Hugur - 01.06.2004, Page 279
Ritdómar
2 77
analýtískar bæði að efni og uppistöðu.
Neðanmálsgreinar eru margar og ná-
kvæmar.
I öðru lagi virðast allflestar greinarnar
vera skrifaðar sem andóf gegn einhverju,
efni þeirra sett fram sem rök gegn ein-
hverju eða (ef vill) eindregið með ein-
hverju. Ef greinarnar væru ekki skrifaðar
í slíku „andófi“, ef það sem andóf þeirra
beinist gegn væri ekki - held ég að það
væri útséð um að greinarnar (eða efni
greinanna) gætu staðið einar og sér.
Það sem greinarnar eiga sameiginlegt
(ef hægt er að tala um sameiginlegan
svip) er að í þeim er fjallað um einstök
vandamál og afmörkuö viðfangsefni. Mér
virðast greinarhöfundar skoða afbrigði af
vanda og skoða hann undir þröngu sjón-
arhorni. Við slíkar aðstæður glatast
heildarmyndin, „hinn einstaki vandi"
missir samhengi sitt og stöðu; hann
verður ein-stakur eða jafnvel ein-angr-
aður. I slíkri sértekningu er auðvelt að
fara strax „á dýpið“, rekja sig áfram (með
fimlegum hætti) eftir röklegum þráðum
og í raun missa sjónar af þeirri heild sem
vandinn er (eða hlýtur að vera og eðli
málsins samkvæmt) hluti af. Afleiðingin
er sú að umfjöllun um heiminn (eða
hugmyndir manna um heiminn) er í
bútum; „kortin" sem dregin eru upp eru
í mismunandi hlutföllum eða ná aðeins
yfir afmörkuð svæði. Myndin af slíkum
heimi er ósamfelld, í bútum - í litlum en
afar nákvæmum bútum. Afleitt ef sú
verður raunin að heimspekin verði sú
grein sem fæst við afmarkaðar spurning-
ar og takmarkast við það sem kalla mætti
(rökfræðilega) tæknileg vandamál. Það
mætti kannski líkja þessum skrifum við
þá iðju að kanna hvort hægt sé að kom-
ast af með að nota þrjá liti frekar en fjóra
til þess að aðgreina eitt land frá öðru á
landabréfi þannig að aldrei séu tvö að-
liggjandi lönd í sama lit (en þetta er
raunar þrælmerkilegt stærðfræðilegt við-
fangsefni og hefur mér vitanlega verið
sannað - nefnilega að hægt sé að komast
af með fjóra mismunandi liti til þess að
aðgreina einn reit frá öðrum og þannig
að engir tveir aðliggjandi reitir hafi sama
lit). Eða að fjalla um meinbugi á því að
draga ályktun út frá hinu almenna til
hins einstaka án þess að greiða með al-
mennilegum hætti úr „vandanum“, því
hann er ekki raunverulegur; hann er í
mesta lagi sérstakur, jafnvel (ein)stakur.
Almennt eru ekki meinbugir á því að
fara frá hinu almenna til hins einstaka -
sérstaklega ekki ef menn hafa röklega
viðkomu í hinu se'rstaka. Hilary Putnam
er í hópi þeirra sem hafa greitt fimlega úr
þessu viðfangsefni.
Hér á eftir kemur upptalning á efnis-
þáttum greinanna. Eg hef af ásetningi
ekki getið þess hver skrifar hvaða grein.
Ástæðan er sú að stundum (og raunar
alloft) er vert að láta „binda fyrir augun
á sér“ í lestri og reyna að lesa texta án
þess að huga of mikið að því hver skrif-
ar hann, þetta er gert til þess að textinn
komi í ljós og textinn fái að skína frekar
en höfundur hans. I bókinni eru átján
greinar um mismunandi efni, þar á
meðal er rökfræðileg úrvinnsla á því
hvenær eitthvað er hluti af (náttúruleg-
um) hlut - og hvenær ekki; þar eru rak-
in rök gegn smættun í líffræði; spurt er
hvort það geti farið röklega saman að
maðurinn hafi frjálsan vilja þrátt fyrir að
annar maður kunni að vita hvað hann
hyggist fyrir; spurt er hvort draga megi
einhverja ályktun um réttlæti í sál ein-
staklingsins út frá réttlætinu í Rtki Plat-
ons; þar eru færð rök fyrir því að ríkið
geti ekki (þrátt fyrir að aðhyllast frjáls-
lyndiskenningu) verið hlutlaust um
menntun þegna sinna; lesa má um rök-
semdir þess að ala börn upp í trú á rétt-
látan heim; ágreiningurinn um hvort
náttúran eða samfélagið sé (bak)grunn-
ur siðferðis snýst um réttlætingu en ekki
hvatir; þar er rætt um mátt samræðusið-
fræðinnar í ljósi almennra boðorða og
einstakra aðstæðna; afleiðingar þess að
gera of skarpan greinarmun á skynsemi
og tilfmningum er vatn á myllu móral-
ista og siðapredikara.
Það eru kannski tvær greinar í þessari
bók sem mér fannst þess virði að lesa