Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 34

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 34
Drffa Kristín Þrastardóttir er fædd áriö 1976. Hún útskrifaðist með BA próf f sagnfræði frá Háskóla íslands árið 2000. Skreytingar og sköpunargleði í handritum frá 18. öld íslensk pappírshandrit frá 18. öld geyma fjöldann allan af skreytingum og myndum sem fáir þekkja til. Þessi handrit hafa að mestu leyti verið undanskilin í umfjöllunum um svokallaðar lýsingar í handritum, enda gjarnan bent á að þeirri listgrein hafi tekið að hnigna á 15. og 16. öld og skreytingar handrita farið að bera mjög svip af prentuðum bókum eftir að prentöld gekk í garð.1 „Fra det 18. aarh. findes kun lidt islandsk bogdekoration af særlig værdi og dog er man blevet ved at afskrive, og man udstyrede de nye haandskrifter med pyntelige begyndelsesbogstaver, titelrammer m.m.“, segir Matthías Þórðarson í grein um íslenska alþýðulist á 17. og 18. öld í Nordisk kultur.1 Menn héldu vissulega áfram að skrifa og skreyta handrit á 18. öld og við athugun á aðeins litlu broti af þessum handritum, nánar tiltekið um hálfu hundraði kvæðahandrita, komst ég að raun um að ýmislegt forvitnilegt leyndist þar sem full ástæða væri til að skoða nánar.3 Skreyttir upphafsstafir eru algengustu skreytingar í þessum handritum, eins og hinum eldri, og í þeim birtist munurinn á skreyt- ingum miðaldahandrita og yngri handrita hvað skýrast. Með því að kanna að hvaða leyti upphafs- stafir 18. aldar handrita eru frábrugðnir upphafs- stöfum eldri handrita og draga fram á hvern hátt áhrif prentaðra bóka birtast í þeim, má betur gera sér grein fyrir stöðu handritaskreytinga á 18. öld og um leið skoða bók- menningu 18. aldar frá nokkuð óvenjulegu en forvitnilegu sjónarhorni Gamli rómanski stíllinn Upphafsstafir eru stækkaðir stafir í upphafi efnisþátta handrita sem þjóna fyrst og fremst því hlutverki að draga fram skil í text- anum og auðvelda lestur og notkun handritanna. í þessum tilgangi eru þeir að jafnaði ekki aðeins stækkaðir heldur einnig dregnir með lit og gjarnan skreyttir og hafa þannig skreytigildi auk hins hagnýta gildis. Það sem helst einkennir upphafsstafi í miðaldahandritum er formfesta, regla og samræmi. Þeir sem skreyttu handritin fylgdu fastmótuðum hefðum og notuðu sömu skrautgerðirnar og formin aftur og aftur. Ákveðin stigskipun er jafnan í hverju skreyttu handriti, þannig að stærri og skrautlegri upphafsstafir eru við mikilvægustu textaskilin en minni og hóf- legar skreyttir upphafsstafir við kaflaskil eða önnur minniháttar skil í textanum. Mismunandi mörg millistig geta svo verið milli stærstu og minnstu upphafsstafanna. Myndskreyttir sögustafir eru veigamestu upphafsstafirnir en algengasta skreyting í upp- hafsstöfum af stærri gerð er laufteinungur af rómanskri stílgerð, sem vindur sig um stafaformin og hringast upp í einkennandi spírala (sjá mynd). Hefðbundin skreyting í minni upphafs- Upphafsstafur (I) með rómönskum teinungi í Add 29 4to (grallaraupp- skrift frá 1615). Upphafsstafur (A) í Guðbrandsbiblíu. Upphafsstafur (A) í NKS 139 a 4to (uppskrift sálma og and- legra kvæða frá f. hl. 18. aldar). 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.