Hugur - 01.06.2004, Page 300
298
Ritdómar
komið þegar maður finnur að hugmynd-
ir manns eru gagnrýndar. Þessir þættir
togast stöðugt á í raunverulegri samræðu
og mikilvægt að nemendur fái innsýn í
það hvernig hægt sé að bera virðingu
fyrir eigin hugmyndum um leið og mað-
ur heldur huganum opnum og hlustar á
aðra, hvort sem þeir eru sammála eða
ekki. I sögunum sést þetta samspil vel í
samtölum Vals og Steingerðar en eftir
getur staðið spurningin um hvort svipað
samspil geti átt sér stað í nemendahópi
eins og þeim sem á að ræða saman í
skólastofiinni. Það veltur á kennaranum
að koma nemendum á rétt spor og sýna
þeim að þeir geti haft gaman af pæling-
um og samtölum eins og Valur þótt þeir
muni ekki allir samsama sig persónu
Vals sem er lýst sem sérlega gáfiiðum
syni einstæðrar móður. Eg tel þetta
helsta ókost námsefnisins, að sjónarhorn
á hugmyndir einskorðast við hugmyndir
Vals og Steingerðar, en í skólastofimni
þarf að fást við mörg sjónarhorn nem-
enda með ólíkan bakgrunn og ólík
áhugasvið. I raunveruleikanum verða
samtölin talsvert flóknari en sést í sög-
unum um Val.
Það eru nokkrir minniháttar gallar á
sögunum. Svo virðist sem köflum um
„líkingar" og „smæsta og stærsta“ hafi
verið raðað vitlaust inn þar sem Valur
rifjar upp útskýringu sína á minnstu ein-
ingunum á bls. 48, en útskýringin kemur
ekki fram fyrr en á bls. 51. Þessi umfjöll-
un um minnstu efniseiningarnar er líka
skrítin að því leyti að hugtakið öreind er
notað yfir eininguna sem kölluð er frum-
eind í efnafræðinni sem nemendur gætu
verið að læra á sama tíma. Slíkur hug-
takaþvælingur gæti laðað fram athyglis-
verðar spurningar en mér þykir líklegra
að hann bjóði heim óþarfa ruglingi um
atriði sem ætlast er til að nemendur til-
einki sér á ákveðinn hátt. Önnur hugtök
sem notuð eru í sögunum, t.d. neo-plast-
iskur expressionismi, kommúnisti og heim-
speki, eru skilin eftir í lausu lofti án þess
að skýra þau eða sýna mikla umræðu um
þau. Eg tel þetta samt ekki ókost á
námsefninu. Þegar hugtökum af þessu
tagi er varpað svona fram verða nemend-
ur oftar en ekki forvitnir um þau og þá
gefst þeim tækifæri til að gera eigin
rannsóknir á þeim. Slíkar rannsóknir
geta gefið samræðunni í kennslustund-
um meiri fyllingu og merkingu og því
ætti að hvetja kennara til að nýta slík
tækifæri.
Þegar litið er yfir smásagnasafnið er
ljóst að það býður nemendum til sam-
ræðu um hugtök sem hjálpa þeim að
skilja sjálfa sig, félaga sína og umhverfi
sitt. En sögurnar einar sér búa ekki til
samræðu meðal nemenda og því er mik-
ilvægt að huga að því hvernig kennslu-
leiðbeiningar Hreins Pálssonar styðja
kennara í notkun á efninu. Islenskir
kennarar hafa flestir litla sem enga
reynslu af heimspeki eða gagnrýninni
samræðu og finnst mörgum erfitt að
halda uppi umræðum meðal nemenda.
Það er í raun ekki hægt að ætlast til þess
að kennsluleiðbeiningar bæti fúllkom-
lega upp þetta reynsluleysi, en með til-
sögn ættu þær að nýtast kennurum sem
eru að feta sín fyrstu spor mjög vel.
Leiðbeiningarnar sem Hreinn tók
saman samanstanda af tveim meginhlut-
um: inngangi sem gefur kennurum al-
menna innsýn í kennsluaðferðir barna-
heimspekinnar og hagnýt ráð um
tilhögun kennslustunda, og síðan eru æf-
ingar í formi spurningalista sem geta
hjálpað kennurum að dýpka samræðu
nemenda um mörg af þeim hugtökum
sem fram koma í smásögunum. Inn-
gangskaflinn hefúr áður birst í greina-
safninu „Hvers er siðfræðin megnug?“
(Jón Kalmansson (ritstj.), Hvers er sið-
frœðin megnug? Siðfræðistofnun og Há-
skólaútgáfan. 1999: 15-35) og er að
mestu leyti óbreyttur frá þeirri útgáfu.
Þó hefur Hreinn aðlagað textann að
samhenginu og tekur dæmi úr Vali þar
sem hann tók áður dæmi úr námsefni
Lipmans (sjá bls. 10 -13 í kennsluleið-
beiningunum samanborið við bls. 20-23
í greinasafninu). Þessi aðlögun hefúr þó
ekki verið unnin nógu vel því seinna í