Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 91

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 91
Magnús kom til embættis síns sumarið 1754. Hann settist fyrst að á Arnarbæli á Fellsströnd og bjó þar í 3 ár en fluttist þá að Melum á Skarðsströnd. Á fardögum 1762 fluttist hann svo í Búðardal á Skarðsströnd þar sem hann átti eftir að búa það sem eftir var ævinnar. I Búðardal var fyrir Karitas Bjarnadóttir, rík ekkja, og tókst góð vinátta með henni og Magnúsi. Þegar Magnús flutti í Búðardal keypti hann helming jarðarinnar og annarra jarðeigna af Karitas en hún arfleiddi hann að hinum helmingnum að sér genginni. í Búðardal bjó Magnús ókvæntur í þrjú ár eða til ársins 1765 er hann giftist Ragnhildi Eggerts- dóttur, dóttur Eggerts Bjarnasonar á Skarði á Skarðsströnd. Karitas var föðursystir Ragnhildar og hafði Ragnhildur verið í Búðardal hjá frænku sinni áður en hún tók saman við Magnús.4 Þau Karitas og Eggert voru börn sýslumannins Bjarna Péturs- sonar ríka er búið hafði að Skarði.5 Magnús og Ragnhildur eignuðust eliefu börn og náðu átta fullorðinsaldri. Elsti sonurinn, Skúli, tók við sýsluforráðum í Dalasýslu af föður sínum látnum og hélt þeim til hann lést árið 1837. í nóvember árið 1793 lést Ragnhildur eiginkona Magnúsar. Tveimur árum síðar giftist Magnús Elínu Brynjólfsdóttur. Hann var þá orðinn rúmlega sextugur og átti aðeins tæp átta ár eftir ólifuð. Að loknu manntalsþingi að Jörfa í Haukadal í júlí 1803 veiktist Magnús og lá veikur nokkra daga en lést svo 19. júlí. Hann var jarðsettur í Búðardal.6 Æviágrip Nokkrir hafa orðið til að skrifa æviágrip Magnúsar. Flest eru ágripin stutt og að mestu samhljóma. Þau ágrip sem helst ber að geta eru: Æviágrip Magnúsar og Guðmundar bróður hans sem var í vörslu Árna Thorlaciusar (f. 1802.) kaupmanns í Stykkis- hólmi en höfundar þess er ekki getið.7 Ævisaga Magnúsar eftir sonarson hans, Kristján Magnussen í Skarði8 og æviágrip Magn- úsar sem skráð var af Þorvaldi Sívertsen.1' Áberandi fyllst af ævi- ágripum eru þó þau sem Bogi Benediktsson og Friðrik Eggerz rituðu og verða þeim hér gerð gleggri skil.10 Bogi fjallar um Magnús í Sýslumannaæfum. Bogi var sonar- sonur Boga Benediktssonar í Hrappsey er átti og rak Hrappseyj- arprentsmiðjuna. Bogi (yngri) var fæddur árið 1772 og hefur því líklega þekkt Magnús persónulega og ljóst er að hann hefur haft miklar mætur á Magnúsi.11 Umfjöllun Boga er í styttra lagi og fremur samanþjöppuð og ber í aðalatriðum saman við önnur æviágrip Magnúsar. í niðurlagsorðum skilar Bogi skorinort áliti sínu á Magnúsi sem hann telur: „í búnaðarfræði mun[i] hann hafa verið með mestu mönnum hér á landi í sinni tíð. í föður- landssögunni með þeim betri.... í stuttu máli: hann var hálærður í mörgu og margfróður í flestu.“12 Langsamlega ítarlegast æviágripa um Magnús er ævisaga hans eftir sr. Friðrik Eggerz sem talin er vera skrifuð einhvern tíma á árabilinu 1870-1880. Frásögn Friðriks er rúmar 80 bls. að lengd en það er þó ekki aðeins lengdin sem skilur hana frá hinum því að efnistök Friðriks eru einnig önnur. Þess ber að geta að Friðrik var dóttursonur Magnúsar, sonur Guðrúnar Magnús- dóttur og sr. Eggerts Jónssonar á Ballará.13 í frásögn Friðriks eru mest áberandi ýmsar sagnir af Magnúsi og honum tengdar, bæði úr einkalífi hans og ekki síður úr embættisvafstri. Skemmtileg er frásögn Friðriks af háttum Magnúsar þar sem hann segir Magnús hafa m.a. verið neyslu- grannan og haft óbeit á fitusöfnun og í talsmáta hans hafi vart fundist blót eða klám.14 Ekki eru lýsingar Friðriks þó alltaf fagrar og segir hann Magnús m.a. hafa hryggbrotið Karitas Bjarnadóttur þegar hann giftist Ragnhildi frænku hennar.is Fjöldi sagna af embættisfærslum Magnúsar í frásögn Friðriks eiga það einnig flestar sammerkt að þar er síður en svo verið að hefja Magnús á stall. Þrátt fyrir þetta hælir Friðrik Magnúsi á köflum í bókinni og kallar hann m.a. dug- legan og metnaðarfullan framfaramann og bætir síðan við að Magnús hafi verið langsær og vitur og hafi barist gegn forneskju.18 Hann hafi líka verið „hjálplegur mörgum fátækum bændum á vorin“, m.a. haft eftirlit með búum þeirra meðan þeir fóru í verið. Helsti galli í fari Magnúsar að mati Friðriks var fégirni hans sem Friðrik lætur nokkuð af.17 Sjálfur fær Friðrik þann dóm hjá Páli Eggerti Ólasyni að hann hafi verið málafylgjumaður, harðdrægur fjáraflamaður og langrækinn en einnig hafi hann verið „fróðleiksmaður mikill“ og hafi skrifað um alþýðlegan og sögulegan fróðleik en „nota verði með varúð það, er hann hefir skráð um samtíma- menn sína ..,“18 Athygli vekur að Friðrik gefur fræðastörfum Magnúsar og vinnu hans við prentverkið í Hrappsey fremur lítinn gaum í frásögn sinni sem verður að telj- ast nokkuð einkennilegt. Friðrik birtir lista yfir rit- verk Magnúsar og drepur á tungumálakunnáttu hans og þekkingu og gefur honum síðan eftirfarandi einkunn: „Magnús sýslumaður var hálærður og víð- lesinn og átti mikið bókasafn og fjölda mikinn af fornskjöluum.“19 Mikill munur er á því hvernig þeir fjalla um Magnús, Friðrik Eggerz og Kristján Magnussen en Magnús var afi þeirra beggja. Samskipti Friðriks og Kristjáns virðast ekki hafa verið til fyrirmyndar og gengu deilur þeirra það langt að Kristján fékk kon- ungsleyfi til að vera undanþeginn prestþjónustu af hendi Friðriks og föður hans sr. Eggerts Jónssonar.20 Umsagnir tveggja samtímamanna um Magnús Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, einhver mesti búhöldur 18. aldar segir um Magnús í riti sínu Atla. „Þó eru sveitabóndans kjör verri þegar hann óþrífur jörð sína og lætur hana altíð spillast meir og meir, því hvar skyldi hann þá athvarf hafa er hann yfirgefur sitt eigið hreiður? Um þetta efni hefur vel skrifað, bæði eftir náttúruþekkingarreglum og margfaldri eigin reynslu, sýslumaðurinn í Dalasýslu, Magnús Ketilsson, og er sá lærði framkvæmdamaður æru og þakkar verður fyrir það hann skrifað hefur og enn heldur með reynslunni sýnt hvað ábótavant sé í jarð- yrkju bænda og hvernig það megi lagfæra."21 Magnús hafi m.ö.o. ekki einungis skrifað um þessi mál heldur einnig gert á þeim rannsóknir sem hann byggi skrif sín á. Árið 1806, þremur árum eftir dauða Magnúsar Ketilssonar, gaf nafni hans Magnús Stephensen dóm- stjóri út bókina Eftirmceli átjándu aldar sem eins og nafnið gefur til kynna er yfirlitsrit yfir atburði þeirra aldar sem þá hafði nýlega kvatt. í þessari bók eru ein- hver þekktustu ummæli sem rituð hafa verið um Magnús Ketilsson en nafni hans Stephensen segir neðanmáls í kafla sem fjallar um sýslumenn, að Magnús Ketilsson hafi verið „... einhvörr hinn merki- legasti og uppbyggilegasti, lærður Sýslumaður á 18du Öld.“22 Þessi ummæli Magnúsar Stephensen eru athyglisverð í ljósi þess að í Eftirmcelunum er Magn- úsar Ketilssonar fremur lítið getið. Minnst er á rit- gerð hans Nokkrar athugasemdir við Sveitabóndann í kaflanum um búskaparrit og í kaflanum um rit og bækur almenns eðlis er Islandske Maanedestidende 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.