Hugur - 01.06.2004, Side 287
Ritdómar
285
Whiteheads að heimspeki Vesturlanda sé
ekki annað en neðanmálsgreinar við
heimspeki Platóns. I sjálfsmynd heim-
spekinnar eru þessar neðanmálsgreinar
þó annars eðhs en skýringar Klemensar.
Þær eru rökræða um sannleikann, um
það hvað sé satt. Hér gefur sér enginn að
Platón hafi haft á réttu að standa, að
hann hafi haldið sannleikanum fram eða
talað munni sannleikans. Sá sem nálgast
verk Platóns með þessum hætti, án
gagnrýni, er ekki sannnefndur heimspek-
ingur. Gagnrýnislaus afstaða Klemensar
til orða ritningarinnar - þó hann sé
gagnrýninn á aðra túlkendur hennar -
útilokar hann frá hópi sannra heimspek-
inga og sannra fræðimanna.
Þeir eru til sem taka enn sterkar til
orða: Klemens sé meðal þeirra sem bera
mesta ábyrgð á falli sannrar heimspeki,
þ.e. heimspeki sem lífsmáta (sjá Hadot í
þessu hefti). I dag er heimspekin fýrst og
fremst háskólafag, tæknileg í síauknum
mæli. I árdaga heimspekinnar, sam-
kvæmt þessari túlkun, var heimspekin lif-
uð og ekki bara hugsuð, rituð, lesin og
kennd. Heimspekiskólar Forngrikkja -
skólar Platóns, Aristótelesar, Stóumanna,
Epíkúringa og fleiri - gerðu annað og
meira en prófa nemendur sína í tækni-
legum fögum heimspekinnar. Þeir ólu þá
upp í lífsmáta heimspekinnar. Þetta
breyttist þegar heimspekin var gerð að
ambátt Biblíunnar. Hún missti sjálfstæði
sitt og hlutverk hennar varð tæknilegt.
Klemens á sinn þátt í þessari þróun, en
hana ber að sjá í ljósi þeirrar áherslu á
bóklegan lærdóm sem Klemens bjó við.
Mikið af bestu heimspeki fýrstu alda
okkar tímatals var í formi umfjallana um
heimspeki Platóns og Aristótelesar. Líkt
og Klemens tók Alexander frá Afródisías
á heimspekilegum vandamálum með því
að leggja út af og túlka texta annars, í
hans tilfelli texta Aristótelesar. Honum
tókst, þrátt fýrir þetta form, að koma
fram með frumlegar heimspekikenning-
ar. Sá stíll sem Klemens velur sér er því í
fúllu samræmi við strauma í heimspeki
samtíma hans.
Full ástæða er til að fagna útkomu
þýðingar á Klcmensi, þó umrætt verk sé
ekki hans mikilvægasta (þýðing Clarence
á Fneðaranum, mun mikilvægara verki
Klemensar, er væntanleg). Þýðingunni
fýlgja ítarlegur inngangur, skýringar í eft-
irmálsgreinum, fjórir viðaukar, ritaskrá í
fernu lagi: i. útgáfúr og þýðingar á Hjálp-
ræði efnamanns, ii. aðrar útgáfúr og
þýðingar, iii. rit um Klemens og iv. önn-
ur rit, atriðaorðaskrá og nafnaskrá. Hér
er því um mjög lærða útgáfú að ræða, í
anda Klemensar. Sjálfúr textinn er ekki
nema 50 blaðsíður í broti Bókmenntafé-
lagsins. Inngangurinn er 110 blaðsíður,
eftirmálsgreinarnar (337 talsins) 51 blað-
síða (með smáu letri) og viðaukarnir 28
blaðsíður. Clarence notar þannig 189
blaðsíður til að kynna og skýra 50 blað-
síðna texta - næstum 4 blaðsíður til að
skýra hverja þýdda blaðsíðu. Almennt er
ég þeirrar skoðunar að meira sé betra en
minna þegar kemur að skýringum við
sögulega texta. Hér virðist mér þó fúll-
langt gengið. Texti Klemensar er ekki
það torræður eða mikilvægur að þörf sé á
slíku apparati í Lærdómsriti. Þessi at-
hugasemd snýr ekki síður að ritstjórn
Lærdómsritanna en höfúndi. Almennt
tel ég að þessi útgáfa hefði orðið betri við
ákveðnari ritstjórn.
Texti Klemensar er einfaldur í upp-
byggingu. Fyrstu 26 kaflarnir skýra brot
úr Markúsarguðspjalli þar sem fjallað er
um mót Jesú og ríka mannsins. Með því
að fara í gegnum textann skref fýrir skref
sýnir Klemens fram á að bókstafleg túlk-
un fái ekki staðist. 1 því sem fýlgir legg-
ur hann fram „augljósustu merkingu
dæmisögunnar" (Hjálpræði efnamanns
27.1). Hún á að „kenna hinum auðugu
að þeir eiga ekki vera hirðulausir gagn-
vart eigin hjálpræði vegna þess að þeir
eru álitnir fordæmdir fýrirfram. Þeir eiga
heldur ekki að varpa auði sínum fýrir
róða eða fordæma hann eins og auður
væri andstæður og óvinveittur lífinu"
(sami staður).
Eg hef fátt við þýðinguna að athuga.
Textinn er ekki alltaf fallegur, en þar er