða
s. 401 í frumútgáfh á heildarverki Kants)
þar sem heila efnisgrein (u.þ.b. 16 h'na
löng) og langa neðanmálsgrein (26 h'nur)
einfaldlega vantar. Bókmenntafélagið ætti
sem fyrst að láta útprent á þessum texta
fylgja með öllum seldum eintökum, hafi
það ekki þegar verið gert. Aðeins á einum
stað gleymir þýðandi að gera grein fyrir
því að hann er höfundur neðanmálsgrein-
ar (121 eða 408) en þýðir hins vegar ekki
latnesku orðin „bonum vacans“ (195 eða
456) sem fáir lesendur ættu að geta skihð.
Vísi er að finna aftast í bókinni yfir hug-
tök í Grundvelli á íslensku og þýsku.
Þykja mér íslensku hugtökin jafnan við-
eigandi og sakna þess því að ekki hafi
verið tekið tillit til fleiri sem er að finna í
textanum, svo sem fyrirbæris (Erschei-
nung), hugsjónar (Ideal), næmis (Sinn-
lichkeit) eða viðfangs (Gegenstand).
Hvorki verður sagt að um lítilvæg hugtök
sé að ræða né að íslensk þýðing þeirra sé
öllum töm. Ef til vill vantar enn fleiri
hugtök í þennan vísi.
Eg er þó ósáttur við þýðingu tveggja
hugtaka: „Vorstellung“ sem „hugmynd"
og „Idee“ sem „Hugmynd". Með þessu er
að mínum dómi ýjað að sterkari tengsl-
um milh þessara hugtaka en eru í heim-
speki Kants; þetta er með öðrum orðum
óþarflega vihandi. Raunar sýnist mér hér
vera slfyrt dæmi um ensk áhrif á þýðing-
una sjálfa því það sem nefnist hér „Hug-
mynd“ er oft þýtt sem „Idea“ á ensku (en
„hugmyndir“ sem „representations“ eða
„conceptions"). „Idee“ er skrifað með
stórum staf eins og öh önnur þýsk nafn-
orð og ekkert kveður á um að það beri að
rita með stórum staf á erlendum málum;
þannig nefnist það „idée“ í frönskum
þýðingum. Ef ekki má þýða „VorsteU-
ung“ (sem er af einhverjum ástæðum