Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 87

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 87
Hinn 2. apríl árið 1929 lést Þorleifur, faðir Jóns. Jón tók andlátið mjög nærri sér. Hann var einkar sakbitinn vegna þeirrar byrðar sem hann hafði verið föður sínum fjárhagslega. í aprílmánuði vann Jón því ekkert að kantötunni sem hann hefði þó þurft að gera hefði hann ætlað sér að ljúka henni á tilsettum tíma, en skilafresturinn nálgaðist óðum. Þess í stað samdi Jón þrjú kirkjulög við texta Hallgríms Péturssonar sem hann tileink- aði minningu föður síns sem og Faðir vor fyrir einsöng og orgel. Því er ekki að undra þótt kantötusmíð Jóns hafi tafist nokkuð í kjölfar föðurmissisins.'12 Eftir andlát Þorleifs virðist Jón hafa orðið fyrir nokkrum sinnaskiptum. Bréf hans til Páls bera vott um mun meiri sam- starfsvilja en áður: Kæri Páll! í gömlum plöggum fann eg lag það, sem eg sendi þér hérmeð. Það er skrifað í nýíslenskum sæta- brauðsstíl, og eftir beiðni Einars Benediktssonar. Eg leyfi mér hátíðlega að spyrjast fyrir um hvort söngnefndin 1930 vill nota þetta lag til söngs á Þingvöllum þá. Eg mundi þá setja það út eins og þið óskið, annaðhvort fyrir karlakór eða blandaðan kór, en helst fyrir lúðrasveit/3 Ef til vill vildi Jón sýna Páli þakklæti sitt fyrir að aðstoða fjöl- skyldu hans við útförina, en Jón hafði ekki séð sér fært að vera viðstaddur útför föður síns, búsettur í Þýskalandi: Kæri Páll minn! í gær fékk eg frásögn að heiman um jarðarför föður míns. Mig langar til þess að þakka þér mjög vel fyrir það, að þú hefir stuðlað að því að gera þessa kveðjuathöfn hátíðlegri. Mér fellur svo afarþungt að minnast á lát föður míns, ekki síst nú, og verð eg því að biðja þig að fyrirgefa þessar fátæklegu línur.44 Svo virðist sem Páll hafi átt nokkurn þátt í þeirri ákvörðun Jóns að senda ekki inn verk sitt til þátttöku í kantötukeppninni. Hinn 26. nóvember árið 1930, tæpu hálfu ári eftir hátíðina, skrifar Jón móður sinni: Greinilega þóttist eg sjá Páls innri mann, þegar eg hitti hann í Lúbeck um þetta leyti í fyrra. Eitthvað það fyrsta, sem hann sagði mér, var að þjóðlagaheftið mitt, sem hann hafði litið f væri „bara svínarí". Svo sýndi eg honum tvo eða þrjá kafla úr kantötunni minni, sem þá var í smíðum og þá sagði hann strax, án þess að athuga kaflana til hlýtar: „Þetta verk mundi eg aldrei vilja æfa“. Þá skyldi eg hvernig í öllu lá og hætti við að senda „dómnefndinni“ kaflana, eins og var hálfpartinn að hugsa um. Annars var Páll þarna þó að minsta kosti opinskárri, en ella.45 Þrátt fyrir þessi orð Jóns verður að draga í efa illvild Páls í garð kollega síns. Hinn 23. janúar árið 1929 hafði Páll skrifað Jóni: „Nú er mér það hið mesta áhugamál að þú reynir þig í kantöt- unni. Þú ættir undir öllum kringumstæðum að gjöra það! Hvort ég geri það er vafasamt, en ef ég fæ tíma geri ég það, þó ég hafi litlar vonir um að það beri árangur."46 í ritdeilum þeim sem fram fóru á síðum Morguttblaðsins í kjölfar fyrrnefndra útvarpsþátta Hjálmars H. Ragnarssonar um Jón Leifs gerði Jón Þórarinsson tilraunir til að draga úr heimildargildi þessa bréfs Jóns til móður sinnar.47 Hann vefengir það að umrætt samtal hafi raunverulega átt sér stað. Jafnframt segir Jón Þórarinsson að ef það þá hafi farið fram hafi frestur til þátttöku í kantötukeppninni hvort eð er verið útrunninn „um þetta leyti í fyrra“. Ummæli Páls hefðu því ekki getað haft úrslitaáhrif á ákvörðun Jóns Leifs að mati Jóns Þórarinssonar. Taldi hann ummæli Jóns ómaklega tilraun hans til að skella skuldinni á Pál. Mótbárur Jóns Þórarinssonar standast hins vegar varla. Allt bendir til þess að sam- talið hafi átt sér stað. Hægt er að slá því föstu að tón- skáldin tvö hafi hist einmitt í Lúbeck í byrjun októ- ber árið 1929. Páll var á ferðalagi í Þýskalandi með konu sinni og komu þau aftur til íslands með Gull- fossi hinn 14. október. Þremur dögum síðar ritar Páll Jóni svo bréf þar sem hann byrjar á að þakka honum „fyrir síðast í Lúbeck“.48 Ljóst er því að leiðir þeirra Jóns og Páls hafa legið saman einmitt um það leyti sem Jón var að velta fyrir sér þeim kosti að senda inn fyrstu þrjá kafla kantötunnar til sendiráðsins í Kaup- mannahöfn. Röksemdir Jóns Þórarinssonar um síð- asta skiladag í kantötukeppninni sem ákveðinn hafði verið 1. október eru einnig hæpnar. Dómnefndin í keppninni um kantötuna tók afstöðu til allra þeirra tónsmíða sem henni bárust, jafnvel þótt seint væri. Nýttist það til að mynda Páli sem sendi kantötu sína inn eftir auglýstan skilafrest. Páll skilaði ekki kantötu sinni fyrr en um miðjan október og síðasta kantatan barst dómnefndinni 6. nóvember, rúmum mánuði eftir tilsettan skiladag.49 Jón Leifs og Páll ísólfsson voru vanir að tala hisp- urslaust hvor við annan líkt og bréfaskipti þeirra sýna glöggt. Um tónlist sína virtust þeir þó fremur skiptast á skoðunum augliti til auglitis en ekki bréf- lega. Engan skal þó undra að Páll hafi tjáð Jóni álit sitt á kantötu hans er þeir hittust í Lúbeck því hann var ekki vanur að liggja á skoðunum sínum um tón- list Jóns. Til dæmis féllu honum píanólög Jóns op. 2, sem Jón sendi honum nýprentuð í ársbyrjun 1925, ekki að öllu leyti í geð: „Já, bestu þakkir fyrir Op. 2. Ekki fellur mjer nú vel við alt í því. En um það tölum við þegar við hittumst.“50 Hverjum manni hljóta að vera skiljanleg þau orð Páls er hann segist ekki vilja æfa kantötu Jóns til flutnings á Alþingishátíðinni. Verk Jóns var langt fyrir ofan getu íslensku tónlistar- mannanna sem sjá áttu um hljóðfæraslátt á hátíðinni. Jón Leifs tók ekki tillit til þeirra krafta sem fyrir hendi voru. Kantatan sem flytja skyldi við Alþingis- hátíðina árið 1930 átti aldrei að vera annað en tæki- færisverk, samið af ákveðnu tilefni og flutt til að ljá því hátíðarblæ. Jón Leifs var hins vegar ekki tæki- færistónskáld. Verkum sínum ætlaði hann langra lífdaga. Óvíst er að Páll hafi gert sér grein fyrir því hvaða áhrif athugasemdir hans um kantötu Jóns myndu hafa á þátttöku hans í keppninni. Einlægur virtist vilji Páls ísólfssonar vera til að tryggja hlutdeild Jóns Leifs í Alþingishátíðinni. Hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að Jón ætti einhvern þátt í tónlisdnni sem flytja átti við Alþingishátíðina. Hann vissi að Jón var með passacaglíu, eða öllu heldur orgelkonsert, í smíðum og sendi honum þessar línur í byrjun janúar árið 1930: Kæri Jón minn! Kærar þakkir fyrir kortið þitt. Það var eitt atriði sem mig langaði til að skrifa þér nú um. Ég býst við að halda einn orgel- konsert strax eftir hátíðina í sumar, á meðan hátíðargestirnir eru ennþá í bænum. Á prógramminu mundi ég hafa Buxtehude, Bach og Reger og ef þú gætir sent mér stærra verk til innæfingar í tæka tíð þá mundi ég mjög gjarnan vilja enda á því. En það yrði að líkindum að vera samið fyrir orgelsóló. Samt er ekki útilokað að það mætti vera með 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.