Hugur - 01.06.2009, Side 29

Hugur - 01.06.2009, Side 29
Um feminíska gagnrýni á kanónu og menningu heimspekinnar 27 goðsögn heimspekinnar gerir ráð fyrir), skapa vettvang þar sem konur og heim- spekingar úr minnihlutahópum eru í meirihluta, skapa rými þar sem femínísk heimspeki og heimspeki mismunar er virt og nýta sér þau keríi innan skólans sem styðja við slíka viðleitni. Le Doeuffbendir á að konum vegni oft betur í heimspeki í vinnuhópum, og ég get tekið undir að það getur verið mjög gefandi og árang- ursríkt að vinna í rannsóknateymi. Einnig þarf að huga að kennsluefni inngangs- námskeiða í heimspeki. Mér finnst vont til þess að hugsa að kvennemendur mæti því sama og ég þegar ég hóf mitt heimspekinám, nefnilega að halda að það væru ekki til kvenheimspekingar frá fyrri tímum og að horfa bæri framhjá kvenfyrir- litningu heimspekihefðarinnar vegna þess að hún hefði að endingu ekkert með mannskilning heimspekinnar að gera. Það er heldur ekki æskilegt fyrir karlnem- endur. Þögn um þessi mál er fíllinn í kennslustofum inngangsnámskeiða í heim- speki sem enginn minnist á. Það sést best með eftirfarandi hugsunartilraun: ímyndum okkur að við byggjum við mæðraveldishefð þar sem kerfisbundið væri þagað um kynjahugmyndir textanna, ekki væri minnst á karlheimspekinga, og viðmiðin fyrir skilninginn á „manninum" væru hugmyndir um konur/mæður, sem upphefja ákveðna „kvenmannlega" eiginleika á kostnað karla. Fyrir nokkrum árum var gerð úttekt við námsbraut í heimspeki sem hafði þann tilgang að kortleggja kennsluefni inngangsnámskeiða í þeim tilgangi að kanna hvort þar væru hugsanlegar skaranir eða gloppur í kennsluefni sem þyrfti að bæta úr. Skýrsluhöfundarnir, þau Þórdís Helgadóttir og Björn Þorsteinsson, gerðu út- tekt á námskeiðum m.a. með tilliti til meginspurninga helstu undirsviða heim- spekinnar og heimspekisögulegra sjónarmiða.26 Hvað snertir þær spurningar sem hér eru til umfjöllunar þá sýndi úttektin að kennsluefni í nokkrum inngangs- námskeiðum hafði verið uppfært til að bregðast við femínískri gagnrýni og er það vel. I úttektinni voru í því samhengi nefnd dæmi um verk kvenheimspekinga og kennsluefni til að ræða kvenfyrirlitningu í klassískum kenningum, til að auka vit- und um hvernig hún hefur haft áhrif á leiðandi gildi og viðmið innan kanónu heimspekinnar.27 Abendingar af þessu tagi sæta stundum þeirri gagnrýni að gerð sé atlaga að akademísku frelsi og verið sé að skipa kennurum fyrir um hvað þeir „eigi“ að kenna. Þetta er mikill misskilningur vegna þess að slíkar ábendingar eiga fyrst og fremst að vekja til vitundar um þær rannsóknir sem hafa verið gerðar frá sjónarhorni femínisma og margbreytileika. Að baki slíkri gagnrýni býr að mínum dómi oft sú ranghugmynd að femínísk viðhorf í kennslu heimspeki hljóti að jafn- gilda hugmyndafræðilegri innrætingu og að heimspeki sé, að þeirri femínfsku undanskilinni, almennt laus við hugmyndafræði og hlutdrægni. Þá er oftar en ekki gengið út frá annarri ranghugmynd, nefnilega þeirri að hin hefðbundnu heim- spekilegu viðhorf um „manninn" séu algild og kyn(hlut)laus. Öll heimspekileg afstaða byggir á misjafnlega meðvituðum eða ómeðvituðum gildum um mennsku, 26 Björn Þorsteinsson og Þórdís Helgadóttir, „Úttekt á grunnnámskeiðum í heimspekiskor árin 2003-2006“, unnin fyrir heimspekiskor H.l. vorið 2006. 27 Við heimspekideild Macquarie University í Sydney í Ástralíu er um þessar mundir verið að búa til gagnagrunn með greinum kvenheimspekinga sem nota mætti í kennslu inngangs- námskeiða í heimspeki.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.