Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 52

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 52
„snjallastur þeirra sviðsmálara sem við eigum, að öðrum ágætum mönnum ólöstuðum.“5 Steinþór hlaut Silfurlampann árið 1972 og var einn annarra sviðslistamanna en leikara og leikstjóra um að hlotn- ast sá heiður. Björn G. Björnsson sagði árið 1979 um leikmyndagerð sína við sjónvarpskvikmyndina Paradísarheimt: Ég tel, að svona verkefni sé að mestu leyti verkleg framkvæmd og skipulagsatriði. Listin er tiltölulega lítið atriði. Þó vill það stundum gleymast, að við erum ekki að endurskapa fortíðina eins og hún var. Leikmyndagerð er skáldskapur. Við yrkjum í torf og grjót. Við erum ekki að búa til byggðasafn. En þessi skáldskapur okkar er skáldskapur í þriðja ættlið. Við framkvæmum hugmyndir leik- stjóra, sem er hans persónulegi skilningur á verki Halldórs Laxness. Og allir tökum við okkur ef til vill pínulítið skáldaleyfi.6 Sigurjón Jóhannsson var myndlistarmaður þegar hann kynntist leikmyndagerð. Hann segir um hlut- verk leikmynda: „Leikmynd hefur ávallt þann eina tilgang að efla leiksýninguna sem slíka. Hún er ekki sjálfstætt myndverk á sama hátt og málverk t.d., þótt hin myndræna uppbygging lúti að mörgu leyti sömu lögmálum. Leikmyndin er kannski skyldari „environment“ eða umhverfislist, þar sem unnið er í 3 víddum...“7 Gretar Reynisson segir að virkni leikmyndarinnar sé frumskilyrði og að hún sé ekki sjálfstætt listaverk. Gretar er myndlistarmaður og hafði upphaflega ekki ætlað sér að verða leikmyndahöfundur. Atvik hög- uðu því þó svo að hann var fenginn til gera leikmynd fyrir Alþýðuleikhúsið árið 1980 og hefur upp frá því verið með afkastamestu leikmyndahöfundum. Hann hefur tvisvar unnið til menningarverðlauna DV í leik- list, einn leikmyndahöfunda. Fyrst vann hann til verðlauna fyrir leikmynd sína við opnunarsýningu Borgarleikhússins, Ljós heimsins eftir Laxness í leik- stjórn Kjartans Ragnarssonar. Af því tilefni var Gretar beðinn að skilgreina hlutverk leikmyndahöf- undarins andstætt hlutverki myndlistarmannsins: Myndlistarmaðurinn er einn á sinni vinnu- stofu dögum saman og skapar sitt verk einn og óháður ... Leikmyndahöfundurinn er í sambandi við marga og verður að fara milli- veginn í öllum ákvörðunum ... Myndlistar- maðurinn hins vegar velur sinn efnivið, vinnur úr sinni hugmynd og tengist sínu verki sem einstaklingur ...skúlptúrinn lýtur sínum eigin lögmálum óháð öðru en það gerir leik- myndin ekki þó hún hafi skúlptúrísk form. Leikmyndin er ekkert án leikarans.8 Gretar er þó á því að leikmyndin sé sjálfstætt höfund- arverk og notaði í ofangreindu viðtali fagheitið leikmyndahöfundur. Enn annað sjónarhorn á virkni leikmyndar kemur fram með sjónvarpi og kvikmyndum. Björn G. Björnsson tilgreindi fjórar forsendur fyrir val leik- myndateiknara á upptökustöðum fyrir sjónvarps- mynd eða kvikmynd í tengslum við sýningu á ljós- myndum frá tökum á Paradísarheimt í Torfunni. Hann segir for- sendurnar fyrir staðarvali vera byggðar í fyrsta lagi á sögulegu mati; að unnt sé að ná fram hugblæ og sérkennum þess tímabils sem fengist er við. I öðru lagi sé matið fagurfræðilegt; að stað- urinn uppfylli myndrænar kröfur. I þriðja lagi sé leikrænt mat á staðnum; að hann leggi áherslu á það andrúm sem hvert atriði krefst og í fjórða lagi sé matið fjárhagslegt; að staðurinn sé aðgengilegur og að hliðsjón sé höfð af framkvæmdaatriðum eins og rafmagni og gistingu. Því má ljóst vera að skiptar skoðanir eru um það meðal leik- myndahöfunda hvað sé góð leikmynd og þá spurningu verður að nálgast frá mörgum hliðum. Ekki voru allir á bandi nýsköp- unar og nývæðingar og ávallt hafa verið einhverjir sem segja einhvers konar natúralisma eða viðtekið raunsæi nauðsynlegt til að leikarar jafnt sem áhorfendur nái áttum gagnvart verkinu. Fyrstu menntuðu leiktjaldamálararnir Segja má að íslensk leikmyndlist og sviðslistirnar almennt hafi sprottið upp úr starfi Sigurðar Guðmundssonar málara um og uppúr 1860 en Kúlissusjóður, sem Sigurður átti þátt í að stofn- setja, var afhentur Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur er það stóð að stofnun Leikfélags Reykjavíkur 1897 og myndaði grundvöll að leikstarfinu og upphaf alvöruleiklistar hér á landi. Leiktjöld Sigurðar að Útilegumönnunum Matthíasar Jochumssonar eru enn til á Þjóðminjasafninu ásamt skissum að búningum o.fl. Björn Th. Björnsson tilgreinir leiktjöld Sigurðar Guðmundsson- ar við Útilegumennina sem „fyrstu landslagsmálverkin eftir íslenzkan mann.“’ Ljóst má því vera að leikmyndlist hefur í gegnum tíðina verið nátengd „frjálsri" myndlist. Sigurður setti einnig upp leiksýningar og sviðsetti lifandi myndir, einskonar sögulegar svipmyndir byggðar á fornsögunum.10 Þær voru á vissan hátt forverar sögusýninga nútímans. Guðmundur Magnússon (Jón Trausti), rithöfundur, kynnti sér leiktjaldamálun í Kaupmannahöfn skömmu fyrir aldamótin 1900. Hann skrifaði um leiklist og leiktjaldamálun og hvatti jafnan gagnrýnendur til að gleyma ekki „tjöldunum". Hann sagði m.a.: „leiktjaldalistin er sjálfstæð list - ein tegund málara- listarinnar'1.11 Jón Trausti lagði áherslu á nauðsyn þess að íslendingar færu í nám í leikmyndagerð, einkum til að mynd- irnar yrðu „réttar“ út frá þjóðernissögulegu sjónarmiði. Um svipað leyti var Ásgrímur Jónsson að mála leiktjöld á Bíldudal og Þórarinn B. Þorláksson var á meðal leiktjaldamálara Leik- félags Reykjavíkur á fyrstu áratugum aldarinnar. Einar Jónsson frá Fossi í Mýrdal tók við sviðsmyndagerð hjá LR 1911 og stjórnaði henni til dauðadags árið 1923. Einar hafði lært málun í Kaupmannahöfn fyrir aldamót. Pantanir frá leiktjaldagerð Carls Lund í Danmörku drógust mikið saman með tilkomu Einars en hann var fyrstur til að leggja fyrir sig leiktjaldamálun mestan sinn starfsferil. Hann var afar fær mál- ari og var um verk hans sátt og ánægja. Hann lagði sig í líma við að hafa leikmyndirnar „réttar" og fór t.d. sumarið 1913 á sögustaði á Suðurlandi til að gera skissur fyrir Lénharð fógeta.'1 Nefna má einnig að Jóhannes Kjarval teiknaði leikmyndir við eina af fyrstu uppfærslunum á Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjóns- sonar í Stokkhólmi árið 1914.13 Freymóður Jóhannsson var fyrsti sérmenntaði leiktjaldamál- ari LR. Hann útrýmdi hliðartjöldum og lofttjöldum í útisenum á sviðinu og innleiddi nýtískulegt hringtjald. Sumir lofuðu Freymóð fyrir fagrar sviðsmyndir en aðrir gagnrýndu hann fyrir of áberandi leiktjöld - glansmyndir sem drægju athygli frá leiknum. Brynjólfur Jóhannesson segir hann hafa málað „natúralískt landslag sem féll vel í smekk þeirra sem vildu að leiksviðið væri eins og gluggi út í náttúruna.“M Haraldur Björns- son segir frá því að Freymóður hafi gert stórkostleg tjöld fyrir hátíðasýningu á Fjalla-Eyvindi: „Hann náði einmitt þessum sér- 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.