Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 120

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 120
Árni Heimir Ingólfsson er píanóleikari og nemi í tónlistarfræðum við Harvard háskóla. Viöbótarvídd samhengisins Nokkrir þankar um tónlistarfræói Tónlistarfræði er að öllum líkindum það fag innan hugvísind- anna sem hvað minnst hefur farið fyrir á íslandi til þessa. Ólíkt systurfögunum listfræði og bókmenntafræði hefur tónlistar- fræðin hingað til aðeins átt sér stopula sögu hér á landi og jafn- vel sjálft nafnið á faginu er nokkuð á reiki. Það er ýmist nefnt tónvísindi (sbr. þ. Musikwissenschaft, e. Musicology), tónlistar- fræði eða einfaldlega tónlistarsaga. Fagið sem þessi heiti vísa til er þó eitt og hið sama og hefur að markmiði fræðilega umræðu um og rannsóknir á tónlist og sögulegu umhverfi hennar í for- tíð og nútíð. Margir hafa reynt að skilgreina tilgang og takmörk fagsins sem fræðigreinar. Það liggur auðvitað í augum uppi að tónlist- arfræði leitast við að fjalla um tónlist á fræðilegan hátt. En þó býr meira að baki. Skilgreining sem gerð var af nefnd á vegum American Musicological Society árið 1955 lýsir faginu sem „fræðigrein sem leitast við að skoða tónlist sem eðlisfræðilegt, sálfræðilegt, fagurfræðilegt og menningarlegt fyrirbæri“. Hér er vissulega af mörgu að taka, enda hefur raunin orðið sú á þeirri tæpu hálfu öld sem liðin er síðan að tónlistarfræði hafa í auknum mæli beint sjónum sínum að síðari liðunum tveimur í þessari skilgreiningu. Hljóðeðlisfræði og tónlistarsálfræði (e. „music cognition“) tilheyra faginu aðeins óbeint. Hins vegar hefur tónlistarfræðin í auknum mæli leitast við að skilja tón- sköpun og tónlistarflutning sem félagslegt fyrirbæri, jafnt í vest- rænni tónlist sem og í tónlist annarra heimshluta (e. „ethnomusicology"). Fagið á sér meira en aldarlanga sögu sem hefst í gullsölum hámenningarinnar í Vínarborg á síðari hluta 19. aldar. Aukin sagnvitund 19. aldarinnar teygði anga sína inn í tónlistarlífið og smám saman urðu bæði fræðimenn, tónskáld og áheyrendur meðvitaðri um tónlist fyrri alda. Fyrst náði vitundin aftur til barrokktímans, síðan endurreisnarinnar og um aldamótin 1900 voru meistarar fjölröddunar á 13. og 14. öld „uppgötvaðir" á nýjan leik. Þessu fylgdi auðvitað sú nauðsyn að afla frekari vitneskju um hin áður gleymdu tónskáld með því að grafa upp lítt kunnar heimildir og um leið þurfti að gera verkin aðgengileg flytjendum í prentuðu formi. Guido Adler og Philipp Spitta voru meðal fyrstu sporgöngumanna hins nýja fags og á árunum 1860-1900 kom út hver heildarútgáfan á fætur annarri. Fyrst Bach, síðar Mozart, Beethoven og Schubert. Austurríki og Þýskaland voru vagga hinnar ungu fræðigreinar allt þar til nasistar komust til valda. Þá hurfu flestir merkustu vísindamenn á þessu sviði til Bandaríkjanna (m.a. Alfred Einstein - Mozart- fræðingur og náfrændi Alberts -, og miðaldafræðingarnir Willi Apel og Otto Gombosi). Þar hefur fagið staðið sterkum fótum æ síðan. 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.