Hugur - 01.06.2009, Síða 148

Hugur - 01.06.2009, Síða 148
146 Gabriel Malenfant nokkurs konar virkni af minni hálfu - Hinn gerir vart við sig í sjálfsveruleika mínum og kallar á mig að svara sér. Frelsi mitt til að velta vöngum, taka ákvarðanir og, að lokum, til að aðhafast veltur þannig á þessum upprunalegu siðfræðilegu tengslum sem öll afbrigði ábyrgðarinnar eru sprottin af; og þar er komin ástæða þess að ábyrgðin er einkenni siðfræðinnar, sem er upprunaleg og fer á undan, en frelsið er hins vegar einkenni verufræðinnar, sem er afleidd og kemur á eftir. Þannig má segja að rökleg yfirvegun um „ætlanir" eða „hámarkshamingju sem flestra“ sé vissulega möguleg, en hún sé þó ekki af toga siðfræði í skilningi Levinas. í hans augum er siðfræðin ekki „yfirvegun" (frjáls athöfn) heldur dæmi um tengsl (fyrirbæri) sem fer ísenn á undan vangaveltum um einingar sem greina má að með beitingu skynseminnar (tilvist óh'kra „sjálfsvera") og ákvarðanatöku. Með öðrum orðum standa ég og Hinn í tengslum áður en skynsemisgáfa okkar getur komið til og dregið okkur út úr þessum tengslum og greint okkur síðan að sem sjálfsverur, aleindir (mónöður) eða þarverur (Dasein). Þannig lítur Levinas svo á að veran komi á eftir tengslunum og verufræðin á eftir frumspekinni.4 Þegar leitað er skilnings á því hvernig hið góða er mögulegt er ekki nægilegt að spyrja sig „hvað ber mér að gera?“ eða láta í té viðeigandi svar við þeirri spurningu með það fyrir augum að gera eitthvað sem telst gott. Viðfangsefni siðfræðinnar eins og Levinas sér hana fyrir sér felur í sér að spurt er að sjálfum uppruna umræddrar spurningar (eða upprunaleysi hennar), og greiningin á þeirri spurningu hverfist um þrjá þætti eins og Bettina Bergo hefur bent á:5 yfirstigið [ia transcendance] (eða yfir-uppstigið [la trans-ascendance]), tilvistina og hina mannveruna. Síðar í greininni víkjum við aftur að þessum þremur lykilstefjum og skilningi Levinas á verufræðinni. En af hverju eigum við yfirhöfuð að tala um siðfræði sem „fyrstu heimspeki“ þegar raunin er sú að frá dögum Grikkja hefur verufræðin - sem þá er skilin sem frumspeki en ekki skihn frá henni eins og Levinas gerir — setið í þessu heiðurssæti? Levinas vill taka með í reikninginn óendanlega sérstöðu persónunnar sem býður mér að svara sér en ekki bara hverjum sem er. Þennan þátt í heimspeki Levinas má raunar finna hjá hinum þýska gyðinglega hugsuði Hermanni Cohen, sem heldur því fram í upphafi rits síns Re/igion der Vernunft aus den Que/len des Judentums (1918) að önnur persónan („þú“) komi á undan þriðju persónunni (,,hann“): tilkoma þriðja aðilans - í siðfræði jafnt sem á öðrum sviðum - skírskotar til framsetningar viðfangsins, en „þú“ sleppur undan henni þegar borin eru kennsl á holdgervingu Hins andspænis mér í sinni áþreifanlegu mynd. Þegar fengist er við siðferðilegt álitaefni og það bundið í kerfi með aðferðum skyldusiðfræði eða afleiðingasiðfræði hlýtur nafnleysi einstaklinganna (,,hinna“) óhjákvæmilega að taka á sig mynd fornafnsins „hann“, þ.e. óhlutbundnir einstaklingar sem skipta má út, einum fyrir annan. Gegn þessu vill Levinas bregðast með því að rita „Hinn“ (fr. Autre) með stórum staf (og raunar með ákveðnum greini, / Autre). Þess má einnig geta að stundum notar hann orðmyndina Autrui í þessari sömu merkingu. 4 „Þetta „að segja við Hinn — þessi tengsl við Hinn sem viðmælanda, þessi tengsl við tiltekna veru — fara á undan hvers kyns verufræði. Þau eru hin endanlegu tengsl í verunni. Verufræðin hefúr frumspekina að forsendu (Emmanuel Levinas, Totalitéet infini:Essaisur/'extériorité, París, Livres de poche, 1961, bls. 216). ítarlegri umræðu um þennan greinarmun, og forgang frumspekinnar gagnvart verufræðinni, má finna í „L’ontologie est-elle fondamentale?“ hjá Emmanuel Levinas, Entre nous. Essais sur lepenser-á-lautre, París, Grasset, 1991 [1951]. 5 Bcttina G. Bergo, „Emmanuel Levinas“ í StanfiordEncyclopedia ofPhi/osophy, 2006; hlutarnir „Chronology" og „Bibliography" eftir Gabriel Malenfant, vefslóð: http://plato.stanford.edu/ entries/levinas.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.