Hugur - 01.06.2004, Page 297
Ritdómar
295
að, hvers virði er þá dómgreind okkar og
hver er sá dómur sem greinir á milli þess
sem vit er í og hins sem er vit-laust?
Rykinu heíiir verið dustað af heimspeki
Bjargar og vona ég að það verði til þess
að verk hennar fái frekari umfjöllun. Að
mínu mati á hún erindi til íslenskra
heimspekinga og er um leið ómissandi
þáttur í íslenskri heimspekisögu, þó ef-
laust eigi einhverjir „spekingar“ eftir að
humma og toga í yfirvaraskeggið yfir
henni nú eins og þá.
Þóra Sigurðardðttir
Sannleikann eða lífið
Þorvarður Hjálmarsson: Sjávarsó/in og
kuldinn í kirkjunni. Hið íslenska bók-
menntafélag 2002. 112 bls.
I bók sinni Sjávarsólin og kuldinn íkirkj-
unni vitnar Þorvarður Hjálmarsson í for-
mála Albert Camus að enskri þýðingu á
Utlendingnum þar sem Camus sér höf-
uðpersónu bókar sinnar, Meursault,
blindaðan af ástríðu eftir því eina og
sannleikanum sjálfum, sannleikanum
um það hver við erum og skynjun okkar
á heiminum. Camus bætir því við að
hann hafi reynt að kynna Meursault sem
þann eina Krist sem við eigum skihð.
Það er einmitt út frá þessum málsgrein-
um sem Þorvarður skoðar Útlendinginn:
Hvað er það eina og sannleikurinn að
dómi Meursaults? Hvernig birtist það
skynjun hans á heiminum og á réttlæti
mannanna? Hvaða tilgangi þjóna krists-
myndir sögunnar? (11) Kenning Þor-
varðar er í stuttu máh sú að í Útlendingn-
um tefli Camus saman annars vegar
heiðindómi og náttúrulegri h'fsdýrkun,
sem er táknuð með sóhnni, og hins veg-
ar trúarbrögðum (10). Kuldinn í kirkj-
unni táknar trúarbrögðin og gildi samfé-
lagsins sem Meursault gengst ekki upp í
heldur er hann náttúrubarn og ham-
ingjusamastur í sjóböðum undir sólinni.
Þorvarður skoðar Meursault af tals-
verðri næmni, bæði sem einstakling og í
samskiptum hins heiðna náttúru-
dýrkanda við náttúruna og við aðra
menn. Fyrir honum er Meursault maður
sem leitar sannleikans, efast um æðri
gildi og spyr um merkingu hluta sem
öðrum þykja sjálfsagðir. Þorvarður
bendir réttilega á að réttarhöldin yfir
Meursault snúist í raun um það að hann
hafi brotið óskráð lög samfélagsins með
því að gráta ekki við jarðaför móður
sinnar en ekki um að hann hafi ráðið ar-
abann af dögum við ströndina (sem er
einn af fáum sögupersónum bókarinnar
sem er ekki nafngreindur). Meursault
skilur sekt sína en er tilbúinn að deyja
fyrir þann sannleika fremur en að ljúga
til um tilfmningar sínar (43, 78, 92-93).
Þorvarður gerir mikið úr skynjun
Meursaults á sólinni sem veitir höfuð-
persónunni vanalega gleði. Undantekn-
ing þar á er þó jarðarför móður hans og
atvikið þegar hann skýtur arabann, þá
verða hitinn og sólarbirtan þrúgandi.
Skynjun Meursaults á drápinu á araban-
um er fyrst og fremst upplifun á aðstæð-
unum: hitanum og sóhnni. Ákærandi
Meursaults sér málið allt öðrum augum
°g gengur út frá fyrirfram gefnum for-
sendum um rétt og rangt samkvæmt sið-
venjum og lögum. Þótt það komi e.t.v.
ekki skýrt fram hver skilningur Meur-
saults á réttlæti sé er ljóst að hann er á
skjön við afstöðu samfélagsins.
Sú niðurstaða Þorvarðar (og Camus)
að Meursault sé hinn eini Kristur sem
við eigum skilið byggir á þeirri túlkun að
Meursault hafni heiminum vegna þess
að mennirnir geri ekki greinarmun á sið-
venjum og réttlæti. Við réttarhöldin sé
sannleikurinn aukaatriði en Meursault
trúi hins vegar á sannleika sem hann er
tilbúin að deyja fyrir - þann sannleika
sem birtist honum í náttúrunni. Meur-
sault er mjög siðferðilega meðvitaður en
siðferði hans er ekki kristið: öfugt við
ákærendur hans er Guð ekki forsenda
siðferðis heldur er sannleikurinn í sjálf-
um sér mikilvægur. Þorvarður bætir því
við að Meursault svipti okkur voninni
um annan heim því lífið sjálft sé eini
raunveruleikinn. Þorvarður sér Meur-
sault ekki sem tilfmningalausan mann