Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 67
Jósef Gunnar Sigþórsson er fæddur árið 1964.
Hann útskrifaðist með BA próf í bókmenntafræði frá Háskóla íslands
árið 1999. Jósef stundar nú nám I sagnfræði við sama skóla.
Einstaklingurinn andspænis markaónum
Um frelsi framboös og eftirspurnar og lok sögunnar
Það hefur vart farið framhjá neinum þeim sem fylgjast með
framvindunni í íslenskum stjórnmálum að áhrif frjálshyggju-
stefnunnar (liberalism) hafa orðið mjög áberandi á undan-
förnum tveimur áratugum, eins og reyndar víða innan hins vest-
ræna heims. Oft hafa þessar breytingar verið tengdar svokall-
aðri nýfrjálshyggju sem var að ryðja sér til rúms hérlendis í
kringum 1980. Síðan þá hefur íslenskt hagkerfi breyst mikið
með frjálsari viðskiptaháttum og stóraukinni einka- og „hluta-
bréfavæðingu“ þjóðfélagsins. Mörgum finnst sem þessar nýju
áherslur í hagstjórninni hafi aukið stéttaskiptingu innan samfé-
lagsins og jafnframt vegið mjög að grunni velferðarkerfisins.
Þessi hagstjórnarleið er raunar orðin ríkjandi í þeirri samfélags-
gerð sem kennd hefur verið við frjálslynt lýðræði (liberal
democracy). Þeir sem hampað hafa þeirri þjóðfélagsgerð hvað
mest hafa ekki síst horft til Bandaríkjanna sem fyrirmyndar í
þessum efnum. Alkunna er að hið aukna markaðsfrelsi hefur
leitt til samruna og blokkamyndunar fyrirtækja, bæði innan
ríkja og þá ekki síður á alþjóðlegum vettvangi, og það er vissu-
lega umdeilanlegt hvaða áhrif þessar breytingar á viðskiptahátt-
um hafa haft á frelsi einstaklingsins. En í þessari stórauknu
markaðshyggju er markaðsfrelsinu iðulega hampað og það
hefur fengið fremur illa skilgreinda tengingu við einstaklings-
frelsið, oft með vísunum í fræðimenn sem voru að setja kenn-
ingar sínar fram við allt aðrar aðstæður en eru ríkjandi í flókn-
um tæknisamfélögum nútímans.
Frelsishugtakið er vissulega vandmeðfarið í fræðilegri um-
ræðu enda vísar það í margar áttir og hefur jafnframt tilhneig-
ingu til að „fljóta“ með án þess að merking þess sé nægilega vel
skilgreind. Vilhjálmur Árnason heimspekingur hefur bent á að
með vissum einföldunum megi skipta orðræðu um félagslegt
frelsi í tvo meginflokka þar sem annars vegar er lögð áhersla á
frelsið sem einstaklingsbundinn rétt og hins vegar sem félagslegt
markmið. Þessi aðgreining byggist á því að sumir leggja áherslu
á formlegan rétt manna til frelsis en aðrir á þau efnislegu skil-
yrði sem þurfa að vera til staðar til að hægt sé að nýta sér þann
rétt. Hann telur orðræðu frjálshyggjumanna dæmigerða fyrir
fyrri flokkinn en orðræðu jafnaðarmanna fyrir þann síðari.
Kenningar frjálshyggjunnar og marxísk efnishyggja eiga það þó
sameiginlegt að ganga út frá að efnahagslífið sé grundvöllur
allra annarra félagslegra afstæðna.1
Kenningar bæði frjálshyggju- og jafnaðarmanna hafa haft
mikil og mótandi áhrif á vestræna samfélagsgerð, en þegar horft
er til samtíðarinnar þá virðist kapítalísk markaðshyggja frjáls-
hyggjumanna víðast hafa orðið ofan á í hagstjórn-
inni. í hugmyndakerfum þeirra Karls Marx (1818-
1883) og Herberts Spencers (1820-1903) birtast lík-
lega skýrustu andstæðupólarnir þegar kemur að
kenningum jafnaðar- og frjálshyggjumanna. Þeir
voru að setja fram samfélagskenningar sínar um
svipað leyti og báðir eru að andæfa hugmyndafræði
hvors annars, eða öllu heldur þeim gildum sem ólík
hugmyndafræði þeirra stendur fyrir. En þó að kenn-
ingar þeirra Marx og Spencers séu í veigamiklum
atriðum ólíkar má samt greina með þeim ýmis fræði-
leg samkenni. í eftirfarandi köflum verða hugmyndir
þeirra um frelsi einstaklingsins andspænis frelsi
markaðarins skoðaðar og bornar saman með tilliti til
þeirrar samfélagslegu útópíu sem birtist skýrt hjá
þeim báðum.
Þegar horft er til samtímans og mikils uppgangs
ný-frjálshyggjunnar þykir reyndar mörgum að „lög-
mál“ Spencers um samfélagið sem allsherjarmarkað
framboðs og eftirspurnar sé kannski ekki svo
útópískt lengur. Franski félagsfræðingurinn Pierre
Bourdieu er einn helsti kenningasmiður svokallaðrar
mótunarhyggju (constructivism). í skrifum sínum
hefur hann gagnrýnt efnahagslega smættarhyggju af
því tagi sem birtist í kenningum Marx og Spencers,
og andæft samfélagslegum áhrifum ný-frjálshyggj-
unnar ásamt því sem hann kallar harðstjórn markað-
arins. Þessar kenningar Bourdieus verða í fram-
haldinu skoðaðar í samhengi við ólík hugmyndakerfi
þeirra Karls Marx og Herberts Spencers, en þó sér-
staklega með tilliti til útbreiðslu ný-frjálshyggjunnar
og þess sem Bourdieu kallar „raungervingu" útópí-
unnar. Þessi „raungerving“ tengist líka hugmyndum
um „lok sögunnar" sterkum böndum.
Kenningar Karls Marx og markaðurinn
sem kúgunartæki
í upphafi er nauðsynlegt að árétta hversu róttæk
afstaða Karls Marx er til hins borgaralega veruleika
og hvernig hann hafnar viðurkenndum samfélags-
formum sem sækja gildi sín til hefðbundinna hug-
mynda í heimspeki og trúarbrögðum. Um leið hafnar
65