Hugur - 01.06.2004, Page 296
294
Ritdómar
orsritgerð Bjargar sem hún lauk frá Par-
ísarháskóla árið 1926. Dómur heim-
spekiprófessorsins hefst á þessa leið: „Nú
er þá þessi doktorsritgerð frú Bjargar
Þorláksdóttur, sem hún hefiir verið að
semja síðustu árin komin á prent“. Síðan
segir hann frá efni ritgerðarinnar en
dregur hvorki fram það sem honum þyk-
ir áhugavert né vill hann finna að. Eini
dómurinn sem hann fellir um ritgerðina
er að hún sé „ljóst og skilmerkilega skrif-
uð“ (Æ 250).
Ekki finnast neinar heimildir um að
heimspeki Bjargar hafi fengið umfjöllun
fyrr en Kristín Þóra Harðardóttir skrif-
aði BA ritgerð við heimspekiskor um
þróun samúðarinnar í heimspeki Bjargar
árið 1996, sjö áratugum eftir ritdóm
Agústs. Það er síðan ekki fyrr en fyrsti
kvenheimspekingurinn, Sigríður Þor-
geirsdóttir, er ráðinn við Háskóla Islands
sem heimspeki Bjargar fær frekari rann-
sókn og umijöllun og er inngangur
hennar að heimspeki Bjargar birtur í
þessu greinasafni. Það hlýtur að sæta
furðu að ekki hafi verið fjallað meira um
heimspeki Bjargar en raun ber vitni, sér-
staklega í ljósi þess að Guðmundur
Finnbogason hafði skrifað bók sína
Hugur og heimur um tengt efni nokkrum
árum áður og Björg ritdæmt verkið (Æ
142). Það hefði því verið nærtækt að ein-
hver opinber rökræða hefði farið fram
þeirra á milli eða þá að einhvers konar
samanburður hefði verið gerður á fræð-
um þeirra. Ekki er auðvelt að geta sér til
um ástæður þess svona löngu seinna
enda erfitt að segja eitthvað um það sem
ekki hefur verið sagt.
Eg velti því fyrir mér hvaða áhrif
tómlæti fræðasamfélagsins hefur haft á
sjálfskilning fræðimannsins og heim-
spekingsins Bjargar. I heimspeki er gildi
rökræðunnar í hávegum haft. Það er
mikilvægt að menn geti komið sjónar-
miðum sínum og hugmyndum fram á
skiljanlegan máta til þess að hægt sé að
meta þau rök sem liggja þeim til grund-
vailar. Viðtökur þeirra sem setja sig inn í
málefnin með því í fyrsta lagi að leggja
sig fram við að skilja rök viðmælandans,
síðan að tileinka sér þau og síðast að
gagnrýna þau, eru gagnlegar viðkomandi
sem getur svarað þeim spurningum sem
vakna og heyrt önnur sjónarmið. Þessi
heimspekilega rökræða getur bæði
skerpt á rökunum eða valdið því að þau
hrynja til grunna. Björg hlustaði á sam-
ferðamenn sína og lagði sig fram við að
skilja rök þeirra. Hún tók þátt í rökræð-
unni af einlægni og þekkingarþrá en þeir
önsuðu henni engu. Hin röklega sam-
ræða er vafalaust eitt af því sem ýtir
fræðimanninum út á ystu nöf sinnar
mannlegu getu í leit sinni að þekking-
unni og þannig vex hann og dafnar.
Hefði Björgu verið andmælt sem jafn-
ingja hefði það gefið henni færi á að
svara, sem hefði undirstrikað það að hún
hefði haft eitthvað til málanna að leggja.
Hefði hún fengið jákvæða dóma hefði
það hvatt hana áfram.
Ekki er ég nær um það hvers vegna
Björg gleymdist, en viðbrögðin gagnvart
framlagi hennar til fræðimennskunnar
segja að mínu mati meira um það hversu
litla virðingu menn báru fyrir þessari
ftxð'úonu heldur en eitthvað um það
sem hún hafði að segja.
Vera kann að þessi viðbrögð manna
séu til komin af því að Björg var svo
langt á undan samtíma sínum, bæði hvað
varðar stöðu kvenna og framlag hennar
til þeirra þátta samfélagsins sem ekki til-
heyrðu hennar sviði sem konu. Ef til vill
þótti mönnum óþægilegt að kona skyldi
ráðast inn á þeirra athafnasvið eða
kannski vildu menn sýna henni tillitsemi
með því að vera ekki of harðir við hana í
rökræðum og þegja frekar.
Víst er að umbúðir þekkingarinnar,
það er að segja ftxðikonan sjálf, höfðu
ekki til að bera þann trúverðugleika sem
þurfti til að mark væri á þekkingunni
takandi og það hefiir átt þátt í því að hún
var þögguð í lifanda lífi og verk hennar
gleymd eftir að hún var látin. En ef það
er svo að það sé ekki sama hver segir
hlutina, ef við þurfurn að vera í ákveðn-
um búningi til þess að á okkur sé hlust-