Hugur - 01.06.2004, Side 299
Ritdómar
297
áfram, sérstaklega meðal leikskólakenn-
ara sem hafa um árabil fengið kynningu
á heimspekilegri samræðu í kennara-
námi sínu. Við kennaraháskólana eru af
og til skrifaðar ritgerðir á þessu sviði og
námskrár fyrir bæði leikskóla og grunn-
skóla eru nú opnari fyrir heimspekilegri
samræðu en áður var. Sérstaklega munar
þar um hina nýju námsgrein lífsleikni
sem ætlað er „... að efla alhliða þroska
nemandans. Það felur m.a. í sér að nem-
andinn geri sér far um að rækta með sér
andleg verðmæti, líkamlegt heilbrigði og
sálrænan styrk. Hann efli félagsþroska
sinn, siðvit og virðingu fyrir sjálfum sér
og öðrum. Auk þess verður leitast við að
styrkja áræði hans, frumkvæði, eðlislæga
sköpunargáfu og aðlögunarhæfni til að
takast á við kröfiir og áskoranir í daglegu
lífi.“ (Aðalnámskrá grunnskóla, lífsleikni,
Menntamálaráðuneytið, 1999, 6). Það er
augljós skörun á milli þessara markmiða
og réttlætingarinnar á heimspeki með
börnum. Það var því mjög ánægjulegt að
Námsgagnastofnum skyldi líta til heim-
spekinnar þegar hún fór að huga að út-
gáfii námsefnis fyrir lífsleiknina. Stofn-
unin hefur nú meðal annars gefið út
námsefnið sem hér verður til umfjöllun-
ar, heimspekilegu smásögurnar um Val.
Valur bætir að einhverju leyti úr
biýnum skorti á heimspekilegu námsefni
fyrir grunnskólanemendur. Eina náms-
efnið sem hefiir verið í boði fyrir þetta
skólastig eru þýðingar Hreins Pálssonar
á námsefni eftir Lipman (sjá t.d. M.
Lipman. Uppgötvun Ara. Hreinn Páls-
son þýddi. Heimspekiskólinn 1991 og
Lipman/Sharp/Oscanyan. Heimspekiaf-
ingar, kennsluleiðbeiningar með Uppgötv-
un Ara. Heimspekiskólinn. 1991), og
Hugsi, um röklist og lífsleikni eftir Matth-
ías Viðar Sæmundsson og Sigurð
Björnsson (Námsgagnastofnun. 2000).
Þeir sem hafa kynnt sér heimspeki með
börnum og notað námsefni Lipmans
ættu að kannast við uppsetninguna á
Vali. Nemendur fá í hendur sögur þar
sem aðalpersónurnar eru krakkar á þeirra
aldri sem ræða saman og pæla í margvís-
legum fyrirbærum. Kennarar fá í hendur
leiðbeiningar um hvaða viðmið sé gott
að hafa í huga til að stjórna samræðunni
og þróa hana áfram. I kennsluleiðbein-
ingunum eru líka spurningalistar sem
sýna hvernig hægt er að vinna úr ýmsum
af þeim hugmyndum sem fram koma í
sögunum.
I Vali virðist ekki vera neitt sérstakt
skipulag á því hvernig hugmyndir úr
smiðju heimspekinnar eru framreiddar
en það er enginn skortur á heimspeki-
legum umfjöflunarefnum og þau eru
kynnt á einfaldan og athygflsverðan hátt.
Hver kafli hefur ákveðið meginþema en
mifli kaflanna eru lausleg tengsl, farið
lengra inn í svipað efni eða nýjar hug-
myndir tengdar því sem áður var til um-
fjöllunar. Meðal þeirra hugtaka sem
smásögurnar kynna til sögunnar eru
tungumálið, eignarhald, guð, kurteisi,
tíminn, hugsunin, draumar og raunveru-
leiki. Mín reynsla hefur verið sú að nem-
endur á aldrinum 11-15 ára eigi auðvelt
með að draga fram heimspekilegu
spurningarnar í sögunum og vinna úr
þeim í eigin samræðu. Höfundi smá-
sagnanna, Guðrúnu Evu Mínervudóttur,
hefur tekist að tína til pæflngar sem
höfða til íslenskra unglinga. Þetta er
mikill kostur við námsefnið og ætti að
auðvelda kennurum notkun þess. Annar
kostur, frá sjónarhóli kennara, er hversu
lauslega tengdir kaflarnir eru. Það er
hægt að hoppa á milfl kafla án þess að
hafa áhyggjur af söguþræði og þetta ger-
ir kennaranum kleift að nota þá kafla
sem nemendur hafa áhuga á hverju sinni
frekar en að vera bundinn af framvindu
sem námsefnið ákveður.
Sögurnar um Val gefa á ýmsan hátt
fyrirmynd að samræðu eins og þeirri sem
nemendur þurfa að tileinka sér. Valur
tekur hugmyndir og veltir þeim fyrir sér,
annað hvort í eigin huga eða með hjálp
mömmu sinnar, Steingerðar. I síðustu
köflunum bætast fleiri persónur inn í
samtöfln. I persónum Vals og Steingerð-
ar má bæði sjá vilja til að rannsaka hið
óskýra og pirringinn sem upp getur