Hugur - 01.06.2009, Side 150

Hugur - 01.06.2009, Side 150
148 Gabriel Malenfant mótspyrnan gegn gleymskunni er einnig til staðar því sá skelfilegi möguleiki að maðurinn verði óbilgjörnum hugsjónum ómennskra (siðferðilegra, pólitískra eða ríkisbundinna) kerfa að bráð lætur hvarvetna á sér kræla á heimspekilegri vegferð Levinas.8 Þaðan sprettur ef til vill hugmyndin um yfirstigið sem leikur stórt hlut- verk í verkum hans. í fyrstu verkum Levinas kemur yfirstigið fram sem mikilvægt hugtak, í fyrsta lagi vegna þess að það vísar til þeirrar þarfar sem einkennir manninn að vilja „fara fram úr sjálfum sér“ og ganga út yfir þau líkamlegu, félagslegu og sögulegu mörk sem honum eru sett. í stað þess að skipa spurningunni um veruna (og þeirri angist sem henni fylgir) í öndvegi, eins og Heidegger gerði, sviptir Levinas að nýju hul- unni af hrifnæminu sem tengist viljanum til að „yfirgefa sjálfan sig“, eða öllu heldur til að vilja ganga út yfir eigin mörk þó að það takist aldrei fullkomlega. Einnig uppgötvar Levinas hvernig líkaminn setur þessari viðleitni mörk. I De l'évasion (1935) og De l’existence a l’existant (1947) tekur Levinas dæmi af því að vakna af svefni og finna til ógleði til að skýra mál sitt; þar er um að ræða jaðartilvik líkamleikans sem leiða í ljós að okkur er ómögulegt að leiða algjörlega hjá okkur eðli okkar sem holdgerðra vera í orðsins fyllstu merkingu - eðli sem er alltaf til staðar og aldrei „í vændum“ í reynd. Þannig er maðurinn annað og meira en „fyrirætlan" eða „frum-varp“ [,,pro-jet<!\: líkamleiki okkar bindur okkur við það sem er „hér og nú“. Þráin eftir að sleppa undan sjálfum sér og losna úr holdlegum viðjum líðandi stundar (fyrst og fremst fyrir tilstilli hrifa eins og þarfar og vonar) kemur fram um leið og þær líkamlegu skynjanir sem varða ánægju og sársauka og hafa óumflýjanlega bein áhrif á okkur. Að því gefnu að líkaminn sé ekki sviptur hrifnæminu er hann sannkallaður útvörður að mati Levinas. En það er líka fyrir tilstilli h'kamans sem önnur og ánægjulegri fyrirbæri geta komið til. Enda er það svo að þegar spurning verufræðinnar rennur saman við spurninguna um tilvistina gerist það fyrir tilstilli okkar. Veran verður einvörðungu að heim- spekilegri spurningu í tilvist okkar og annarra mannvera sem við umgöngumst. Verufræðin verður að hugðarefni mannsins vegna þess eins að hann finnur fyrir þörfinni til að komast út úr ríki hlutleysisins: „Að gangast við tilvistinni er ekki það sama og að ganga inn í heiminn. [...] Viðburðurinn sem við vorum á höttunum eftir fer á undan þessari staðsetningu. Hann varðar merkingu þeirrar staðreyndar að í verunni er að finna verur.“9 Með öðrum orðum verður tilvistin ekki lögð að jöfnu við þá staðreynd að vera vegna þess að tilvistin felur nauðsynlega í sér myndun tengsla. Til að komast út úr ríki hlutleysisins sem hin heimspekilega spurning um veruna ber með sér, þ.e.a.s. að losa sig undan þeirri hugsun að gera megi grein fyrir öllum verum undir sameiginlegri yfirskrift, þarf að snúa við blaðinu og hverfa að nýju til hins eina viðburðar sem í reynd fer á undan tengsl- unum við veruna: tengslanna við Hinn. 8 I þessu sambandi má benda á það hverjum Levinas tileinkar bók sína Totalité et infini: „Til minningar um þær mannverur sem næst standa af þeim sex milljónum sem myrtar voru af hálfu þjóðernissósíalista, ásamt þeim milljónum manna, allra trúarbragða og allra þjóða, sem urðu fórnarlömb þessa sama haturs á hinni mannverunni, þessa sama gyðingahaturs.“ 9 Emmanuel Levinas, De I'existence a l'existant, París, Vrin, 1947, bls. 173-4.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.