Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 71
öreigar stórborgarinnar. Fátækrahverfi í London á 19.öld.
Bæði díalektísk efnishyggja Karls Marx og darwinísk fram-
farahyggja Herberts Spencers ganga út frá að félagslegar breyt-
ingar ráðist af efnahagslegum afstæðum og eignarhaldi og
hreyfingu (efnahagslegs) auðmagns (capital). í kenningum
sínum um valdatengsl innan hins félagslega rýmis gengur Bour-
dieu hins vegar út frá að félagslegt vald, og þar með breytingar
innan samfélagsins, grundvallist á þremur tegundum auðmagns:
í fyrsta lagi á hagfræðilegu/efnahagslegu auðmagni (economic
capital) sem byggist ekki síst á efnahagslegri stöðu einstaklinga,
hópa og fyrirtækja innan samfélagsins. í öðru lagi á menningar-
legu auðmagni (cultural capital) sem tengist til dæmis menntun,
þekkingu í vísindum og listum, embættum og almennri þjóð-
félagsstöðu einstaklinga og hópa innan samfélagsins. í þriðja
lagi á táknrænu auðmagni (symbolic capital) sem byggist á
framangreindum tegundum auðmagns og staðfestir um leið
opinbert gildi þess og lögmæti. Táknrænt vald hverfist um
tungumálið og málfræði þess og leitast við að skapa hluti og
merkingu með orðum. Hlutlæg (objective) valdatengsl efna-
hagslegs og menningarlegs auðmagns hafa tilhneigingu til að
móta sig og endurframleiða yfir í táknræn (huglæg/subjective)
valdatengsl í viðleitni sinni til að hafa áhrif á það sem kalla má
„almenna skynsemi" samfélagsins, eða þá heimsmynd sem ríkir
í samfélaginu og mönnum finnst „eðlilegust" innan þess. Sam-
kvæmt þessu fá einstaklingar og hópar aðgang að táknrænu
valdi í gegnum eignir, menntun, samfélagsstöðu og raunar með
aðgengi að flestum þeim þáttum sem búa yfir hlutlægu valdi
innan samfélagsins. Kennivald og réttlæting hins huglæga, tákn-
ræna valds byggist yfirleitt á einhvers konar algildishugmyndum
um náttúrulega eða guðlega samfélagsskipan sem óeðlilegt sé að
hrófla við, og út frá þeim hugmyndum skapar það og viðheldur
sinni heimsmynd. í þessu samhengi má segja að hagsmuna- og
stéttabarátta snúist um vald samfélagslegrar orðræðu og baráttu
um skilgreiningu fremur en hlutbundinn félagslegan veruleika.23
Sterk táknræn staða tiltekins kerfis eða þáttar innan sam-
félagsins getur því mótað eða jafnvel náð forræði yfir öðrum
þáttum þess. Þannig getur darwinísk barátta hins „frjálsa"
markaðar náð að móta félagslegan veruleika og viðteknar hug-
myndir manna um þann veruleika út frá hagfræðilegum „lög-
málum“ framboðs og eftirspurnar.
Andóf Bourdieus gegn „forræói"
ný-frjálshyggjunnar
í bók sinni, Acts of Resistance: Against the Tyranny of
the Market (1998), leitast Bourdieu við að andæfa
hinni altæku markaðshyggju sem felst í kenningum
ný-frjálshyggjunnar (neo-liberalism) og varar um leið
við gríðarlegri útbreiðslu hennar. Hann telur orð-
ræðu ný-frjálshyggjunnar sækja styrk sinn til heils
heims valdasamskipta og -tengsla sem hjálpa henni til
að vera það sem hún er; sérstaklega með því að gera
það að „sannindum" sem í rauninni er ekkert annað
en hagfræðilegur valkostur þeirra sem stjórna efna-
hagslegum valdatengslum og sem slíkir hafa þeir og
nota það táknræna vald er gefur þessum valda-
tengslum merkingu. í nafni vísindalegrar þekkingar
eru kenningar ný-frjálshyggjunnar raungerðar sem
pólítísk sannindi, þrátt fyrir að hagfræðilegar kenn-
ingar séu, með örfáum undantekningum, óhlutstæð
vísindi sem byggja á óréttlætanlegri aðgreiningu milli
hins efnahagslega og hins félagslega. Þessi falska
aðgreining er afleiðing stefnu sem hefur engan annan
tilgang en að standa vörð um hið nýja Algildi
(Absolut), það er „efnahagslega reglu og stöðug-
leika." Þegar (fórnar)kostnaður pólitískrar stefnu-
mörkunar er veginn og metinn í ljósi hagfræðikenn-
inga taka þær vfirleitt ekki með í dæmið það sem
kalla má félagslegan kostnað og ýmis langtímaáhrif
honum tengd. Efnahagslegar ákvarðanir geta þegar
til lengri tíma er litið haft í för með sér atvinnuleysi,
heilsufarsvandamál, vímuefnaneyslu, sjálfsmorð og
fleiri neikvæða þætti sem orðið geta samfélaginu fjár-
hagslega dýrir svo ekki sé minnst á þá mannlegu
eymd sem þeim fylgja.24
Gagnrýni Bourdieus á markaðskenningar ný-
frjálshyggjunnar byggist ekki síst á afneitun hennar á
huglægum (subjective) þáttum efnahagslífs og sam-
félags og samvirkni þeirra við hlutlægari þætti þess.
Þjóðfélagið á sér bæði hlutlæga og huglæga tilveru:
Opinberar stofnanir, reglur og stjórnkerfi eru dæmi
um hlutlæg form samfélagsins, en sú mynd sem
almenningur gerir sér af því er huglæg birtingarmynd
þess. Með hnattvæðingu fjármálamarkaðarins og
hinum mikla hreyfanleika fjármagns sem henni fylgir
standa fyrirtæki sem sett hafa verið á markað frammi
fyrir nýrri hættu; hættunni á að missa tiltrú markað-
arins. Þessi tiltrú virkar sem huglægt markaðsstýring-
artæki2S og getur leitt til gróða eða taps hluthafa á
skömmum tíma án þess að um nokkrar raunveru-
legar afkomubreytingar hafi verið að ræða hjá við-
komandi fyrirtæki. Sennilega er hlutabréfavæðing
fyrirtækja og viðskipti með hlutabréf eitt skýrasta
dæmið um huglæga þætti efnahagslífsins og hins
frjálsa markaðar. Þegar horft er til 19. aldar kenninga
Spencers um „organisma“ samfélagsins má kannski
segja að þær passi illa við hnattvæðingu fjármála-
markaðarins og þau (huglægu) viðskipti með hluta-
bréf sem henni fylgja.
Bourdieu segir marga af sinni kynslóð hafa horfið
frá marxískri örlagahyggju til örlagatrúar ný-frjáls-
hyggjunnar, en þessar kenningar eigi það báðar sam-
merkt að með efnahagslegum rökstuðningi gefa þær
sig út fyrir að lýsa þróun eða ferli með óhjákvæmi-
legum endalokum, sem firrir þær um leið allri
pólítískri ábyrgð: Líkt og margar aðrar kenningar
neita þær nefnilega að taka tillit til eigin kennivalds.
69