Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 283
Ritdómar
281
heldur textinn yfirleitt viðunandi vís-
indalegum strangleika. Sú von bókar-
höfúndar að JustiJying Emotions sé „að-
gengileg fleiri lesendum en þeim sem
eru þegar vel að sér í sálfræði og heim-
speki“ (3) er þannig nokkuð raunhæf.
Snúum okkur nú að þeirri spurningu
hvort rökfærsla Kristjáns í Justifying
Emotions haldi velli, þegar upp er staðið.
Omögulegt er að svara þessari spurningu
til hlítar í stuttum dómi. Engu að síður
má gera nokkrar knappar en mikilvægar
athugasemdir. I fyrsta lagi lætur Kristján
sér nytjastefnusjónarmið að hætti Mills
lynda til viðmiðunar við mat á siðferðis-
gildi tilfmninga. Höfúndur leiðir fyrst
rök að því að ýmis önnur siðferðissjónar-
mið séu óhaldbær en ver síðan nytja-
stefnuna sjálfa (meðal annars með því að
segja hana fría frá vandamálum hinna
sjónarmiðanna).
Til að meta rökleiðslu Kristjáns er og
mikilvægt að taka til greina hvers lags
prófstein hann notar við að meta árangur
eigin röksemda. I upphafi bókarinnar
leggur Kristján áherslu á visku og reynslu
hversdagslífsins og á „eldhúsborðssam-
ræður“ sem þekkingarbrunn. Þetta við-
horf Kristjáns reynist leika lykilhlutverk í
réttlætingu hans á nytjastefnu, sem í hans
augum er veraldarhyggjukenning og það
„án málamiðlana" (87). Kristján áh'tur að
„leita beri svara við siðferðilegum spurn-
ingum í heiminum sem við lifúm í, eink-
um innan sálfræði, félagsfræði og líf-
fræði." Kristján lofar eftirfarandi
málsgrein frá Putnam sem hann notar til
að varpa ljósi á afstöðu sína: „Frekar en að
líta þá staðhæfingu hornauga að sumir
gildisdómar séu skynsamlegir og aðrir
séu óskynsamlegir, eða að sum sjónarmið
séu sönn og sum ósönn, eða að sum orð
hafi tilvísun og önnur ekki, er mér um-
hugað um að færa okkur aftur til þeirra
staðhæfinga sem við, eftir sem áður,
höldum statt og stöðugt fram í daglegu
lífi okkar. Að fallast á hið ‘bersýnilega’,
líf-heiminn (Lebenswelt), heiminn eins
og við upplifúm hann í raun, gerir þá
kröfú til þeirra okkar sem hafa (til góðs
eða ills) hlotið heimspekilega þjálfún að
við ... endurheimtum ... skynbragð okkar
á hið alkunna því það að sumar hug-
myndir séu ‘óskynsamlegar’ er, þrátt fyrir
allt, alkunn staðreynd - það eru hinar
skrítnu hugmyndir um ‘hlutlægni’ og
‘huglægni’, sem við höfúm hlotið í arf frá
verufræði og þekkingarffæði, sem gera
okkur ófær um að dveljast í hinu al-
kunna.“ Með orðum greinargerðar
Putnams hér að ofan má því líta svo á að
Kristján krefji okkur um að „dveljast í
hinu alkunna". Þetta atriði má ef til vill
líta á sem hið mikilvægasta í bók Krist-
jáns. Ef við hunsum þá augljósu stað-
reynd að rökleiðsla Kristjáns getur skotið
sjálfa sig í fótinn (í þeim skilningi að
„dvöl í hinu alkunna" ásamt veraldar-
hyggjurannsóknum sálfræði, félagsfræði
og líffræði leiðir ekki sjálfkrafa til nytja-
stefnu eða að henni verði tekið opnum
örmum) má gagnrýna rökleiðslu hans af
meiri dýpt. I stuttu máli sagt leynist
ólyktun (non sequitur) í orðum Kristjáns
(og Putnams). Sumum lesendum virðist
mótbáran ef til vill augljós: Það er ein-
faldlega engin rök hægt að draga af gild-
um forsendum (það er, nauðsynlega
sönnum), fyrir því að taka hversdags-
reynslu sem leiðsögn um athafnir. Það
má sýna merkingarfræðilega fram á
sannindi reglunnar um modusponens með
venjulegri sanntöflu setningarökfræði.
Ennfremur, sé maður ekki þungt haldinn
af róttækri efahyggju, fellst maður þegar
best lætur á að þær staðreyndir heimsins
sem uppgötvast við athugun að séu óvé-
fengjanlegar. Mér er hins vegar ekki
kunn nein hliðstæð leið til að sýna fram á
(eða rannsaka) sanngildi þess álits Krist-
jáns að hversdagsreynsla, sálfræðirann-
sóknir og sh'kt séu (siðferðilega) mikil-
vægur leiðarvísir um gang h'fsins.
Þessi andmæh koma Kristjáni trúlega
ekki á óvart og það er ekki erfitt að geta
sér til um möguleg andsvör hans út frá
bókinni sem hér er til umfjöllunar. I
fyrsta lagi höfúm við þegar innt eftir því
að snemma í bók sinni leggur Kristján
áherslu á mikilvægi umræðna 1' hvers-