Hugur - 01.06.2004, Page 288
286
Ritdómar
sennilega meira við Klemens að sakast
en Clarence (smá kvabb: Eg sakna þess
að Clarence þýði muops sem „brodd-
fluga" í stað „mýfluga" í kafla 25.4. Só-
krates kallar sjálfan sig muops í Máls-
vörninni 30e). Það sem ég sakna helst í
innganginum er samfelld umfjöllun um
Fílon frá Alexandríu. Clarence gerir
mikið úr áhrifúm hans á Klemens en
gerir hvergi grein fyrir þessum mikil-
væga hugsuði, sem tvinnaði saman
gríska heimspeki og gyðingdóm. Til að
fá heildarmynd af hugmyndum Fílons
þarf að safna saman fjölmörgum stutt-
um athugasemdum um hann (fáir eru
oftar nefndir en Fílon, skv. nafnaskrá, þó
Guð skeri sig úr). Annað sem ég sakna
er betri umfjöllun um þær fjölmörgu
hjálpræðishugmyndir sem voru í boði
meðal grískra og rómverskra heimspek-
inga og vísindamanna. Klemens býður
kristnina fram í samkeppni við aðrar
hugmyndir um hið góða líf, bæði hér og
nú og frá sjónarhóli eilífðarinnar. Það
var þroskaður markaður fyrir þessar
hugmyndir (nærtækast er að vísa til
bókar Clarence, Paul & Philodemus.
Adaptability in Epicurean & Early
Christian Psychagogy, Leiden 1995, fýrir
ágætis umfjöllun um þetta efni).
Verkið er vel frá gengið, eins og venj-
an er með Lærdómsrit. Þó er ekki aÚt
eins og vera ber. Nokkuð vantar upp á að
ritaskrár og tilvitnanir í þær séu í lagi. Ég
rakst ekki á nein dæmi þess að efnislega
hafi verið illa farið með heimildir, en
formlega vantar nokkuð upp á að vel sé.
Eg fann nokkur dæmi þess að verk sem
vitnað er í sé ekki í heimildaskrá (t.d. n.
92 bls. 74 þar sem vitnað er í útgáfú á
Kallikratesi; n. 93 bls. 75 þar sem vitnað
er í handritabrot Plútarks). í skrá yfir
textaútgáfúr eru rit stundum flokkuð
eftir höfúndi frumtexta og stundum eft-
ir ritstjóra. I neðanmálsgreinum er
stundum vitnað í frumtexta með íslensk-
uðu heiti, stundum með heiti á frummáli
- grísku eða latínu - og, sem verst er,
stundum á ensku (t.d. n. 146 bls. 111:
„Quintilianus, Institutio Oratoria ...
Virgill, Georgics ... Dio Krysostom, Orð-
ræða ...“. Þar sem útgáfa Petrusar Vic-
toriusar frá Flórens árið 1550 er talin til
í ritaskrá (bls. 264) heitir höfúndur
„Clemens, of Alexandria". Nokkrar
prentvillur eru í inngangi og viðaukum,
en mun færri í meginmáli og skýringum.
Allt þetta gerir útgáfúna óvandaðri en
hún þarf að vera og er hér bæði við höf-
und og ritstjórn að sakast.
Eiríkur Smári Sigurðarson
Nokkur vettlingatök
Bryan Magee: Miklir heimspekingar. Inn-
gangur að vestrænni heimspeki. Þýðandi
Gunnar Ragnarsson. Hið fslenska bók-
menntafélag, 2002. 366 bls.
Nýlega hafa komið út tvær íslenskar
þýðingar á bókum eftir breska heimspek-
inginn Bryan Magee, annars vegar Saga
heimspekinnar og hins vegar Miklir heim-
spekingar. Sú fyrrnefnda er uppflettirit
um sögu heimspekinnar í stóru broti, fúll
af myndum og öll hin veglegasta. Hin er
aftur á móti unnin upp úr viðtalsþáttum
Magees á BBC við þekkta heimspekinga
og er hklega hugsuð sem inngangsverk að
heimspeki. Sú síðarnefnda er til umfjöll-
unar hér og er hún byggð á sjónvarps-
samræðum Magees við fimmtán þekkta
heimspekinga og umræðuefnið í hverri
samræðu tiltekinn þekktur vestrænn
heimspekingur. Þannig er til dæmis rætt
við Bernard Williams um René Descart-
es og við John Searle um Wittgenstein.
Á pappírunum h'tur þetta alls ekki svo illa
út og maður myndi ætla að þetta gæti
verið mjög áhugavert. En þegar lesturinn
hófst tóku að renna á mig tvær grímur og
ég fór að velta því fyrir mér hver tilgang-
urinn með þessari bók væri. Er henni
ætlað að vera inngangsrit að heimspeki,
eða er þetta eitthvað allt annað?
Undirtitill bókarinnar er Inngangur að
vestrænni heimspeki og á kápubaki er
meðal annars sagt að „Bryan Magee [...]
ræði hér við fimmtán þekkta heimspek-
inga [...] útlista þeir torskilin hugtök og
flóknar kenningar á skýru og skiljanlegu