Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 108

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 108
Ragnhildur Bragadóttir er fædd árið 1952. Hún útskrifaðist með BA próf í sagnfræði frá Háskóla íslands árið 2001. Er blómatími póstkorta liðinn?1 Póstkortið er um það bil jafngamalt nýliðinni öld og var í almennri notkun alla öldina. Hugsanlegt er að hún verði bæði sú fyrsta og sú síðasta, því upp er runnið skeið upplýsinga byltingar og margmiðlunar. Munu menn eftirleiðis nenna að leggja á sig að skrifa og póstleggja, hvað þá safna svo efniskenndum hlut sem póstkortið er? Allavega virðast raðir póst- kortasafnara nú um stundir heldur þunnskipaðar. Póstkortið er á hröðu undanhaldi fyrir talsíma og tölvutækni. Að undanskildum jólakortum, sem eru þau kort sem menn enn þráast við að senda hver öðrum, eru það kort handa ferðamönnum sem helst ganga út. Áður fyrr voru kort af öllu tagi send vinum og ætt- ingjum, og af margvíslegu tilefni. Hver er uppruni og saga póstkorta? Gömul póst- kort segja mikla sögu, jafnt í myndum sem orðum skráðum af mörgum og misjöfnum höndum. Korta- safn er eins og myndskreytt dagbók sem fjöldi fólks hefur samið. Hvert kort ber samtíma sínum vitni. Það veitir okkur sem snöggvast tilviljunarkennda innsýn í söguna. Þungan nið stórviðburða aldarinnar má stundum greina í fjarska meðan önnur kort vitna í bókstaflegum skilningi um stórtíðindi líðandi stundar. Ekkert jafnræði er í því, af hvaða tilefni eða hvötum kort er skrifað né hver persónan er. Mikil tíðindi eru einatt sögð af hóglátum áhorfanda og miður merkilegum atvikum lýst af innlifun þeirra sem mælskari eru. Myndirnar á kortunum og orð- sendingar þeirra bera með sér blæ liðins tíma. í leift- ursýn bregður fyrir kringumstæðum af ýmsu tagi; ævir og örlög mannanna birtast okkur ljóslifandi. Póstkort lofsyngja það sem efst er á baugi hverju sinni: fræga fólkið, atburðina, viðföng og málefni líð- andi stundar, veita innsýn í augnablikið þegar við- burðurinn á sér stað. Þau birta í senn andblæ liðinnar tíðar og samtímaviðhorf fortíðar. í gömlum og lúnum skókössum eða vindla- kössum uppi á háalofti eða niðri í kjallara, á forn- sölum, bílskúrsútsölum og flóamörkuðum má oftar en ekki finna gömul póstkort, oftast nær þvæld og krumpuð, en ávallt áhugaverð og stöku sinnum verð- mæt í tilfinningalegum jafnt sem veraldlegum skiln- 'Mtinjfjhim fdgutíhinfomle/yij eyjd: ft» kJfuj.jóklúnd 'og grœnUdxkLiti rlJ fn iwtfun og hmiJpiH, iybnzhi mejpi, trpdá xm hhrftmu úrbrji ái mtrjhá." Kona á íslcnskum búningi mcð hrífu Kona með hrífu í hendi. Teikning. Kort af íslandi, máluð ljósmynd af höfninni í Reykjavík og Esjunni. Nafn listamanns ólæsilegt. Gæti mögulega verið Finnur Jónsson. ígildi þ-s er þó skrifað hér með p-i, sem dregur úr líkum þess að íslenskur maður hafi dregið stafina, en líklegt má telja að listamaður sá er teiknaði stúlkuna hafi og skráð textann. Útg. Stenders Forlag. Áprentuð vísa: Margt á húti fagurt, hin fornhelga eyja: Fossana, jöklana og grœnklceddan dal. En augun og brosið þitt, íslenzka tneyja, er það setn hjartanu úr brjósti mér stal. Borgarskjalasafn ingi. Bandarískir eðalkortasafnarar nefna sig deltiologists. Orðið er fundið upp í Ameríku til að hysja þessa tómstundaiðju upp úr þrúgandi andrúmi og elliryki skranbúðanna og yfirfæra á hana einhvers konar háleita köllun eða jafnvel háfræðileg og eitilhörð vísindi. Safnarar þessir - eða póstkortafræðingar - eiga samsafn af gömlum póstkortum og langar til að fræðast meira eða deila vitneskju sinni. Þá langar tii að vita um uppruna korta sinna, sögu, aldur og áætlað verðgildi. Skoðanamunur, mismunandi 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.