Hugur - 01.06.2004, Page 290
288
Ritdómar
þýdd beint svo inntakið fer fyrir ofan
garð og neðan. Versta dæmið er einmitt í
fyrstu samræðunni þar sem Burnyeat
segir: „Eg hygg það passi eins og hönd í
hanska." (26) Þetta hljómar furðulega á
íslensku og er illskiljanlegt þangað til
maður snýr þessu aftur yfir á ensku og
fær út eitthvað á borð við „I think it fits
like a hand in glove“ sem er enskt orðtak
og merkir að eitthvað tvennt eigi mjög
vel saman, falli eins og flís við rass. A
blaðsíðu 40 er talað um að laufblöð
springi út. Samkvæmt minni málvitund á
það bara við um rósir og önnur blóm, en
kannski skjátlast mér. Þessari bók er æd-
að að vera alþýðlegt inngangsrit um
heimspeki á skýru og skiljanlegu máli og
því eru slík þýðingarmistök bagaleg.
Æskilegt er að bókin sé á mæltu íslensku
máli, en ekki hálfhrá þýðing úr ensku.
En sem betur fer eru alvarleg mistök
ekki ýkja mörg og yfirleitt hefði dugað
að breyta lítillega orðaröð til að gera
textann mun auðlesnari og þægilegri.
Undarlega mikill munur er á þessu í
samræðunum. Þannig eru fyrstu tvær
samræðurnar verstar en flestar hinna
ágætlega þýddar. Sumstaðar eru smá-
vægilegar villur eins og á blaðsíðu 127
þar sem neikvæðri spurningu er játað
með jái, en þar á að vera jú.
Á blaðsíðu 39 er hálfvandræðalegur
kafli þar sem fjallað er um enska orðið
metaphysics og hvernig það orð er til-
komið, en sú umfjöllun á náttúrulega
ekki við um íslenska orðið frumspeki.
I þýðingunni eru einnig mörg nýyrði,
eða að minnsta kosti orð sem eru ný fyrir
mér. Má þar nefna gildisvísindi (27),
sjálfsfremd (278), formgerðarsinna
(359), lýsingakenningu Russells (319) og
fyrirbærahyggju (321). Öll þessi orð eru
góð og gild og eru að vinna sér sess í ís-
lensku heimspekimáli, en engu að síður
mætti fylgja hverju þeirra smá greinar-
gerð og helst enska orðið, ef lesandinn
þarf að fletta þessu orði upp í orðabók,
þar sem íslenska heimspekiorðabókin í
ritstjórn Erlends Jónssonar bíður enn
birtingar. Einnig koma á allmörgum
stöðum fyrir heimspekileg tækniorð eins
og hluthyggja og hughyggja (140) án
frekari útskýringa og er það vansi á inn-
gangsverki.
Hins vegar batna samræðurnar eftir
því sem líður á bókina, til dæmis er síð-
asta samræðan (við John Searle um
Wittgenstein) vel heppnuð og fræðandi
og á það sama við um samræðuna við
Bernard Williams um Descartes. Einnig
var ég ánægður með samræðuna við
Michael Ayers um Locke og Berkeley,
enda heldur Magee sig til hlés í þessum
samræðum. I samræðunni um Spinoza
og Leibniz fær Anthony Quinton að
njóta sín og er það ef til vill best heppn-
aða samræðan og sú sem mér fannst
áhugaverðust, enda veit ég ekki mikið
um þá kumpána.
Ég hef ekki séð upprunalegu sjón-
varpsviðtöhn, en ég get vel gert mér í
hugarlund að þau séu, að minnsta kosti
sum hver, lífleg og skemmtileg. En því
miður er þessi samræðubók ekki nógu
h'fleg, þó að hún skáni þegar á líður. Ef
bókin væri endurútgefin með lagfærðri
þýðingu og skýringartextum gæti hún
orðið til fyrirmyndar, en ég er ekki nógu
ánægður með þessa útgáfú Hins íslenska
bókmenntafélags. Það eru margir kostir
á bókinni, þær samræður sem best takast
eru mjög góðar og fræðandi, flestar sam-
ræðurnar eru nokkuð lifandi, þó að
Magee einoki sumar óþarflega mikið.
Því miður eru fyrstu samræðurnar slak-
astar og lá við að mér féhust hendur þeg-
ar ég byrjaði að lesa bókina, en sem bet-
ur fer vinnur bókin á og fer batnandi
með hverri samræðu.
Pétur Gauti Va/geirsson
Markmið og heimspekisaga
Um Sögu heimspekinnar eftir Bryan
Magee. Þýðandi Róbert Jack. Mál og
menning, 2002. 240 bls.
Fyrstu kynni mín af Sögu heimspekinnar
eftir Bryan Magee voru þau að ég rak
augun í verkið þar sem það lá á náttborði
föður míns. Eg man ekki nákvæmlega