Sagnir - 01.06.2001, Síða 33

Sagnir - 01.06.2001, Síða 33
ingum „yfirmann myrkvunar“. önnur segir að Knappertsbusch hafi þvertekið fyrir að stjórna Parsifal ef dúfan í sýningunni væri á bak og burt. Hann hafi loks fengið þessu framgengt og séð dúfuna yfir sér úr gryfjunni. Áhorfendur sáu hana hins vegar aldrei því að hún hékk of hátt. Þetta er ekki selt dýrar en það er keypt. 61 Þýdd tilvitnun úr: Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 269. 62 Um nasíska fortíð Karajans hefur allnokkuð verið rætt frá stríðslokum, og hefur sitt sýnst hverjum. Árið 1999 kom hins vegar út langþekktasta ævisaga Karajans eftir breska fræðimanninn Richard Osborne. Þessi ævisaga, sem er mikill doðrantur, er lofuð í hástert af tónlistarsagnfræðingum og þykir einhver vandaðasta tónlistarsögubók síðari ára. í henni fer Osborne í saumana á meintri nasískri fortíð Karajans, en hann var flokksbundinn nasisti. Osborne kemst að þeirri niðurstöðu, að Karajan hafi alls ekki verið nasisti í raun, og aðild hans að flokknum eigi sér aðrar skýringar, sem hann rekur nákvæmlega. Röksemdir Osbornes eru sannfærandi og heita má, að deilur um þetta mál hafi koðnað niður eftir að bókin kom út. Osborne, Richard, Herbert von Karajan. A Life in Music. London, 1999, sjá atriðisorðaskrá. 63 Furtwángler var í miklum metum hjá nasistum og hann gegndi ýmsum stöðum í stefnumótunarvinnu nasista. Að stríði loknu reyndi hann ákaft að hreinsa sig af sam- starfinu við nasista en gekk illa. Hann reyndi fyrir sér í Bandaríkjunum en var illa tekið. Hljóðfæraleikarar á borð við Arthur Rubinstein og Walter Gieseking afboðuðu þátttöku sína á tónleikum í Bandaríkjunum þegar Furtwángler var fenginn til þess að stjórna þeim. Furtwángler dó 1954 en hafði þá snúið til baka til Þýskalands. Þar hafði fortíð hans lítil áhrif, að séð verði, og var honum tekið opnum örmum. Það er kannski dæmi- gert fyrir þýska Iistamenn sem voru fyrrum nasistar, a.m.k. opinberlega. Ardoin, John, The Furtwángler Record. Portland, 1994, bls. 42-62. 64 Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 269. 65 Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 195. 66 Sjá t.d.: „A Wagnerian Drama of Succession“. The Wall Street Journal, 12. apríl 2001, bls. 15. 67 Það varpar kannski skýru ljósi á Niflungahringslíkinguna að þegar Friedelind sá hversu vel hátíðin gekk 1951 vildi hún ólm stinga ágreiningnum og bókinni undir stól og eiga þátt í hinni nýju hátíð. Skiljanlega tóku Wolfgang og Wieland henni ekki opnum örmum þegar hún kom að heimta sitt í Bayreuth 1952. Þeir réðu hana til starfa á hátíð- inni um stundarsakir en léðu ekki máls á að hún kæmi nálægt stjórn hátíðarinnar. Wini- fred fyrirgaf Friedelindi aldrei bókarskrifin og baktalið. Wagner, Friedelind, Nacht iiber Bayreuth. Die Geschichte der Enkelin Richard Wagners. 3. útg. Lola Humm þýddi úr ensku á þýsku. Köln, 1997. - Syberberg, Hans Júrgen, Winifred Wagner II. 68 Wagner, Gottfried, Wer nicht mit dem Wolf heult, einkum bls. 72-137. 69 Wagner, Wolfgang, Lebens-Akte. Autobiographie. Múnchen, 1994, bls. 44-53, 71-132 og víðar. 70 Eftir Wieland ungum er haft að hann óskaði þess að Hitler væri faðir sinn en ekki Siegfried. Sonur Wielands, fæddur 1943, heitir í höfuðið á Hitler, Wolf-Siegfried Wagner. Það lýsir tæpast andúð á „Onkel Wolf“. Wessling, Bernt W., Wieland Wagner, einkum fyrstu níu kaflarnir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.