Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 88
orkestri en þá ber að taka tillit til kraftanna
hér. Mér leist þannig á að Passacaglia þín væri
þrælstrembin að spila - einkum í samspili. Ef
þú ert búinn með hana núna þætti mér vænt
um ef þú vildir senda mér hana, og skal ég
passa hana vel að eigi glatist.51
Ekkert varð þó úr áformum Páls að leika orgel-
konsert Jóns Leifs við Alþingishátíðina, enda verkið
ekki tilbúið fyrr en mánuði eftir samkomuna.52
Jóni hljóta það að hafa verið mikil vonbrigði að
vera ekki viðriðinn hátíðarhöldin á Þingvöllum árið
1930. Hróður Páls ísólfssonar var hins vegar mikill
að hátíðinni lokinni. Líkt og með fleiri misheppnaðar
tilraunir Jóns Leifs til að hafa áhrif á íslenskt tónlist-
arlíf rann ráðagerð hans um Alþingishátíðina í sand-
inn fyrst og fremst vegna eigin óbilgirni. Svo fór sem
fór vegna staðfastrar trúar hans á eigin hæfileika og
köllun til tónsmíða sem og lítils álits hans á hæfi-
leikum flestra sem við tónlist fengust á íslandi og tor-
tryggni hans í garð þeirra. Ástæður þess að Jón Leifs
sendi ekki Þjóðhvöt sína til kantötukeppninnar voru
aftur á móti fjölþættar. Ekki er hægt að skella allri
skuldinni á einstrengingshátt tónskáldsins og enn
síður er hægt að sakast við Pál ísólfsson. Persónu-
legar aðstæður Jóns Leifs áttu stóran þátt í því að
hann ákvað að hverfa frá keppninni.
Tilvísanaskrá:
1 Grein þessi er unnin upp úr hluta BA ritgerðar höfundar: „ómstríð hljómkviða um-
bótanna. Af samskiptum Jóns Leifs og Páls ísólfssonar.“ BA ritgerð í sagnfræði við Há-
skóla íslands, 2001. Lbs-Hbs.
2 Áður en Jón Leifs hélt til Þýskalands til náms fékk hann leyfi Alþingis til að breyta
nafni sínu úr Jón Þorleifsson í Jón Leifs. Hann mun þá hafa haft í huga að það gæti
reynst útlendingum torvelt að bera fram upphaflegt föðurnafn hans. -Hjálmar H.
Ragnarsson, „Jón Leifs.“ Andvari XXXII (1990), bls. 5-38. Sjá bls. 13.
3 Hochschule f«r Musik und Theater Leipzig. Hochschulbibliothek Bereich Archiv (hér
eftir H.f.M.u.Th.). [án númers] Inskriptionen.
4 H.f.M.u.Th. [án númers] Inskriptionen.
5 Hinn 2. apríl árið 1843 var fyrsti þýski tónlistarskólinn stofnaður í Leipzig. Sex kenn-
arar voru ráðnir við skólann, þeir Felix Mendelssohn-Bartholdy, Moritz Hauptmann,
Robert Schumann, Ferdinand David, Christian August Pohlenz og Carl Ferdinand
Becker. í upphafi var skólinn til húsa í byggingu á lóð Gewandhaushljómsveitarinnar
milli Neumarkt og UniversitátsstraSe í Leipzig. Árið 1876 hlaut skólinn heitið
Königliches Konservatorium der Musik zu Leipzig og 11 árum síðar eða árið 1887 eign-
aðist skólinn húsnæði við Grassistrafie 8, en þar starfar skólinn enn í dag. Heiti skólans
var breytt árið 1924 í Landeskonservatorium der Musik zu Leipzig og aftur árið 1946 er
farið var að kalla stofnunina Hochschule fúr Musik og var þá fyrst tekið að kenna hana
við Felix Mendelssohn. Tónlistarskóli þessi er nú starfandi undir nafninu Hochschule fúr
Musik und Theater „Felix Mendelssohn-Bartholdy“. Sjá Röntsch, Paul, Festschrift zum
75 Jahrigen Bestehen des Königl. Konservatorium der Musik zu Leipzig am 2. April 1918.
Leipzig, 1918, bls. 12. - Wehnert, Martin, Johannes Forner, Hansachim Schiller,
Hochschule fiir Musik Leipzig. Leipzig, 1968, bls. 209. - Forner, Johannes, „Zeittafel zur
Geschichte der Hochschule.“ Hochschule fiir Musik und Theater „Felix Mendelssohn
Bartholdy “ Leipzig. 150 Jahre Musikhochschule 1843-1993. Ritstjóri Johannes Forner.
Leipzig, 1993, bls. 230.
6 Sú lengsta og gagnorðasta birtist í Morgunblaðinu hinn 14. ágúst árið 1921 undir heit-
inu „íslenskt tónlistarlíf.“ Hún vakti hörð viðbrögð. Til dæmis skrifaði Sigfús Einarsson
dómorganisti svargrein í Morgunblaðið 22. september sama ár þar sem hann kallaði
grein Jóns ungæðislegan vaðal og níð um þá sem um söng fengust á íslandi. Hann taldi
þetta málæði Jóns vera til einskis gagns, allra síst honum sjálfum.
7 Spegillinn, 7. janúar 1928.
8 Magnús Jónsson, Alþingishátíðin 1930. Reykjavík, 1943, bls. 27-30.
9 Sumarið 1926 hafði íslendingum í fyrsta sinn gefist tækifæri til að hlýða á leik sin-
fóníuhljómsveitar. Jón Leifs hafði ráðist í það viðamikla verk að fara með Fílharmóníu-
hljómsveit Hamborgar í tónleikaferð til Noregs, Færeyja og íslands. Strax vorið 1927
byrjaði hann að undirbúa aðra ferð til íslands og hugðist hann þá koma með enn stærri
hljómsveit og sigla með hana í kringum landið og halda tónleika í ýmsum kaupstöðum.
Sú ferð átti að tengjast Alþingishátíðinni.
10 Magnús Jónsson, Alþingishátíðin 1930, bls. 30.
11 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Páll ísólfsson til Jóns Leifs, 15. nóvember
1927.
12 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Afrit af bréfi Jóns Leifs til Páls ísólfssonar,
25. nóvember 1927.
13 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Afrit af bréfi Jóns Leifs til Páls ísólfssonar,
25. nóvember 1927.
14 Visir, 15. desember 1927.
15 Vísir, 15. desember 1927.
16 Vísir, 17. desember 1927.
17 Morgunblaðið, 14. júní 1928.
18 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Páll ísólfsson til Jóns Leifs, 28. desember
1927.
19 Heimildum ber ekki saman um fjölda erlendra hljóðfæraleikara við Alþingishátíðina.
Talan níu kemur fram í bréfi Haralds Sigurðssonar til Sigfúsar Einarssonar en mun
vinnan við að fá hljóðfæraleikarana til íslands mest hafa mætt á Haraldi. Sjá Bjarki
Sveinbjörnsson, „Tónlistin á íslandi á 20. öld. Með sérstakri áherslu á upphaf og þróun
elektrónískrar tónlistar á árunum 1960-90.“ Ph.D. ritgerð í tónvísindum við Institut for
Musik og Musikterapi við Háskóla Álaborgar, 1997. Lbs-Hbs, bls. 16. (Ritgerð Bjarka
má einnig finna á veraldarvefnum á slóðinni www.ismennt.is/not/bjarki)
20 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Þorleifur Jónsson og Ragnheiður Bjarnadóttir
til Jóns Leifs, 24. ágúst 1927.
21 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Jón Leifs til Þorleifs Jónssonar og Ragnheiðar
Bjarnadóttur, 11. nóvember 1927.
22 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Afrit af bréfi Jóns Leifs til Páls ísólfssonar,
25. nóvember 1927.
23 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Afrit af bréfi Jóns Leifs til Kristjáns Alberts-
sonar, 4. janúar 1928. Kristján Albertsson lagði þó seint upp laupana og reyndi ítrekað
að fá Jón ofan af því að bera á borð deilur vegna Alþingishátíðarinnar. Kristján brást t.d.
skjótt við þegar Sigfús Einarsson var skipaður söngmálastjóri eftir að söngmálanefnd
Alþingishátíðarinnar hafði að mestu lokið störfum sínum og skrifaði Jóni: „Nú vil eg
biðja þig eins, ef þú vilt mín orð að nokkru hafa: Að gera fyrst um sinn engan gauragang
í blöðum út af skipun S. Ei. sem söngmálastjóra. Alþingishátíðin 1930 er ekki tónlistar-
hátíð...“ Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Kristján Albertsson til Jóns Leifs, 17.
júní 1928.
24 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Afrit af bréfi Jóns Leifs til Halldórs Kiljan
Laxness, 29. janúar 1928.
25 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Afrit af bréfi Jóns Leifs til Páls ísólfssonar,
25. nóvember 1927.
26 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Páll ísólfsson til Jóns Leifs, 28. desember
1927.
27 Magnús Jónsson, Alþingishátíðin 1930, bls. 61-62.
28 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Páll ísólfsson til Jóns Leifs, 20. desember
1928.
29 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Páls ísólfssonar. Jón Leifs til Páls ísólfssonar, 9. janúar
1929.
30 Páll virðist ekki hrifinn af ljóðum Einars. í bréfi til Jóns segir hann: „Að E.B. fékk
líka 1. verðlaun varð að samkomulagi - því miður - og má ég ekki skrifa nánar um það
86