Hugur - 01.06.2004, Page 298
296
Ritdómar
heldur mann sem neitar að ganga gegn
tilfinningum sínum og skynjunum (69).
I heildina er ég nokkuð sátt við Sjáv-
arsólina og kuldann í kirkjunni. Bókin er
ekki óþarflega löng - sem er sjaldséður
kostur á þessum síðustu og verstu tím-
um. Stíll Þorvarðar er lifandi, fremur
skemmtilegur og manni leiðist aldrei
lesturinn. Það er auðséð að Þorvarður
hefur ítarlega þekkingu á Utlendingnum
og hann kemur þeirri þekkingu vel til
skila. Hann hefiir rannsakað efnið vel og
tekst ágædega að svara þeim spurning-
um sem hann leggur út frá. Það er einn
af kostum bókarinnar að höfundurinn
heldur sig við það sem hann ætlar sér í
upphafi. Annmarki bókarinnar er að
mínu mati hins vegar sá að bókin er ekki
nægilega hnitmiðuð og skipulögð. Efn-
istök hvers kafla fyrir sig hefðu mátt vera
skýrari. Þorvarður á það stundum til að
vaða fram og til baka í stað þess að af-
greiða efnið. Meðal þess sem hefði mátt
betur fara er að stundum koma fyrir full-
yrðingar sem ég hefði viljað fá betur rök-
studdar, t.d. þegar hann heldur því fram
að hatursfullt samband nágranna Meur-
saults við hundinn sinn endurspegli
samband Meursaults og móður hans
(46). Túlkanir af þessu tagi eru athyglis-
verðar en þarfnast rökstuðnings ef sann-
færa á lesandann.
Agnes Sigtryggsdóttir
Heimspeki í lífsleiknikennslu
Guðrún Eva Mínervudóttir: Valur, heim-
spekilegar smásögur. Námsgagnastofnun,
2001. 72 bls.
Hreinn Pálsson: Valur, heimspekilegar
smásögur, kennarakver. Námsgagnastofn-
un, 2002. 62 bls.
Það er ekki mikil hefð fyrir heimspeki-
legri samræðu í íslensku samfélagi. Þetta
sést meðal annars á opinberri umræðu,
t.d. um stjórnmál og umhverfismál, sem
einkennist af sleggjudómum og árásum á
persónur frekar en yfirvegaðri athugun á
hugmyndum. Hinn almenni hlustandi
leggur ekki milda vinnu í að kynna sér
málefni, heldur verður fljótt þreyttur á
þrefinu og byggir afstöðu sína á yfir-
borðslegum þáttum eins og hollustu við
flokka eða óljósri tilfmningu fyrir mál-
efninu. Skortur á heimspekilegri sam-
ræðu sést líka þegar litið er inn í íslenska
grunnskóla þar sem lítil áhersla er lögð á
gagnrýna hugsun eða heimspekilegar
pælingar. Ég tel þennan skort slæman af
því að ég trúi því að einstaklingar og
samfélagið í heild geti þroskast og fund-
ið lífsfyllingu með því að taka þátt í
gagnrýninni samræðu um minni og meiri
málefni. Þetta er spurning um að vera
virkur í að móta persónulega afstöðu sína
og samfélagið sem við búum í, en láta
ekki lífið h'ða bara einhvern veginn hjá.
Hugmyndin um að stunda heimspeki
með börnum og unglingum byggir á
þessari afstöðu. Fullorðnir heimspeking-
ar hafa helst horft til barna í þeirri trú að
heimspekileg samræða undirbúi þau fyrir
virka þátttöku í lýðræðissamfélaginu og
veiti þeim tækifæri til að skilja betur til-
veru sína og félaganna. Undirliggjandi er
trúin á það að börn og unglingar hafi
áhuga á því að pæla og ræða saman.
Kennarar hafa horft til heimspekinnar
vegna aukins skilnings á því að börn læri
betur ef þau fái að pæla í viðfangsefnum
sínum og ræða um þau í hópi félaga.
Kennarar og heimspekingar víða um
heim hafa undanfarna áratugi þróað leið-
ir til að virkja börn í heimspekilegri sam-
ræðu. I Evrópu á þessi þróun rætur í ríkri
heimspekilegri hefð. I Ameríku má rekja
þróunina til Matthews Lipman, heim-
spekings sem í byrjun áttunda áratugar-
ins fór að þróa námsefni fyrir grunn-
skólabörn. Hér á Islandi var það Hreinn
Pálsson sem flutti inn hugmyndina um
að stunda heimspeki með skólabörnum í
byrjun 10. áratugarins. Hann stofnaði
Heimspekiskólann sem bauð upp á nám-
skeið fyrir börn og unglinga, byrjaði að
þjálfa kennara og þýða námsefni.
Nú er lítil sem engin starfsemi í
Heimspekiskólanum en áhugi á því að
stunda heimspeki með börnum lifir