Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 73

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 73
sé farin að stangast á við hugmyndina um einstaklingsbundinn rétt til frelsis því samkvæmt kenningum hans þarf viss efnisleg þróun að hafa átt sér stað til þess að einstaklingurinn sé fær um að upplifa eigið frelsi. í „þróunarkenningu“ Spencers virðist frelsið vera markmið, en ekki raunhæfur valkostur innan þeirrar samtíðar sem hann er að fást við. Hvers virði er þá form- legt frelsi einstaklingsins? Hefur sá markaður sem birtist í kenn- ingum Spencers ekki einfaldlega vaxið einstaklingnum yfir höfuð? Það virkar stundum eins og fullkomin þversögn hversu boðberar frjálshyggjunnar sýna „ógnaröflum“ þess frjálsa markaðar, sem þeir horfa helst til, litla virðingu þegar honum er stillt upp andspænis einstaklingnum. Svokallað markaðsfrelsi með tilheyrandi einkavæðingu er vafalítið skásti þekkti kosturinn til „sjálfstýringar" á mörgum þáttum samfélagsins, en það hlýtur að teljast hæpin „hagstýr- ing“ innan flestra þeirra sviða sem tengjast hinu félagslega vel- ferðarkerfi. „Frumskógarlögmál" framboðs og eftirspurnar stangast fullkomlega á við formgerð velferðarkerfisins og þá hugsun sem því býr að baki. Það er vissulega dálítið einkenni- legt að á tímum flókinna tæknisamfélaga skuli einföld, í grunn- inn fremur frumstæð hagfræðikenning vera farin að fá svo algilda merkingu að hún hafi nánast yfirtekið stað guðs og ann- arra æðri hugsjóna í miðju mannlegs samfélags. Hvort að ný- frjálshyggjan sé að móta „lok sögunnar“ eða velgengni hennar gefi aðeins til kynna tímabundið hugmyndafræðilegt tómarúm eftir „hrun“ stórra hugmyndakerfa á 20. öld eru vandasamar og marghliða spurningar sem ekki verður svarað hér. Á það má þó benda að jafnvel þótt kenningar um „endalok sögunnar“ hafi visst greiningarlegt gildi þá eru þær í grunninn jafn „stórsögulegar“ og útópískar og markhyggja þeirra tveggja hugmyndakerfa sem hér hafa verið til umfjöllunar. Tilvísanaskrá: 1 Vilhjálmur Árnason, „Orðræðan um frelsið.“ Broddflugur. Siðferðilegar ádeilur og samfélagsgagttrýni. Háskólaútgáfan, Rannsóknastofnun í sið- fræði. Reykjavík, 1997, bls. 224 og 228. 2 Marx, Karl, „Drög að gagnrýni á þjóðhagfræði, formáli.“Karl Marx og Friedrich Engels, Úrvalsrit I. bindi. Reykjavík, 1968, bls. 240. 3 Um megináherslur í kenningum þeirra Hegels og Feuerbachs má lesa í eftirfarandi ritum: Solomon, Robert C, Continental Philosophy since 1750. New York, 1988 - Stromberg, Roland N, European Intellectual History since 1789. New Jersey, 1994. 4 Marx, Karl, Engels, Friedrich, Þýska hugmyndafrœðin. 1. hluti I. bindis. Mál og menning. Reykjavík, 1983, bls. 13-14, 22-23, 37, 50-52. 5 Marx, Karl, Engels, F, Þýska hugmyndafrœðin, bls. 14-15, 38 og 46-47. 6 Marx, Karl, Engels, F, Þýska hugmyndafrœðin, bls. 47-48. 7 Marx, Karl, Engels, F, Þýska hugmyndafrœðin, bls. 27, 32-33, 73-75 og 78-80 - McLellan, David, The thought of Karl Marx [úr The Alleged splits in the International e. Marx]. London, 1984, bls. 211. 8 Marx, Karl, Engels, Friedrich, Kommúnistaávarpið. Reykjavík, 1990, bls. 55, 68 og 75 - Marx, Karl, A world without jews. New York, 1960, bls. 26-29. 9 Sú skoðun að ríkisvaldið sé ill nauðsyn og eigi að hafa sem minnst afskipti af efnahagsmálum. Þetta tengist einnig þeirri lífsskoðun að menn eigi að fá að lifa lífi sínu að eigin geðþótta, án afskipta og íhlutunar annarra. 10 Stutt yfirlit um breska frjálshyggju fram á fyrri hluta síðustu aldar má finna hjá Schapiro, J. Salwyn, Liberalism: Its meaning and history. New Jersey, 1958, bls. 40-49. 11 Mack, Eric, „Foreword“. Herbert Spencer, The man versus the state. Indianapolis, 1981, bls. xiv-xv. 12 Hugtakið libertarianism hefur verið þýtt sem frjálshyggja, en einnig sem ný-frjálshyggja til aðgreiningar frá klassískum „líberalisma“ (sbr. Vilhjálmur Árnason, „Orðræðan um frelsið“, bls. 224). Áherslumunurinn þar á milli felst einkum í því að „líbertaríanismi“ leggur enn meiri áherslu á frelsi viljans og einstaklingsfrelsið en klassískur „líberalismi.“ 13 Machan, Tibor R, „Herbert Spencer: A Century Later.“ Herbert Spencer, The Principles of Ethics I. bindi. Liberty Classics. Indianapolis, 1978, bls. 9. 14 Hér er Spencer líklega að vísa til hugmyndarinnar um samfélagið sem afurð einhvers konar samfélagssáttmála, en hún var ríkjandi hjá mörgum heimspekingum nýaldar. Með tilliti til rökstuðnings hans í „The social organism“ (bls. 391) er ekki ólíklegt að hann sé að skírskota til samfélags- kenninga Thomas Hobbes (1588-1679). 15 Spencer, Herbert, „The social organism.“ The man versus the state. Indianapolis, 1981, bls. 384, 391-392 og 405-406 - „From freedom to bondage“ (sama rit), bls. 503. 16 Spencer, Herbert, „The social organism“, bls. 385, 413 og 418-419. 17 Spencer, Herbert, „The sins of legislators.“ The man versus the state. Indianapolis, 1981, bls. 72-92 - „From freedom to bondage“, bls. 517 - The principles of ethics II bindi. Indianapolis, 1978, bls. 146-147. 18 Hér er Spencer greinilega að skjóta á díalektíska efnishyggju Karls Marx. 19 Spencer, Herbert, „From freedom to bondage“, bls. 502 og 514-515 - „The sins of legislators“, bls. 117. 20 Hér vísar Spencer væntanlega til allra þeirra aðgerða sem getið hafa af sér velferðarkerfið í víðasta skilningi þess orðs. í „From freedom to bondage“ (bls. 505-506) ræðst hann til dæmis harkalega á menntakerfið. 21 Spencer, Herbert, „The sins of legislators“, bls. 102-114. 22 Bourdieu, Pierre, In other words. Essays towards a reflexive sociology. Stanford California, 1990, bls. 123-126. 23 Bourdieu, Pierre, In other words, bls. 128-139 - Language & Symbolic Power. Cambridge Massachuttes, 1991, bls. 163-166. 24 Bourdieu, Pierre, Acts of resistance. Against the Tyranny ofthe Market. New York, 1998, bls. 39, 51 og 95. 25 Bourdieu, Pierre, Acts of resistance, bls. 33 og 97. 26 Bourdieu, Pierre, Acts of Resistance, bls. 42-43, 50 og 53-55. 27 Bourdieu, Pierre, Acts of Resistance, bls. 26, 29 og 94-105. 28 Fukuyama, Francis, The end of history and the last man. New York, 1992. Sjá sérstaklega bls. XI-XII, XVI, XX-XXII, 287-292, 304, 315 og 318-338. 29 Bourdieu, Pierre, Acts of Resistance, bls. 35 og 94-105. 30 Machan, Tibor R, „Herbert Spencer: A Century later“, bls. 17-18. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.