Sagnir - 01.06.2001, Síða 25

Sagnir - 01.06.2001, Síða 25
Meistarasöngvararnir eru stundum kallaðir „þýskasta ópera Wagners“. Þegar Bayreuthhátíðin átti að stappa stálinu í her- menn og aðra gesti í seinna stríði var hún tíðast sýnd. Hún sker sig úr óperum Wagners sem eina gamanóperan og hefur vafa- laust þótt vænlegri til uppörvunar en heimsendir Hringsins eða sjálfsmorð Tristans. Þjóðernislegri kafli í óperum Wagners en sá sem hér er tilfærður finnst ekki. Þetta er líka eini kaflinn.18 Þegar komist hefur verið að þeirri niðurstöðu að óperur Wagners séu svo að segja lausar við þjóðernisáróður er rétt að reifa andgyðingleg viðhorf Wagners og kanna hvort þau komi fram í óperum hans. Andgyðingleg viðhorf Wagners voru í takt við það sem almennt gerðist í Evrópu um hans daga. Sagnfræð- ingar hafa leitt í ljós að Þýskaland skar sig ekki úr meðal þjóða í Evrópu hvað varðar gyðingahatur í lok 19. aldar, öfugt við almenna tilfinningu fólks nú á dögum. Hins vegar voru andgyð- ingleg viðhorf almennari í Frakklandi og víða í A-Evrópu.19 Þegar kynþáttakenningar ruddu sér til rúms á 19. öld, og blönd- uðust fyrri fordómum, tók aldagömul andúð á gyðingum á sig ýmsar myndir. Deilt er um hvers eðlis andsemitismi Wagners var og halda færri því fram að hann hafi verið kynþáttalegs eðlis.20 Gottfried Wagner, sonarsonarsonur Richards, hefur ákaft tengt skoðanir hans kynþáttakenningum manna á borð við Arthur Gobineau en skortir sannfærandi rök fyrir máli sínu.21 Andúð Wagners á gyðingum fólst einkum í þjóðerniskennd hans. Hann taldi gyðinga sem ekki beygðu sig undir þýska menningu og þýsk gildi spilla fyrir einingu þjóðarinnar og grafa undan sjálfs- mynd hennar. í ritgerðinni „Judentum in der Musik“ heldur Wagner því fram, að menningarlegt rótleysi gyðinga hefti list- ræna hæfileika þeirra og spilli fyrir öðrum. Hann leit á gyðinga sem útlendinga í Þýskalandi sem bæri að losa úr landi, en ekki sem óæðri manneskjur. Andsemitismi Wagners endur- speglar aldagamla andúð og á lítið skylt við kynþáttalegan andsemitisma.22 í óperum Wagners finnst hvorki tangur né tetur af andgyð- inglegum viðhorfum. Þeir sem sjá skrattann í hverju horni í þessu efni þykjast hins vegar sjá andsemitisma bregða fyrir í ýmsum myndum. Við nákvæma leit í öllum óperunum að ein- hverju sem má túlka sem andgyðingleg viðhorf uppskar ég ekkert.23 Áðurnefndur Gottfried er dæmigerður fyrir þá sem eru ósammála mér. í ævisögu sinni tiltekur hann sterkustu dæmin sem hann þekkir um andsemitisma í óperum áa síns. Gottfried hefur alla sína ævi kappkostað að leiða í ljós stækt gyðinga- hatur Wagners og hann gjörþekkir verkin. Dæmi hans eru því sterkustu dæmin sem fundist hafa. Dæmin sem hann tiltekur eru gamlar lummur um Parsifal og Hringinn sem andsemitísk verk.24 Rökstuðningur Gottfrieds er síst sterkari en þeirra sem áður hafa reynt að færa rök að því að Fáfnir, Mímir, Alberich og Högni séu táknmyndir gyðinga. Kenningin hlýtur engan stuðing í skrifum Wagners, sem víkja margoft að túlkunarmöguleikum verkanna. Rökstuðningur Gottfrieds og skoðanabræðra hans er, að þar sem áðurnefndar persónur séu fégráðugar, valdafíknar og undirförular leiði af sjálfu sér að þær séu táknmyndir gyðinga. Meðan sterkari rökstuðningur kemur ekki til má hiklaust dæma þessar túlkanir sem loftkastala kenningarsmiðanna. Þegar Gott- fried þykist færa sönnur á stuðning Wagners við helförina með því að rýna í Parsifal og persónusköpun Klingsors og Kundryar þarf ekki fleiri vitnanna við um þessa loftfimleika.25 Langsóttari rökstuðningur er utan míns ímyndunarafls. Óperur Wagners eru hvorki andgyðinglegar né hlaðnar þjóðernisáróðri. Að nær öllu leyti sýnast þær ópólitískar. Wagner var ákafur þjóðernissinni og stóð oft í ströngu vegna pólitískra skoðana sinna.26 Gild rök hafa verið færð að því að hann hafi verið allt annað en geðugur maður, lastafullur umfram aðra menn.27 Allt um það er erfitt að merkja það í óperum hans. Það er líka ljóst að hann bar enga ábyrgð á því sem síðar varð í Þýskalandi þegar nasistar mistúlkuðu og mis- notuðu verk hans. Allt tal, sem stundum heyrist, um að hefði hann verið uppi á dögum Þriðja ríkisins hefði hann verið ákafur nasisti er óraunhæft og tilgangslaust. Wagner var ekki nasisti.28 Sjálfstæði Bayreuth - pólitískt og listrænt Löngu áður en nasistar komu til sögunnar þyrptust þjóðernissinnar og hægrimenn til Bayreuth og nutu þess sem þeir töldu sýna yfirburði Þjóðverja í and- legum efnum. Meistarasöngvararnir höfðuðu strax í upphafi til þessa hóps umfram önnur verk. Þegar leið fram yfir fyrra stríð kom fram sú túlkun á Hringnum sem nasistar tóku upp á arma sína. Hringurinn var þá fyrst og fremst túlkaður sem táknsaga Þýskalands, með Siegfried í hlutverki sannra Þjóðverja. Siegfried fellur saklaus, grunlaus og dyggðugur, fórnarlamb valdagírugra öfundarmanna sinna. Fjandmenn Sieg- frieds fengu snemma á sig stimpil gyðinglegrar hegð- unar og táknuðu óvini Þjóðverja. Ekki þarf að fjöl- yrða um túlkun þjóðernissinnaðra hægrimanna á spjótsstungu Högna í bak Siegfrieds, samsvörunin er augljós. Óvinir gátu leynst innanlands sem utan.29 En hver var afstaða Wagnerættarinnar sjálfrar, leiðtoga hátíðarinnar? Eftir dauða Wagners 1883 tók Cosima, ekkja hans, við stjórn hátíðarinnar. Saga Cosimu er afar sérstök og áhugaverð, einkum fyrir þá sem finnst þriðji þáttur Tristan und Isolde óraunveru- legur. Richard dó hægum dauðdaga í örmum Cosimu í Feneyjum og segja má að hún hafi dáið samtímis, rétt eins og ísold þegar Tristan leið. Við dauða Richards hætti Cosima að lifa þótt hún dæi í hárri elli löngu síðar, 1930. Cosima var Festspielleiter til 1906, þegar Siegfried, sonur þeirra hjóna, tók við. Tíminn stóð í stað hjá Cosimu og allt skyldi vera ósnert eins og „meistarinn“30 skildi við það. Þegar Cosima dó lágu flestar eigur Wagners á sama stað og hann lagði þær, húsgögnin í Wahnfried, aðsetri fjöl- skyldunnar, voru óhreyfð, föt Richards voru á sama stað. Jafnvel bókin sem Wagner skildi eftir á stofu- borðinu var óhreyfð.31 Sama gilti um óperuupp- færslur hennar. Breytingar voru ekki gerðar nema nauðsyn krefði og fyrirskipunum Richards var fylgt Cosima og Richard með Siegfried á milli sín. Siegfried átti sannar- lega ættir að rekja til merkra tónlistarmanna því að Franz Liszt var móðurafi hans. út í ystu æsar. Persónulegar skoðanir Cosimu gáfu heldur ekki tilefni til þess að telja Bayreuth pólitísk- ari en áður. Cosima var nánast óafvitandi um það sem fram fór utan Wahnfried og Festspielhaus. Hún talaði um löngu látna listamenn, heimspekinga og 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.