Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 29
Um feminíska gagnrýni á kanónu og menningu heimspekinnar
27
goðsögn heimspekinnar gerir ráð fyrir), skapa vettvang þar sem konur og heim-
spekingar úr minnihlutahópum eru í meirihluta, skapa rými þar sem femínísk
heimspeki og heimspeki mismunar er virt og nýta sér þau keríi innan skólans sem
styðja við slíka viðleitni. Le Doeuffbendir á að konum vegni oft betur í heimspeki
í vinnuhópum, og ég get tekið undir að það getur verið mjög gefandi og árang-
ursríkt að vinna í rannsóknateymi. Einnig þarf að huga að kennsluefni inngangs-
námskeiða í heimspeki. Mér finnst vont til þess að hugsa að kvennemendur mæti
því sama og ég þegar ég hóf mitt heimspekinám, nefnilega að halda að það væru
ekki til kvenheimspekingar frá fyrri tímum og að horfa bæri framhjá kvenfyrir-
litningu heimspekihefðarinnar vegna þess að hún hefði að endingu ekkert með
mannskilning heimspekinnar að gera. Það er heldur ekki æskilegt fyrir karlnem-
endur. Þögn um þessi mál er fíllinn í kennslustofum inngangsnámskeiða í heim-
speki sem enginn minnist á. Það sést best með eftirfarandi hugsunartilraun:
ímyndum okkur að við byggjum við mæðraveldishefð þar sem kerfisbundið væri
þagað um kynjahugmyndir textanna, ekki væri minnst á karlheimspekinga, og
viðmiðin fyrir skilninginn á „manninum" væru hugmyndir um konur/mæður, sem
upphefja ákveðna „kvenmannlega" eiginleika á kostnað karla.
Fyrir nokkrum árum var gerð úttekt við námsbraut í heimspeki sem hafði þann
tilgang að kortleggja kennsluefni inngangsnámskeiða í þeim tilgangi að kanna
hvort þar væru hugsanlegar skaranir eða gloppur í kennsluefni sem þyrfti að bæta
úr. Skýrsluhöfundarnir, þau Þórdís Helgadóttir og Björn Þorsteinsson, gerðu út-
tekt á námskeiðum m.a. með tilliti til meginspurninga helstu undirsviða heim-
spekinnar og heimspekisögulegra sjónarmiða.26 Hvað snertir þær spurningar sem
hér eru til umfjöllunar þá sýndi úttektin að kennsluefni í nokkrum inngangs-
námskeiðum hafði verið uppfært til að bregðast við femínískri gagnrýni og er það
vel. I úttektinni voru í því samhengi nefnd dæmi um verk kvenheimspekinga og
kennsluefni til að ræða kvenfyrirlitningu í klassískum kenningum, til að auka vit-
und um hvernig hún hefur haft áhrif á leiðandi gildi og viðmið innan kanónu
heimspekinnar.27 Abendingar af þessu tagi sæta stundum þeirri gagnrýni að gerð
sé atlaga að akademísku frelsi og verið sé að skipa kennurum fyrir um hvað þeir
„eigi“ að kenna. Þetta er mikill misskilningur vegna þess að slíkar ábendingar eiga
fyrst og fremst að vekja til vitundar um þær rannsóknir sem hafa verið gerðar frá
sjónarhorni femínisma og margbreytileika. Að baki slíkri gagnrýni býr að mínum
dómi oft sú ranghugmynd að femínísk viðhorf í kennslu heimspeki hljóti að jafn-
gilda hugmyndafræðilegri innrætingu og að heimspeki sé, að þeirri femínfsku
undanskilinni, almennt laus við hugmyndafræði og hlutdrægni. Þá er oftar en ekki
gengið út frá annarri ranghugmynd, nefnilega þeirri að hin hefðbundnu heim-
spekilegu viðhorf um „manninn" séu algild og kyn(hlut)laus. Öll heimspekileg
afstaða byggir á misjafnlega meðvituðum eða ómeðvituðum gildum um mennsku,
26 Björn Þorsteinsson og Þórdís Helgadóttir, „Úttekt á grunnnámskeiðum í heimspekiskor árin
2003-2006“, unnin fyrir heimspekiskor H.l. vorið 2006.
27 Við heimspekideild Macquarie University í Sydney í Ástralíu er um þessar mundir verið að
búa til gagnagrunn með greinum kvenheimspekinga sem nota mætti í kennslu inngangs-
námskeiða í heimspeki.