Hugur - 01.06.2004, Síða 285
Ritdómar
283
innar segir höfiindur okkur að hann hafi
þegar langað að skrifa um stolt og
afbrýðisemi á dögum framhaldsnáms
síns við Háskólann í St. Andrews. Hins
vegar hafi hann þá ákveðið að fresta
verkefninu. Hugmyndirnar sem lagðar
eru fram í þessari bók hófu samt sem áð-
ur að taka á sig mynd á árunum sem
fylgdu, í fjölda greina sem birst hafa í
tveimur ritgerðasöfnum: Þroskakostum
(1992) og Aftvennu illu (1997). Lesandi
mun ennfremur kannast við mikið af
efni bókarinnar úr sarpi ritgerða sem
hafa birst bæði á íslensku og ensku, til
dæmis „Stórmennsku“ (Sktrnir, 1998) og
„Some Remaining Problems in Cogniti-
ve Theories of Emotion" (International
Philosophical Quarterly, 2001). Bókin
sem hér er skoðuð hefiir þannig að
geyma ávexti meira en áratugar af
(ástríðufullum) fræðilegum áhuga og
stöðugri vinnu með efnið.
Loks ber að taka til greina að Kristján
er nú þegar viðurkenndur heimspeking-
ur á Islandi, kunnur meðal annars fyrir
staðfasta (en umdeilda) vörn sína fyrir
nytjastefnu; auk þess er hann þekktur á
alþjóðavísu. Ef hæfni, ástríða, einlægni
og áhugafesta í tímans rás eru vottur um
góðan heimspeking, þá megum við búast
við frekari gæðaskrifum frá þessum
hugsuði í framtíðinni, sem gætu með
réttu aflað honum enn frekari viður-
kenningar.
Arngrímur Ketilsson
(Haukur Már Helgason pýddi)
Sælir og ríkir í trúnni
Klemens frá Alexandríu: Hjálprœdi efna-
manns. Þýðandi: Clarence E. Glad, sem
einnig ritar inngang og skýringar. Hið
íslenska bókmenntafélag 2002. 314 bls.
Það er ekki auðvelt að vera góður maður.
Það er erfitt við bestu aðstæður og hvers
konar hindranir gera það næsta ómögu-
legt. Við virðum sérstaklega þá sem
sanna ágæti sitt við erfiðar aðstæður. Við
erum frekar tilbúin til að fyrirgefa þeim
syndir sem hafa verið fórnarlömb synd-
ara en þeim sem enga slíka afsökun hafa.
Þeir eru þó til sem eru óháðir slíkum ytri
áhrifúm, hafa öðlast þvílíka sjálfstjórn að
hindranirnar standa ekki í vegi fyrir
þeim. Hinn sanni heimspekingur, sá sem
sver sig í ætt við Sókrates, er sh'kur mað-
ur - ef við eigum að trúa klassísku
ímyndinni um heimspekinginn. Jesús
var sannarlega slíkur maður og hann
gerði háar kröfúr til fylgisveina sinna.
„Auðveldara er úlfalda að fara gegnum
nálarauga en auðmanni að komast inn í
guðs ríkið" er haft eftir honum. Hann
sagði þetta manni nokkrum sem kom til
hans óttasleginn um hjálpræði sitt. Mað-
urinn var ríkur og hafði stundað dygðugt
líf samkvæmt lögmáh Móse. Hann hafði
fylgt öllum reglum sem fyrir hann voru
lagðar og hvergi vikið frá. Var hann
hólpinn? Var hann í hópi hinna góðu
sem fengju aðgang að himnaríki að þess-
ari jarðvist lokinni og öðluðust eilíft líf?
Svar Jesú var einfalt: Til að öðlast hjálp-
ræði þarft þú að losa þig við auðinn. Það
fer ekki saman að vera kristinn maður og
auðugur.
I Hjálprceði efnamanns skýrir Klemens
þessi ummæli og túlkar. I bakgrunni um-
ræðunnar er sú hversdagslega hugmynd
að auður auðveldi mönnum að vera
dygðugir. Sá sem á getur gefið öðrum,
hann getur stutt samfélagið sem hann er
hluti af og gert önnur góðverk. Sá sem
ekkert á getur þurft að brjóta á öðrum til
að fá mat í sjálfan sig og börnin sín. Kef-
alos nokkur var þekktur fyrir að gera vel
með auð sinn. Hann er viðmælandi Só-
kratesar í fyrstu bók Ríkisins eftir Plat-
ón. Kefalos hafði uppfyllt allar formleg-
ar kröfúr um hið góða líf - líkt og
viðmælandi Jesú - og taldi sjálfúr að
auður gerði mönnum auðveldara að lifa
raunverulega góðu og réttlátu lífi. Hann
var fúllviss um eigið siðferðilega ágæti og
fékk að yfirgefa samkomuna í þeirri
vissu. Þeir sem lesa Ríkifl áfram geta hins
vegar efast. Kefalos og menn af hans
sauðahúsi eru meðal þeirra sem Ríkifl er
skrifað til höfúðs. Það er ekki nóg að
fylgja forskriftum góðmennskunnar til