Hugur - 01.06.2004, Side 293
Ritdómar
291
Til dæmis hef ég ekki græna glóru um
hvernig mynd á blaðsíðum 92 til 93 á að
hjálpa lesandanum að átta sig á frum-
speki Spinoza. Síðasta atriðið sem mig
langar til að röfla yfir er hvernig hugtak-
ið „framfarir" kemur gjarnan fýrir í text-
anum án þess að það sé skýrt nánar. Það
að heimspekin sé í framför er vægast sagt
umdeilt og hlýtur að krefjast ítarlegrar
umfjöllunar. Jú, svo er eitt atriði að lok-
um. Hugtakalistinn í lok bókarinnar er
furðulega ómarkviss þar sem hann hefði
getað verið einn helsti fengur hennar.
Hvers vegna ekki að láta það fylgja með
hvaða erlendu orð íslensku hugtökin
standa fyrir og hví fá mikilvæg hugtök á
borð við „nafnhyggja" og „hluthyggja"
ekki að fylgja með, þegar mikið hefiir
verið gert úr muninum á þeim í megin-
máli?
Þá hef ég lokið mér af með smáatrið-
in. Heimspekileg og tæknileg atriði um
sögu heimspekinnar standa eftir. Og
plássið sem ég hef hér að neðan mun
ekki gefa mikið rúm fyrir þau. Eitt atriði
sem mætti þó nefna er spurningin hvort
saga heimspekinnar sé saga heimspek-
inga. Stundum virðist mér nefnilega að
Magee hefði frekar átt að kalla verkið Af
heimspekingum eða eitthvað álíka. Þetta
er þó ekki algilt og í raun sleppur hann
bærilega frá því að lokum að einskorða
kafla um of við einstaka heimspekinga.
Vandamálið stendur þó eftir hvort saga
heimspekinnar sé ekki fremur saga
ákveðinna hugmynda og röksemda. Þeg-
ar leið Magees er vahn lenda frumspeki,
þekkingarfræði, siðfræði, heimsfræði og
margar fleiri greinar í einum allsherjar
hrærigraut. Höfundurinn reynir að
greiða aðeins úr þeim graut með því að
skipta verkinu niður í tímabil og stefnur.
Þetta er svo sem hefðbundin leið en
vandinn við hana er að finna þarf upp-
hafspunkta sem getur verið æði erfitt að
treysta á til þrautar. Sá sem notast við þá
þarf að vera tilbúinn að gera ráð fyrir þó
nokkrum fyrirvörum með val þeirra. Til
dæmis myndi ég ekki samþykkja hefð-
bundin sjónarmið um sögulegt mikil-
vægi Descartes og Kant, eins og Magee
gerir - en svoleiðis sérviska á kannski
ekki heima í verki af þessu tagi.
En hér er ég komin að helsta vanda
verksins. Hvað á ég við með „verki af
þessu tagi“? Það sem kannski truflar mig
meira en nokkuð annað við Sögu heim-
spekinnar er að maður þarf að geta sér til
um markmið verksins. Maður fer að gera
ráð fyrir alls konar fyrirvörum sem Mag-
ee hefur ekki fyrir að nefna, s.s. að pláss-
leysi hafi hindrað hann í að nefna
mikilvæga hlekki í þróun einstakra hug-
mynda. Það er þetta kæruleysi við heim-
spekisöguritun sem er svo dæmigert.
Saga heimspekinnar hefur að geyma inn-
gang og lokaorð sem hefðu getað verið
(og ættu að vera) svo miklu áhugaverðari
textar. Hvers vegna notar Magee þá ekki
til þess að gera lesandanum grein fyrir
takmörkunum þessa verks? Hvar eru all-
ir varnaglarnir sem lesandinn ætti að
hafa í huga? Hvert er markmið verksins?
Eg er kannski fiill íhaldssamur gagn-
fynandi er mér finnst ekki hægt að
dæma verk nema hafa í huga hvernig út-
færslan stendur gagnvart markmiðinu. I
þessu tilfelli átta ég mig varla á þessum
tengslum. Það eina sem hægt er að vísa í
eru orð útgáfiinnar á bókarkápu þar sem
verkinu (og þá væntanlega markmiði
þess) er lýst sem „víðtæku“, „skarp-
skyggnu", „skýru“, „greinargóðu",
„ómissandi“ og skrifúðu af „djúpstæðri
virðingu“. Hvergi er minnst á takmark-
anir þess. Allt er rétt og engu sleppt að
því er virðist.
Undir fyrirsögninni „Afburðafræði-
maður“ segir Magee svo frá: „Kant var
fyrsti merki heimspekingurinn frá því á
miðöldum sem hafði lifibrauð sitt af
fræðimennsku. Eftir hans daga þótti það
ekki markvert að mikill heimspekingur
væri háskólakennari, en enginn hafði ver-
ið það á undan honum og margir sem á
eftir honum komu voru það ekki heldur."
(132) Nú, þetta er einfaldlega kolrangt.
Christian Wolff var allt þetta rúmri kyn-
slóð á undan Kant. Líklega hafði pabbi
rétt fyrir sér eftir allt saman. Magee hefði