Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 17

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 17
en væru ekki lengur háðir leyfi frá Seðlabankanum til þess. Hins vegar gat Seðlabankinn sett ákveðin takmörk um gjaldeyrisvið- skipti bankanna að fengnu samþykki ráðherra. Bönkunum varð frjálst að velja sér starfsvettvang en voru ekki bundnir viðskipt- um við ákveðnar atvinnugreinar svo sem gilt hafði um þá alla nema Landsbankann. Þeim varð einnig heimilt að eignast hlut í fyrirtækjum, en allt að 15% af eigin fé bankans mátti binda í fyrirtækjum. Bankarnir gátu nú sjálfir tekið ákvarðanir um stofnun útibúa en þeir höfðu verið háðir ákvörðunum ráðherra um slíkt. Hins vegar máttu þeir ekki eiga meira fé bundið í fast- eignum en sem svaraði til 65 af hundraði af eigin fé bankans.10 Með þessu var staðfest frelsi viðskiptabankanna til að ráða eigin málum og taka eigin ákvarðanir um verð á þjónustu sinni og fjárfestingu í fyrirtækjum og húsnæði að uppfylltum skil- yrðum. Stjórnir bankanna tóku nú allar mikilvægustu ákvarð- anir um reksturinn sjálfar. Fór saman ábyrgð stjórnarinnar á rekstrinum og vald hennar til þess að hafa áhrif á tekjur og gjöld bankanna. Bankamálanefndin klofnaði í þrjá hluta í afstöðu sinni til frumvarpsins. Meirihluti nefndarinnar stóð að tillögunum en hann skipuðu þeir Þorsteinn Pálsson, Jón Sólnes og Björn Líndal. Kjartan Jóhannsson skilaði minnihlutaáliti, hann var hlynntur frumvarpinu en gagnrýndi útfærslu nokkurra þátta og það að ekki hafi náðst samstaða um aukna hagkvæmni kerfisins með sameiningu ríkisbankanna." í séráliti Lúðvíks Jósepssonar kvað við harðari tón. Lúðvík sagði: Gert er ráð fyrir að ákvörðun vaxta af útlánum og inn- lánum verði færð frá Seðlabanka og ríkisstjórn til hverrar einstakrar innlánsstofnunar [...] Ég er andvígur þessari breytingu. Tel að hér skorti stórlega á að ein- stakir bankar og sparisjóðir geti ákveðið vaxtagjöld og innlánsvexti. Blind samkeppni á þessu sviði er að mínum dómi fráleit og gæti sett hagsmuni sparifjáreig- enda í hættu og skapað mikinn vanda hjá þeim sem lán þurfa að taka til lengri tíma t.d. í sambandi við útflutn- ingsframleiðslu.12 Lúðvík var líka á móti frelsi bankanna til að opna ný útibú að eigin ákvörðun þar sem það gæti leitt til offjölgunar útibúa og að frelsi til að stofna banka að uppfylltum þeim skilyrðum sem í lögunum voru væri óþarfi þar sem frekar væri þörf á því að fækka bönkunum en fjölga þeim. Hann var líka á móti því að leyfa erlendum bönkum að stofna umboðsskrifstofur hérlendis jafnframt því að vera á móti því að bankarnir mættu eiga hluti í „almennum rekstrarfyrirtækjum, sem ekki tengjast banka- rekstrinum á neinn hátt.“u Rétt er auðvitað að hafa í huga að hér er verið að fjalla um sparifé almennings og því skipti miklu máli að rétt væri að hlut- unum staðið til að tryggja öryggi sparifjárins þannig að ekki vaknaði ótti um að íslenska bankakerfið væri með nokkrum hætti ótryggt. Ekki verður séð annað en allir nefndarmenn hafi haft þetta að leiðarljósi en þá greindi á um með hvaða hætti þetta væri best tryggt. Lúðvík kallaði eftir forsjá ríkisins en hinir nefndarmennirnir töldu að rekstur bankanna væri best kominn í höndum þeirra sem þá áttu, eða sátu í stjórnum þeirra, að öllum skilyrðum laganna að öðru Ieyti uppfylltum. Hér má segja að hafi kristallast skoðanamunur vinstrimanna og frjáls- lyndra í efnahagsmálum. Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi, tók undir sjónarmið Lúðvíks (sem ekki sat lengur á þingi) og bætti um betur og gagnrýndi frumvarpið í löngu máli er það var lagt fram. Hann fann meðal annars að því að samvinnu- félögum væri óheimilt að eiga banka og að bankaráðin skyldu aðeins hlutast til um almenna stefnu bankanna í vaxtamálum.14 Hinn 5. febrúar 1986 mælti samgönguráðherra, Matthías Bjarnason, fyrir frumvarpi til laga um Seðlabanka íslands. Meginbreytingin í frjálsræðisátt var sú að Seðlabankinn skyldi ekki ákveða vexti inn- lánsstofnana heldur skyldu þær gera það sjálfar en bankanum var þó heimilt að grípa inn í.15 Athyglis- vert er að Seðlabankanum var veitt heimild til að grípa inn í ef vaxtastefna innlánsstofnana hentaði ekki stefnu ríkisstjórnar. Það má því segja að frelsið í vaxtaákvörðunum hafi verið skilyrt, bankarnir réðu svo lengi sem ríkisstjórninni, eða Seðlabankanum sem handbendi hennar, þóknaðist ákvarðanir þeirra. Þessu ákvæði var reyndar ekki beitt oft á næstu árum en þó er dæmi um það frá árinu 1988 að beitt var svokallaðri handstýringu vaxta.16 Frelsi bankanna reyndist því ekki fullkomið en þó mun meira en áður hafði tíðkast þegar þeir höfðu í reynd ekkert um vaxtaákvarðanir að segja. Varðandi Seðlabankann sjálfan var um talsverðar breytingar að ræða í þá átt að gera störf Seðlabanka íslands líkari störfum hefð- bundinna seðlabanka. Hlutverk bankans varð ekki síst að beita þeim stýritækjum sem honum voru til- tæk svo sem stýringu á peningamagni í umferð með bindiskyldu innlánsstofnana og reglum um laust fé bankanna en afskipti Seðlabankans af útibúaneti bankanna svo og vaxtastigi þeirra var hætt.17 í umræðum um frumvarpið kom fram að það hafði breyst frá því bankamálanefndin skilaði af sér tveimur árum áður. Taldi Kjartan Jóhannsson að þær breytingar væru síst til bóta og hefðu ekki dregið eins skarpa línu á milli ríkisstjórnarinnar og bankans eins og eðlilegt hefði verið. Svavar Gestsson tók í sama streng í umræðunni og taldi að verksvið bankans væri of vítt skilgreint og ekki hefði náðst það mark- mið að gera starfsemi hans sem líkasta hefðbundnum seðlabanka.18 Svavar gerði að umtalsefni vaxtafrelsið sem hafi verið ákveðið í nýju lögunum um viðskipta- bankana sem samþykkt var á næsta þingi á undan. Hann benti á að ekki væri ljóst hver stefnan væri því ,,[a]nnar stjórnarflokkurinn þykist nefnilega vera á móti vaxtafrelsi, en er með því í framkvæmd, en hinn stjórnarflokkurinn vill markaðsvexti".1* Hér er Svavar að víkja að heimild Seðlabankans, og ríkis- stjórnar, til að grípa inn í og ákveða vaxtakjör bank- anna. Svavar fagnar þessu ákvæði því hann telur að þar með geti hvaða ríkisstjórn sem er í raun ráðið vaxtastiginu í landinu, enda var Alþýðubandalagið ekki hlynnt því að vextirnir réðust á markaði. Hins vegar er ljóst að vald til ákvörðunar um vexti og rekstur bankanna færðist að verulegu leyti frá ríkinu til stjórna bankanna, en rétt er að hafa í huga að stjórnir ríkisbankanna voru kosnar af Alþingi og oftast skipaðar alþingismönnum. Breytingar í verölags- og gjaldeyrismálum í verðlags- og gjaldeyrismálum beitti ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sér fyrir verulegum breyt- ingum í átt til markaðsvæðingar. Verðlag og hækkun þess höfðu verið ríkisstjórnum á Islandi sífellt áhyggjuefni um langa hríð þegar kom fram á níunda áratug 20. aldarinnar. Þau úrræði sem beitt hafði verið voru fyrst og fremst verðstöðvun og opinberar verðákvarðanir. í því augnamiði starfaði Verðlags- stofnun og verðlagsnefnd að því að ákveða verð á 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.