Sagnir - 01.06.2001, Side 23

Sagnir - 01.06.2001, Side 23
Viöar Pálsson er fæddur árið 1978. Hann útskrifaðist með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Islands árið 2001. Viðar stundar nú nám í latínu við sama skóla. Glíman vió fortíðina Fortíðarvandi Wagnerfjölskyldunnar og Bayreuthhátíðarinnar „Weil^t du, was du sahst?" 30. júlí 1951 dóu gömlu gaslamparnir í tónleikasalnum í Festspielhaus í Bayreuth út.1 Út úr myrkrinu fæddust lágværir tónar Parsifal, draumkenndir og seiðandi. Án allrar framhleypni má fullyrða að þetta hafi verið upphafið á merkustu óperutón- leikum síðustu aldar, a.m.k. í sögulegum skilningi; einungis frumflutningur Wozzeck í Berlín 1925 getur kallast jafningi. Tónleikarnir voru sögulegir á alla lund. Þeir voru hlaðnir tákn- rænni merkingu. Þeir mynduðu brú milli fortíðar og framtíðar, gamaila hugsjóna og nýrra, og mörkuðu þáttaskil í pólitískri og listrænni sögu frægustu óperuhátíðar heims. Parsifal er helgasta verk Richards Wagners. Það hefur ekki aðeins trúarlegra inntak en önnur verk hans heldur reyndist það vera svanasöngur hans. Ólíkt öðrum óperum sínum, sem hann kallaði Musikdrama,1 kallaði hann Parsifal Biihnenweihfestspiel. Upphaflega átti einungis að flytja það einu sinni í Bayreuth en síðan heimilaði Wagner að það yrði flutt oftar, en áfram bara í Bayreuth. Það var virt að vettugi sem kunnugt er.3 Hönnun leikmyndarinnar og valinu á listamönnunum var ætlað að marka skörp skil. Wagner gaf nákvæm fyrirmæli um leikstjórn, sviðsmynd og búninga. Wieland Wagner, leikmynda- hönnuður, leikstjóri sýningarinnar og sonarsonur Richards, varpaði þeim flestum fyrir róða. Engin gömlu Wagnerkempanna frá millistríðsárunum fór með hlutverk í óperunni. Á móti sýndi valið á verkinu og stjórnanda þess tengsl við hina sönnu arfleifð Wagners. Stjórnandinn var Hans Knappertsbusch, gamalreynd- ur Wagnerstjórnandi og nemandi Hermanns Levis, þess sem frumflutti verkið 1882 og hafði Wagner sjálfan sér til ráðgjafar.4 Tónleikarnir 30. júlí 1951 sýndu stefnubreytingu en ekki rof. Wagner stofnaði hátíðina í Bayreuth 1876 með frumflutn- ingi Der Ring des Nibelungen og vígslu eigin óperuhúss, Festspi- elhaus Bayreuth. Hann vígði húsið með því að stjórna níundu sinfóníu Beethovens en annars voru einungis óperur hans sjálfs fluttar í húsinu. Það var hannað með Niflungahringinn í huga og Parsifal var sérstaklega samin fyrir það. Þegar fram liðu stundir varð hátíðin að árlegum viðburði. Færustu Wagnerlistamenn heims komu fram í Bayreuth án þóknunar og þökkuðu fyrir þann heiður að vera boðið að koma fram á hátíðinni. Hátíðin stóð í stutt tímabil á hverju sumri og miðaframboð var mjög takmarkað. Til þess að gera langa sögu stutta var Bayreuth frá upphafi helgiskrín í listalífi Þýskalands, Mekka Wagnerunnenda og listrænt lokatakmark óperusöngvara og stjórnenda.5 Uppfærslan á Parsifal var dæmigerð fyrir listræna stefnu hátíðarinnar eftir stríð. Hún er venjulega nefnd Neu-Bayreuth eða Werkstatt Bayreuth til áherslu á endursköpun og lifandi list og til andstöðu við stöðnun, andleysi og tímahelsi.6 Eðlilega hlaut stefnan misjafna dóma. Áhorfendur á Parsifal skip- uðust í fylkingar og taldi önnur hátíðina heimta úr helju á meðan hin fékk fyrir hjartað af þeim helgi- spjöllum sem hún taldi vera unnin.7 Þegar Wieland uppfærði Die Meistersinger von Niirnberg árið 1956, og svipti óperuna sögutímanum, var andstæðingum stefnunnar nóg boðið. í fyrsta sinn í sögu Bayreuth púuðu áhorfendur eftir sýningu. „Die Meistersinger ohne Nurnberg!“, hrópuðu þeir í háðungarskyni.8 Hátíðin var lögð niður 1944. Þegar hún var end- urreist 1951 voru stjórnendur hennar Wolfgang og Wieland Wagner, synir Winifredar og Siegfrieds Wagners, sonar Richards. Ljóst var á öllu að stefnu- breyting þeirra bræðra átti sér ekki bara rætur í þörf fyrir listræna framvindu og endursköpun heldur líka í pólitískri umræðu eftirstríðsáranna. Hitler hóf Wagner á stall sem æðsta spámann þýskrar menning- ar og hátíðin í Bayreuth var gimsteinn í Þriðja ríkinu. „Hier wo mein Wáhnen Frieden fand - Wahnfried - sei dieses Haus von mir benannt!“ Táknræn staða bræðranna tveggja, Wielands og Wolfgangs, þar sem þeir sitja í rústum Wahnfried í lok síðari heims- styrjaldar. Þrátt fyrir stormasöm ár eftir stríð hófu þeir hátíðina til vegs og virðingar á ný. 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.