Hugur - 01.06.2004, Page 282
28o
Ritdómar
hverfinga gagnvart vísindum, sér í lagi
náttúruvísindum. Stefán leitar aftur í
kenningu Blacks um líkindi milli vís-
indalíkana og myndhverfinga. I kjölfarið
skoðar hann hugmynd Kjells S. Johann-
essen um þögla þekkingu, sem á margt
sameiginlegt með myndum og mynd-
hverfingum. Þögul þekking, þ.m.t.
traustsþekking - fortrolighetskunnskap
hefiir tvær merkingar á norsku: Annars-
vegar getur það þýtt að vera náinn ein-
hverju eða einhverjum, hinsvegar að
þekkja eitthvað vel eða vera vanur ein-
hverju; ég held að traustsþekking sé ekki
fjarri lagi sem þýðing á fortrolighet-
skunnskap, þ.e. kunnskap þýðir þekking
eða kunnátta - felst í kunnáttu sem ekki
er hægt að útskýra fýlhlega með orðum
eða staðhæfmgum. Stefán leiðir líkur að
því að skilningur á myndhverfingum
felist í slíkri þekkingu (181-5).
I lokakafla sýnir Stefán fram á að ljóð-
rænar myndhverfingar finnist ekki að-
eins í kvæðum heldur einnig í prósa og
að hægt sé að greina bókmenntir sem
myndhverfmgar (198-9. Eitt af dæmum
Stefáns er Gamli maðurinn og hafid eftir
Hemingway sem hugsanleg myndhverf-
ingu fyrir „[...] baráttu mannsins við
náttúruöflin eða baráttu aldraðs rithöf-
undar gegn ritstíflu (eða getuleysi).“
(199) Hann fer nánar ofan í hugmynd
Johannessens um að tilfinningaleg þekk-
ing sé traustsþekking (201-3) og bætir
við að skáldlegar myndhverfingar geti
varpað ljósi á tilfmningar og þar af leið-
andi á traustsþekkingu. Þetta er stutt
með dæmum úr ritverkum Einars Más
Guðmundssonar og Roberts Walsers
(206-7). I lokaorðum bókarinnar gerir
Stefán stuttlega grein fyrir efnislegri
framvindu hennar og setur fram síðari
kenningu sína, nú um samband mynd-
hverfinga og þekkingar, í ellefu hðum
(217).
Af lestri bókarinnar má ráða að Stefán
er víðlesinn og fjölfróður um mynd-
hverfingar. Eg tel þó viðeigandi að rifja
upp gagnrýni hans á Ricœur og mynd-
brjótana um skort á dæmum og óskýra
framsetningu. Það skortir nefnilega
dæmi sem sýna hvernig kenningar Stef-
áns virka en offramboð er af dæmum um
kenningar annarra. Ojafnvægi milli
meginþráða bókarinnar, þ.e. umfjöllunar
um eðh og merkingu myndhverfinga,
umfjöllunar um kenningar tengdar þeim
og hugmynda Stefáns sjálfs, gerir það að
verkum að framvinda textans og mark-
mið verða óskýr. Ég tel því að Stefán
hefði mátt leggja meiri áherslu á eigin
hugmyndir en minni á samanburð og
sjónarhorn annarra.
Einar Kvaran
Siðferðileg réttlæting, hversdagslif og
tilfmningar
Kristján Kristjánsson: Justifying Em-
otions. Pride and Jealousy. Routledge
2002. 257 bls.
Hvenær eru tilfinningar siðferðilega
réttlætanlegar? Er til dæmis heimilt að
finna til stolts þegar maður gefur fé til
þurfandi fólks? Þetta er eitt af mörgum
mikilvægum siðferðilegum vandamálum
sem Kristján Kristjánsson glímir við í
nýlegri bók sinni, JustiJying Emotions.
Pride andJealousy. I almennara tilliti eru
bókinni ætluð tvö meginmarkmið: I
fýrsta lagi að vera almenn rannsókn á því
hvernig tilftnningar eru réttlættar sið-
ferðilega og hvernig sh'k réttlæting er
tengd hugmyndum um siðferðilegt og
tilfinningalegt ágæti. I öðru lagi er verk-
ið hugsað sem siðferðilega „jákvæð" vörn
þeirra tveggja tilfmninga sem mynda
undirtitil bókarinnar: stolts og afbrýdi-
semi. Þessi tvö markmið eru tengd í þeim
skilningi að Kristján styðst við niður-
stöður fýrri rannsóknarinnar sem grunn
er hann tekur til við að verja tilfmning-
arnar stolt og afbiýðisemi.
Justifying Emotions er einföld að meg-
inuppbyggingu og yfirleitt ætti lesand-
anum að vera ljóst hvernig ólíkir hlutar
bókarinnar tengjast meginrökleiðslunni.
Þetta gerir bókina auðlesna og auð-
metna. Aukinheldur verður umfjöllun
Kristjáns sjaldan mjög tæknileg og þó