Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 37

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 37
Sigurður E. Guðmundsson er fæddur árið 1932. Hann útskrífaðist með BA próf í sagnfræði frá Háskóla l'slands árið 2002. Hvernig reyndist torfbærinn sem íbúðarhúsnæði ? Þegar landnámsmenn tóku að reisa sér torfbæi í upphafi land- náms má ætla að þeim hafi þótt bæði eðlilegt og rökrétt að reisa sér sams konar híbýli og voru þeim mörgum kunn úr strand- héruðunum sem þeir komu frá, svo sem á Rogalandi og Ögðum í Noregi, á Hjaltlandi og í Orkneyjum. Sennilega hefur þá skort bæði kunnáttu og byggingarefni til að reisa sér annars konar hús. „Þar var kjarni byggðarinnar langhúsið. Stórt hús með veggjum, hlöðnum úr torfi og/eða grjóti en þakið borið af tveimur súlnaröðum sem skiptu húsinu í þrennt eftir endi- löngu“, segir Gísli Gestsson.1 Húsagerð þessi var ævaforn og var á járnöld útbreidd um alla norðvestanverða Evrópu. Um 900 eftir Krists burð, í upphafi landnámsaldar, var hún á undanhaldi þar en festi rætur hér og varð grundvöllur að húsakynnum fslendinga um nærfellt 11 alda skeið. Einn og sannur torfbær er ekki til Þótt freistandi sé að líta á þjóðveldisbæ þann sem reistur var að Stöng í Þjórsárdal árið 1974 sem hinn eina og sanna íslenzka torfbæ, er mála sannast að enginn slíkur er til og engu verður slegið föstu um gerð hans og útlit. Enda er skemmst frá því að segja að þótt hann hafi verið íveruhús og heimkynni íslenzku þjóðarinnar í 1100 ár var hann engan veginn einn og samur allan tímann, heldur tók hann þvert á móti miklum breytingum. „Norðlenzki bærinn“ var þannig ólíkur hinum „sunnlenzka“, bæði að útliti og innri gerð, og loftslag og veðurfar hafði mikil áhrif á gerð þeirra beggja alla tíð, auk þess sem byggingarlag (form og húsaskipan) einstakra torfbæja, norðanlands og sunn- an, var í mörgu tilliti frábrugðið „aðalreglunni.“ Margt fleira kom til um ellefu alda bil sem hér er ekki tóm til að rekja, svo sem stórfelldur samdráttur á innflutningi timburs til húsagerð- ar, er samgöngur við Noreg drógust saman. Reyndar mun hin sunnlenzka bæjaskipan hafa allt eins verið austfirzk eða vest- firzk. Efnahagur bænda og fleiri aðstæður réðu líka miklu um gerð bæjargerðanna beggja og báðir tóku miklum breytingum þegar aldir liðu fram. f öðrum landshlutum tóku menn aðra hvora gerðina til fyrirmyndar, fóru bil beggja eða sínu eigin fram. En þótt byggingarefnið hafi verið hið sama í þeim öllum og væntanlega í svipuðum hlutföllum í þeim flestum voru þeir samt eins misjafnir og þeir voru margir. Þar olli mestu um að þeir voru misjafnlega vel úr garði gerðir og staðsetning, aðstæð- ur og viðhald á ýmsan veg. Það er því erfitt að finna hinn eina útvalda sem geti verið samnefnari fyrir þá alla og nota mætti sem grundvöll að mati á húsnæðisþættinum í lífi og kjörum fjölskyldnanna sem í þeim bjuggu. Torfbær- inn var á ýmsan veg, þótt grundvallaratriðin hafi verið hin sömu og þráðurinn óslitinn allan tímann. Torfbærinn er sá húsakostur sem þjóðin bjó við allt fram yfir miðja tuttugustu öld og því er forvitni- legt að kanna hvernig hann reyndist, hver kjör hann bjó íbúum sínum og hver áhrif hann hafði á líf þeirra. Þeim spurningum verður vitaskuld ekki svarað til hlítar í þessari grein, þótt reynt verði að leggja nokkuð af mörkum. Fræðimenn hafa um langt skeið lagt á sig mikla vinnu við að kanna fornar bæjarrústir, mæla þær og reikna stærðir þeirra, svo að fá mætti sem skýrasta mynd af fornaldarbænum. Á seinni árum hafa líka komið fram greinargóðar lýsingar á hinum ýmsu gerðum torfbæjarins á seinni öldum, svo að segja má að í megindráttum séu þær allvel ljósar. Jafnframt þessu eru til fjölmargar frá- sagnir, er lýsa bænum sem vistarveru lifandi fólks. Hvernig skyldi hann hafa reynzt sem slíkur? Fyrir hendi eru margir vitnisburðir í samtíma heimildum á umliðnum öldum og er honum þar borin misjöfn sagan. Eflaust eru þær allar athygli verðar og væri markvisst og skipulega úr þeim unnið myndu þær sjálfsagt leiða í ljós athyglisverðar niðurstöður í því efni. Enginn reki verður þó gerður að því í þessari grein. En er nokkur önnur leið fyrir hendi? Byggingarefnið forðum hið sama og nú I þessari grein verður gerð tilraun til að bregða nýju ljósi á torfbæinn sem húsakynni lifandi fólks. Verður það gert með því að nota nútímatækni til þess að taka „mynd af fortíðinni“, megi það verða til þess að byggingarfræðileg einkenni hans komi skýrar í ljós og menn geti betur glöggvað sig á aðbúnaði og kjörum þess fólks sem í honum bjó. Það er unnt að gera vegna þess að byggingarefni torfbæjarins er okkur jafnaðgengilegt nú og í upphafi þjóðveldis- aldar, samsetning hans er vel þekkt og nokkrir bæir eru enn til í landinu, allvel við haldið. Með viðeig- andi tækjabúnaði mætti því auðveldlega mæla alla þá eiginleika hans, innanhúss og utan (og í hverjum 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.