Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 294
292
Ritdómar
betur minnst á Wolff. Ég verð bara að
muna að segja pabba frá því - og þar er ég
kominn með skýrt markmið.
Henry Alexander Henrysson
Skegg gerir mann ekki að heimspekingi
Sigríður Dúna Kristsmundsdóttir
(ritstj.): Björg. Verk Bjargar C. Þorláksson.
JPV útgáfa 2002. 343 bls.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Björg.
Ævisaga Bjargar C. Þor/áksson. JPV út-
gáfa 2001. 322 bls.
Eftir að hafa lesið bækurnar tvær um
Björgu C. Þorláksson, ævisögu (Æ)
hennar og greinasafnið um verk (V)
hennar get ég ekki annað en spurt mig
sömu spurningar og Jón Dúason frændi
Bjargar spurði samtímamenn hennar
þegar hún lá á dánarbeðinu; „Hvers
vegna gleymduð þið Björgu?“ (Æ 322)
Ég stilli bókunum upp hlið við hlið á
skrifborðinu mínu og virði myndirnar af
henni fyrir mér eins og þær hefðu svarið
að geyma. A meðan ég dáist að því
hversu fallegar þessar bókakápur eru
svona hvítar og friðsamlegar og hún
svona góðleg og pen, verður mér litið
upp á vegg þar sem myndin af spekingn-
um mínum eftir Hundertwasser hangir.
Hann er í rauðum jakkafötum og með
bláan hatt. Stóru augun bera vott um
stóra drauma, löngunina til að láta þá
rætast og viljann til að láta eitthvað eftir
sig hggja. Hann togar í mjótt yfirvara-
skeggið eins og til að undirstrika frum-
leika hugsunar sinnar. Spekingurinn
þráir að hefja sig yfir meðalmennskuna,
vonar að hann sé frábrugðinn og gæddur
einhverjum sérstökum hæfileika, sé jafn-
vel haldinn snilligáfú eins og sumir eru
haldnir sjúkdómi. Um leið er hann skop-
legur því hann þykist vera annað og
meira en hann er. Það er eitthvað svo
pínlegt að halda að með því að humma
og toga í yfirvaraskeggið verði maður að
spekingi. Spekingurinn minn hangir upp
á vegg hjá mér, ekki aðeins til þess að
minna mig á þrá mannsins eftir þekk-
ingu, heldur ennfremur til að minna mig
á umbúðirnar sem þekkingunni er svo
oft pakkað í og áhrifin sem sá búningur
hefúr þegar gildi hennar er metið. Það er
ekki sama hver segir hlutina.
Björg C. Þorláksson var langt á undan
sínum samtíma er varðar hlutverk og
stöðu kvenna. Hún stóð hins vegar jafn-
fætis samferðamönnum sínum hvað
þekkingu og atgervi snerti en sú þekking
var ekki í réttu umbúðunum. Lífshlaup
Bjargar ber vott um stöðu hennar milh
tveggja heima, kvennaheimsins sem hún
yfirgaf og karlaheimsins sem hún fékk
aldrei inngöngu í. Þögnin var alltum-
lykjandi fræðimennsku hennar þrátt
fyrir þrautseigju og afköst.
Bókin um verk Bjargar er löngu tíma-
bær og aðdáunarvert að Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir skyldi dusta rykið af
verkum Bjargar og finna þeim þann stað
og þá umfjöhun í fræðasamfélaginu sem
hún fékk ekki á sínum tíma. Greinasafn-
ið spannar breytt svið þar sem verkum
Bjargar sjálfrar er fléttað saman við um-
fjaUanir fræðimanna um verkin. Helga
Kress fjallar um skáldskap og þýðingar
Bjargar, Inga Þórsdóttir um næringar-
fræði hennar, Sigríður Dúna um hug-
myndir Bjargar um kvenréttinda- og
þjóðfélagsmál, Bryndís Birnir um lífeðl-
isfræðina, Steindór J. Erlingsson um
sögulegan bakgrunn lífþróunarhug-
myndanna, Annadís Gréta Rúdólfsdótt-
ir um sálfræðina og Sigríður Þorgeirs-
dóttir um heimspeki Bjargar. Þessar
fléttur fara ágætlega saman og bókin
verður aðgengileg fyrir vikið.
Líkt og verk fjölmargra merkra
fræðimanna er margt sem Björg skrifaði
á sínum tíma orðið úrelt í dag. Greina-
höfúndum tekst vel til við að varpa ljósi
á hugmyndir hennar með því að kynna
lesandanum þá strauma sem ríktu í
hugsun og fræðum hennar samtíma.
Onnur verk Bjargar lifa enn góðu lífi:
skáldskapur er að sjálfsögðu tímalaust
fyrirbrigði, framlag hennar til
kvennabaráttunnar hefur sögulegt gildi
eins og ævi hennar öll og tilraun henn-