Hugur - 01.06.2004, Síða 281
Ritdómar
279
annars ávítur fyrir að gera of skörp skil
milli merkingar þess sem talar (ytrers
mening) og merkingar setninga og orða,
og fyrir þá ályktun að myndhverfð merk-
ing einskorðist við fyrra atriðið (86).
Stefán lýkur umfjöllun sinni um mynd-
brjótana með því að segja að þeir minni
á and-módernista sem samþykki ein-
göngu raunsæ málverk sem „endur-
spegli" raunveruleikann líkt og sönn
fuUyrðing endurspegli stöðu mála (92).
Stefán er hrifnari af svonefndum
myndberum (ikonodulisme) (I yfirliti á
ensku fremst í bókinni segir Stefán að
upprunaleg merking orðsins iconodulists
sé slave of images (3). Myndþræll er því
e.t.v. réttari þýðing en myndberi. Mér
þótti hugtakið hinsvegar of gildishlaðið
og því varð myndberinn fyrir valinu).
Þeir eru andstæðingar myndbrjótanna
og telja að myndhverfingar sýni eðli
tungumálsins, það er að tungumálið sé í
eðli sínu myndhverft. Meginviðfangs-
efni Stefáns eru hugmyndir Nietzsches
og Derrida (Mary Hesse, Charles Taylor
og Ernst Cassirer eru meðal þeirra sem
einnig koma við sögu í kaflanum). Hann
tekur reyndar fram að Derrida sé tæp-
lega hreinræktaður myndberi þar sem
hann afneiti því að tungumálið hafi eðli
(111). Hugmynd Nietzsches um tengsl
hugtaka, þar sem myndhverfing er upp-
runalegri en hugtakið, er rædd (99-104)
og farið stuttlega í skoðanir Derrida á
því hvernig aðstæður afmarka merkingu
hverju sinni. Stefán er sammála mynd-
berum um að vart sé hægt að greina á
milli óh'krar notkunar tungumálsins, svo
sem ljóðrænnar málnotkunar, vísinda-
legs, heimspekilegs eða daglegs máls.
Hinsvegar telur hann að myndberar, líkt
og margir meginlandsheimspekingar,
setji ekki hugmyndir sínar fram á nægi-
lega skýran hátt (116-7).
Nálgun Lakoff-skólans er annars eðlis
en áðurnefndra kenninga en þar er meg-
ináhersla lögð á að myndhverfingar séu í
eðli sínu hugtök sem eigi rætur í reynslu
fremur en tungumáli. Stefán kemur víða
við í umfjöllun sinni um Lakoff og fé-
laga, fjallar meðal annars um gagnrýni
þeirra á víxlverkunarkenningu Blacks,
mismunandi gerðir af myndhverfmgar-
hugtökum, og áhrif myndhverfinga í
siðferði og stjórnmálum (121- 6). Hann
ræðir gagnrýni þeirra sem telja kenning-
ar Lakoff-skólans gervivísindi, t.d. að
þær séu óafsannanlegar, alhæft sé út frá
einstökum tilvikum og að aðferðafræðin
sé með þeim hætti að tilteknar forsend-
ur leiði ekki alltaf til sömu niðurstaðna
(131-7). Hann er sammála mörgum
þessara gagnrýnisradda en telur samt að
ýmislegt sé hægt að læra af Lakoff og fé-
lögum, svo sem að kenning Blacks sé
ófullburða og að myndhverfmgar sýni
okkur eitt fyrirbæri í ljósi annars. Stefán
segir ennfremur að Lakoff-skólinn hafi
styrkt þá kenningu að myndhverfingar
gegni nauðsynlegu hlutverki í hugsun og
notkun tungumáls (144 -5).
Stefán setur síðan fram eigin kenn-
ingu um skilning á myndhverfmgum.
Grundvöllur hans er vitneskja um þekk-
ingargildi þeirra, þ.e. að vita hvað þær
tákna og hvernig (146). I anda hug-
mynda Heideggers segir Stefán að
myndhverfingar hafi svokölluð aletetisk
(Stefán talar um að orðið „aletheia"' þýði
avdekkethet á norsku eða Unverborgen-
keit á þýsku, en strangt tiltekið þýðir
orðið sannleikur á grísku. Afhjúpun er
líklega nærri lagi sem íslensk þýðing)
gildi sem séu annars eðlis en það sem
einkennir empírískan sannleik (147).
Hann telur að ýmis fyrirbæri sem ekki er
hægt að útlista með orðum, t.d. myndir
og myndræn framsetning, hafi einnig
slík gildi. I lok kaflans setur Stefán fram
fyrri kenningu sína. Þar dregur hann
fram sjö einkennisþætti myndhverfinga
og ályktar að séu þeir allir til staðar sé
um einskonar staðalmyndhverfingu að
ræða (proto-typisk, 165). I kjölfarið ræðir
hann um eins konar réttarsal mynd-
hverfinga (den metaforiske rettsalen) þar
sem fyrrnefndur staðall er nýttur til að
dæma um hvort tiltekin fyrirbæri upp-
fylli skilyrði myndhverfinga.
Næsta viðfang Stefáns er staða mynd-