Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 56

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 56
persónur leita höfundar eftir Pirandello og Beðið eftir Godot eftir Beckett. Ymsir innan leikfélagsins, einkum þó Lárus Sigurbjörnsson, voru reyndar and- snúnir því að taka þessi verk til sýningar því Iðnó væri ekki „experimental" leikhús. Magnús vildi hins- vegar að „listin“ fengi að njóta sín á kostnað „kassa- stykkjanna“ sem hann taldi einungis sett upp í atvinnubótaskyni fyrir leikara. Flestir í stjórn félags- ins munu hinsvegar hafa verið á þeirri skoðun að breyta þyrfti LR í atvinnuleikhús með fjölbreytta stefnu og leikhússbyggingu sem baráttumál. Til- raunastefnunni var þar með hafnað. Magnús hætti hjá LR upp úr þessu eftir ósætti við stjórn leikfé- lagsins en hann átti þó eftir að gera leikmyndir nokkur næstu ár fyrir félagið. Aðspurður um hvort hann hafi viljað gera Iðnó alfarið að tilraunaleikhúsi árið 1961 segir Magnús Pálsson: Svarið er sennilega nei. En þá kemur aftur að spurningunni um listrænan metnað sem oft vill þvælast fyrir í leikhúsum. Ég vildi að LR hefði listrænan metnað og hætti að fást við rusl. Ég hef aldrei séð neina skilgreiningu á hugtakinu dlraunaleikhús. Hvað er það eigin- lega? Orðið var gjarnan notað af kurteisum leikhúsmönnum sem vildu distansera sig í augum kurteisra kollega og áhorfenda frá þessu herfilega fyrirbæri sem sveif í þoku fyr- ir hugskotsssjónum þeirra sem eitthvað svart í einhverjum kjallara eða skemmu þar sem leik- myndin var einkum bara leikmunirnir. Einhverjar verulegar tilraunir í gerð leiksýn- inga komu til löngu seinna ef frá eru talin verk absúrdistanna en þau voru alltof fá til að geta verið grunnur að nokkrum leikhúsrekstri á þessum tíma...42 Magnús stofnaði Grímu ásamt Vigdísi Finnboga- dóttur, Guðmundi Steinssyni, Kristbjörgu Kjeld, Þorvarði Helgasyni og Erlingi Gíslasyni er hann fékk ekki hugmyndir sínar samþykktar í Iðnó. Leikhóp- urinn Gríma var í Tjarnarbæ með hléum frá 1961 til 1969. Þar voru frumflutt m.a. ný verk eftir Odd Björnsson, Magnús Jónsson, Birgi Engilberts og Erling E. Halldórsson. í frétt um frumflutning Grímu á Leikritinu um frjálst framtak ungra manna í veröld- inni eftir Magnús Jónsson árið 1965 sagði að leikritið verði „ekki „sýnt“ heldur „flutt": réttara væri máske að segja að það væri bæði og - leikendur lesa verkið upp af sviði en þeir eru ekki rígbundnir við bókina eða óháðir sviðinu."43 Leiklist gegn fjárhagslegum fjötrum Hvað kom til að myndlistarmaðurinn Magnús Páls- son vildi frekar reka tilraunaleikhús án leikmyndar en gera leikmyndir fyrir atvinnuleikhús? Aðspurður um hvort starf Grímu grundvallaðist of mikið á texta og of lítið á rýmis- eða sviðsetningarhugmyndum segir Magnús: Miðað við þær aðstæður og tíma sem Gríma starfaði á veit ég ekki hvort hægt hefði verið að ætlast til meiri framsækni. Tjarnarbíó varð vegna fastrar sætaskipunar ekki annað en gægjukassaleikhús þótt ekki væri þar prósen- íum. Það er ákaflega takmarkað sem hægt er að gera með rými í slíku umhverfi. Ég býst samt við að við höfum notað einhverjar innkomur úr sal og yfirleitt notað salinn heldur meira en þá tíðkaðist. Fábreytni leik- mynda stafaði af þröngum efnahag en einnig af ásetningi að því leyti að menn vildu gjarnan sýna fram á að ekki væri nauðsynlegt að hneppa leikhús í fjárhagslega fjötra vegna dýrra umgjörða leiksýninganna. Áhersla á texta tel ég ekki að hafi verið meiri en tíðkaðist í öðrum leikhúsum.44 Bæði atvinnuleikhúsin fóru að leyfa sér að gera tilraunir. Þjóðleikhúsið notaði til þess Litla sviðið. í maí 1966 var frum- sýnt fyrsta leikrit Birgis Engilberts, Loftbólur, á vegum Þjóðleik- hússins á Litla sviðinu í Lindarbæ en þá stóð Birgir á tvítugu og hafði samið verkið ári áður:„[L]eikmyndina gerði Birgir sjálfur en hún er aðeins þrír tröppustigar mismunandi háir, óbrotin sviðsmynd við hæfi leiksins. Loftbólur eru fjarstæðukennt verk... Söguhetjurnar eru þrír örþreyttir húsamálarar". I sýn- ingu Þjóðleikhússins 1972 á Ósigri og Hversdagsdraumi, þar sem Birgir var einnig höfundur verks og leikmyndar, voru hlutir í yfirstærð. í Þjóðviljanum segir í leikdómi: „Umgjörðin, sem höfundur hefur sjálfur smíðað af hagleik, er rökrétt framhald af [samtali persónanna um lífsgæði] mennirnir verða smærri og smærri, hlutirnir stækka og gleypa þá - það er hægt að villast í blómapotti og kafna í öskubakka...“ Hornakórallinn eftir Odd Björnsson, Leif Þórarinsson og Kristján Árnason var svo frum- sýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins og þótti sæta tíðindum. Sigurður A. Magnússon sagði m.a. í Morgunblaðinu: „Ég held að telja megi „Hornakóralinn“ metnaðarfyllsta og kröfuharð- asta íslenzka verkefni sem hér hefur verið sett á svið.“ Sigurður sagði jafnframt: „[Fjrumleg leiktjöld Gunnars Bjarnasonar voru veigamikill þáttur í heildaráhrifum sýningarinnar...1145 Sveinn Einarsson kveðst ekki hafa viljað gera LR alfarið að tilraunaleikhúsi. Hann hafi viljað höfða til breiðari hóps áhorf- enda og byggja undir innlenda leikritun. „Ég vildi samt brjóta niður veggi í anda Brooks, líkt og Magnús. Hann var hinsvegar í hraðri þróun inn í myndlistina með sínar hugmyndir."46 Sveinn nefnir sem dæmi um sýningar í Iðnó þar sem hafi verið leitast við að brjóta niður veggi sýninguna á Yvonne Búrgundar- prinsesssu 1968 þar sem sviðsmynd Steinþórs Sigurðssonar var einföld; aðeins einn bekkur og kúlissur. Grafískar myndir tákn- uðu frumskóg sem breyttist í óargadýr. Búningar Unu Collins voru eins og stór spil úr spilastokk. í Antígónu 1969 var einnig einfaldleiki í hávegum; hringsvið þar sem mest var byggt á lýsingu.47 Leikmynd Steinþórs fékk þá umsögn að hún væri „álitleg umgjörð um leikinn.“48 Sýningin í heild fékk afar lofsamlega dóma og þótti sýna að nú væri unnt að miða hérlenda leikmenningu „við þau verk sem mestar kröfur gera“.49 Enginn er spámaður í eigin eylandi Odin-teatret kom hingað haustið 1969 ásamt Eugenio Barba á vegum LR þar sem leikið var í miðju rými í leikfimishúsi Mið- bæjarskólanum án sýnilegrar umgerðar. I Alþýðublaðinu segir Sigurður A. Magnússon að þarna sé „stefnt að því að skapa „hreina leiklist“ eða „afstrakt leiklist" að svo miklu sem slíkt er hægt þegar notazt er við orð, leiklist sem beri merkingu sína í sjálfri sér á svipaðan hátt og tónverk eða afstrakt málverk. Formið situr í fyrirrúmi því í sjálfu forminu felst endanleg merk- ing sýningarinnar."50 Jón Þórisson, leikmyndahöfundur var inntur eftir við- brögðum sínum við sýningu Odin teatret haustið 1969 og sagði hann þá að sýning Leiksmiðjunnar, Frísir kalla, í leikstjórn Eyvindar Erlendssonar og með leikmynd Magnúsar Pálssonar, sem var sviðsett í Lindarbæ í mars 1969, hafi verið fullt eins 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.