Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 38

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 38
þeirra fyrir sig) sem máli skipta. Meðal þeirra væri hiti og kuldi í híbýlunum, loftraki þar og gólfkuldi, næðingur, einangrunargildi lofts og veggja, dagsbirta, birtuskilyrði og fjölmargt annað. Þegar þetta væri búið og gert mætti eflaust draga ýmsar mikilvægar ályktanir af niðurstöðunum, til dæmis áhrif þessara þátta á heilsufar fólks, ungbarnadauðann og meðal- aldur almennings. Niðurstöðurnar væri jafnframt auðvelt að bera saman við þær kröfur sem bygging- aryfirvöld gera nú til dags þegar reistar eru íbúða- byggingar fyrir almenning. Þannig fengju menn all- skýra mynd í tölum talið um þær aðstæður sem áar okkar bjuggu við í húsnæðismálum. Líklegt er að hún myndi skerpa sýn okkar og skilning á þeim kjörum og aðbúnaði sem þjóðin bjó við öldum saman. Reyndar er ekki unnt að draga heildarmynd af lífi hennar um aldir án þess að húsakosturinn komi þar við sögu eins og Guðmundur Finnbogason benti á þegar árið 1918, eins og síðar verður rakið. Vonandi munu þessar mælingar fara fram þótt síðar verði. En það má líka leita annarra leiða að sama marki. Hverjar skyldu þær vera? Þar sem byggingarefni torfbæjarins er okkur jafn- aðgengilegt nú og það var í árdaga er auðvelt að kanna eiginleika þess í rannsóknastofnunum og gera sér þar með allskýra mynd af þeim húsnæðisað- stæðum sem fólk bjó við í torfbæjunum. Nú á tímum er auðvelt að hanna slíkan bæ í tölvu og mæla hann síðan í krók og kring; flestallar byggingar nú um stundir eru reyndar hannaðar og reiknaðar þannig. Raunar mætti einnig gera margvíslegar rannsóknir á eiginleikum hans í tölvunni. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hannaði slíkan sýndarveruleika fyrir höfund vegna samningar þessarar greinar í janúar og febrúar 2002. Skal honum nú lýst að nokkru. Hverjar upplýsingar gefur torfbær tölvutækninnar? Tölvubær rannsóknastofnunarinnar er lítið hús, aðeins 3x8 metrar að innanmáli, þannig að grunn- flöturinn er 24 fermetrar. í aðalatriðum er hann harla einfaldur og hefðbundinn. Útveggir hans standa á undirstöðum úr grjóti og eru hlaðnir lagskipt úr torfi og grjóti, einn metri að þykkt, jafnþykkir efst sem neðst (til hægðarauka við útreikninginn), þótt vitað sé að í reynd var verulegur flái á þeim utanverðum. Að innan eru þeir hvorki þilklæddir né einangr- aðir en dýrahúðir þó hengdar innan á þá. Utanvert eru þeir grónir. Vegghæð torfhleðslunnar er 1,5 metrar. Þakið er ásaþak, þar sem ás gengur langsum eftir því miðju og sperrur út frá honum niður í vegg- ina, sitt hvorum megin. Þvert ofan á sperrunum liggja þrjú langbönd sitt hvorum megin, efst, í miðju og lægst. Ofan á langböndunum hvíla flatar hellur eða húðir en síðan tekur við 10 sentímetra reiðingur eða hríslag sem liggur á þeim. Því næst tekur við 10 sentí- metra þurrt torflag (millilag) og yzt er síðan 15 sentí- metra moldarkennt torflag. Þakhalli er 40°. Timbur- stafn er í öðrum enda hússins. Nær hann frá gólfi til lofts og er þiljaður að innan en óeinangraður, þar á eru dyr, það er einföld hurð. Timburspíss af sömu gerð er í hinum, ofan á torfhleðslu sem er 1,5 metrar á hæð. Hann er líka þiljaður en án einangrunar. Gólf- ið er úr þéttri mold (jarðvegsgólf). Við útreikninginn er miðað við að enginn snjór sé á þakinu og loftskipti í naumasta lagi, sem sé 0,5 loftskipti á klukkustund (lágmark, svo þau séu viðunandi). Hvernig skyldi fólki hafa liðið í slíku bæjarhúsi? Er hægt að svara þeirri spurningu gagngert? Miðað við, að utanhúss sé -10° C kuldi en +15° C innihita krafizt í þessu dæmi, er hitaþörf í þessu bæjarhúsi 2435 vött.2 Hvernig gátu íbúarnir fengið hana uppfyllta? Innihitinn gat komið úr ýmsum áttum. Sjálfir lögðu íbúarnir nokkuð til, í formi efnaskiptahita en hve mikill hann var fór eftir aldri þeirra, fjölda og hvað þeir höfðust að. Yfirborðsflötur fullorðins meðalmanns er talinn tæpir tveir fermetrar. Við létta, sitjandi vinnu (til dæmis á kvöldvöku) gefur hann frá sér 70 vött á fermetra. Því gefur einstaklingur frá sér 2x70 vött, samtals 140 vött. Verða nú reiknuð tvö dæmi er sýna aðbúnað fólks, allt eftir því hvort fimm eða 14 manns höfðust við á ofangreindum 24 fermetra gólffleti. Hafi fimm manna hópur (fjölskylda) fullorðinna ein- staklinga verið saman kominn í tölvubænum hefur hann gefið frá sér 700 vött, sem er fjarri því að framkalla +15° hita innan- húss. Miðað við -10°C kulda utanhúss og 2435 vatta hitaþörf innanhúss vantaði þetta heimili því 1735 vött. Hvað gat varma- gjöf þeirra sjálfra, sem einstaklinga (efnaskiptahitinn), hækkað innihitann mikið frá utanhússkuldanum? Hún gat aðeins hækkað hann um +7°C, það er komið honum í -3°C. Heimilis- fólkið vantaði því +18°C til þess að geta búið við innihita, er næmi +15°C. Nútímafólki þætti að vonum hrollkalt að búa við -3°C innihita, jafnvel tímunum saman, og það væri verðugt rannsóknarefni að kanna hver áhrif slíkar aðstæður höfðu á líf fólksins í landinu. í þessu dæmi má líka hafa í huga, að börn gefa ekki frá sér jafnmargar hitaeiningar og fullorðnir og því hafa barnafjölskyldur oftsinnis orðið að búa í meiri húskulda en hinar, þar sem fullorðnir einstaklingar voru ef til vill einir til húsa. Hafi 14 fullorðnir verið í heimili á þessum bæ gáfu þeir frá sér 1960 vött, sem er heldur ekki nóg til að ná +15° innihita, miðað við -10°C kulda utandyra. Þetta heimili vantaði því 475 vött, miðað við 2435 vatta hitaþörf. Hvað gat varmagjöf þeirra sjálfra sem einstaklinga (efnaskiptahitinn), hækkað innihitann mikið frá utanhússkuldanum? í þessu dæmi dugði hún til að koma honum í +10° C, sem sé hækkað hann um 20°. En þar sem gert er ráð fyrir +15° C innihita í því vantaði +5° á að hann næðist. Hvar og hvernig gat fólkið í torfbæjunum fengið þann viðbótarhita, sem því var iífsnauðsynlegur? Leiöir til hækkunar á innihita Heimilisfólkið í torfbæjunum hefur eflaust notað ýmsar leiðir til að hækka hitastigið. Aukin hreyfing íbúanna gaf af sér meiri varma og meðalerfið vinna innandyra gerði það líka, hún kallaði fram 116 vött á hvern líkamsfermetra í stað 70 vatta í léttri sitjandi vinnu. Fjós undir baðstofuloftinu hafði mikla varmagjöf í för með sér og því meiri sem kýrnar (eða dýrin) voru fleiri. Loks hafði snjór á bæjarþakinu mikið einangrunar- gildi. Miklu meiri hid tapaðist út um þakið að vetri til þegar snjólaust var heldur en þegar á því hvíldi til dæmis þurr, nokkuð nýfallinn snjór. Áætlaður munur á kólnunartölum á hvern fer- metra (U-gildi) þess er 0,834 í fyrra tilvikinu móti 0,316 í því síðara. Loks þarf að gæta að því að gólfið var þeim mun hlýrra sem innar dró. Hlutfallstölurnar í því efni eru 1 á jaðrinum, við mót gólfs og veggjar en 1,5 í sem næst húsinu miðju. í ljósi þess má ætla að íbúarnir hafi haft tilhneigingu til að þjappa sér saman á tiltölulega afmörkuðu svæði sem næst húsinu miðju, þar sem þeir gátu notið hlýju hver frá öðrum. Þá má einnig gera 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.