Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 40

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 40
einn bæ sem hinn eina útvalda, er alhæfa megi um og álykta út frá við mat á húsnæði íslendinga um aldir. Hér er „tölvubærinn" þess vegna látinn gegna því hlutverki, að því er grundvallaratriðin (efnisþættina) varðar. Búið var í torfbæjum fram á sjöunda áratug 20. aldar í upphafi þessarar ritsmíðar er greint frá heimild sem taldi að íslenzki torfbærinn ætti rætur sínar að rekja til torfhúsa þeirra sem byggð voru t.d. á Rogalandi og Ogðum, í Noregi, Hjaltlandi og Orkneyjum, fyrir landnámstíð á Islandi. En hvenær lauk sögu hans á íslandi ? Árið 1910 voru torfbæir hérlendis 5354 talsins eða 52,4% allra íbúða hér á landi, þar af voru þeir 73,5% (5040) allra íbúða í sveitum, 18,5% í kauptúnum og 1,8% í kaupstöðum. Þeim fækkaði síðan, hægt og sígandi. Árið 1920 voru þeir 44,5% af öllum íbúðum í landinu og áratug síðar voru 27% allra íbúða hérlendis úr torfi; þar af voru 50,8% þeirra í sveitum, samtals 3493 talsins. Árið 1940 voru enn 11,3% allra íbúða úr torfi, þar af 1648 í sveitum, 90 í kauptúnum og sex í kaupstöðum. Árið 1950 voru þeir enn ekki úr sögunni, því að þá bjuggu íslendingar í 672 sveitahúsum úr torfi (af samtals 716 torfhúsum); þau voru 10,1% allra íbúða í sveitum. Loks var enn búið í 234 torfbæjum í sveitum árið 1960 sem voru 4,4% af öllum sveita- íbúðum í landinu; í 14 slíkum í kauptúnum og sam- tals voru torfbæirnir 1% af öllum íbúðum í landinu það árið.10 Hvernig entust íslendingar svo lengi til að búa í torfhúsum? Hví voru bændur svo fastheldnir á torf- bæina? Hver áhrif hafði það og hverjar voru afleið- ingarnar? Því verður ekki svarað í stuttu máli. Áttu eldsneytisskorturinn, kuldinn í torfbæjunum og barnadauðinn á 18. öld sinn þátt í að hleypa af stað skriðu stórbreytinga í þjóðfélaginu? Jarðnæðisskort- ur er talinn hafa átt stóran þátt í að fjöldi fólks flosn- aði upp í sveitunum. Löngu tímabær endurnýjun á húsakosti, sem landsmenn virðast hafa staðið ráða- lausir frammi fyrir, kann einnig að hafa ýtt undir þá þróun. Ef til vill hefur allt þetta átt nokkurn þátt í miklum fólksflutningum íslendinga til Vesturheims sem og flutningum fólks úr sveitunum á mölina. End- urnýjun á húsakosti í sveitum á 20. öld hefur sýnilega farið síðar af stað og gengið hægar en á mörgum þéttbýlissvæðum við ströndina. Hefðu híbýli í sveit- unum breytzt og batnað fyrr en ella, vegna áhrifa frá íbúðarhúsum við sjávarsíðuna í meginlandsstíl, ef fjármagn frá sjávarútvegi hefði fengið að safnazt þar saman og þéttbýlismyndun komið þar til sögunnar mun fyrr? Hver áhrif höfðu húsakynnin á meðalald- ur manna og mannfjöldann með þjóðinni? Margar slíkar spurningar bíða eftir svörum og víðtækar ályktanir má eflaust draga af þeim, er þar að kemur. Torfbærinn var ekki einangrað fyrirbæri, heldur áhrifamikill hluti af heild og nátengdur þróun margra annarra þjóðlífsþátta. Höfundur þakkar Birni Marteinssyni, arkitekt og verkfræðingi hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, fyrir mikilvæga aðstoð við samningu þessarar greinar. Tilvísanaskrá: 1 Gísli Gestsson, „Gröf í Öræfum.“ Árbók Fomleifafélagsms 1959, bls. 129. 2 Sörensson, Sören, Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi. Jóhann S. Hannesson bjó til prentunar ásamt fleirum. Útgáfustaður óviss, 1984. í þessu riti er eitt vatt (watt) skil- greint á þrjá vegu, meðal annars sem 1/746 úr hestafli. 3 Hörður Ágústsson, „Húsagerð á síðmiðöldum." Saga íslands IV. Ritstjóri Sigurður Líndal. Reykjavík, 1989, bls. 261-300. Sjá bls. 272. 4 Sigurður Þórarinsson, „Sambúð lands og lýðs í ellefu aldir.“ Saga íslands I. Ritstjóri Sigurður Líndal. Reykjavík, 1974, bls. 29-97. Sjá bls. 38. 5 Guðmundur Hannesson, „Byggingamálið. Húsagerð í sveitum.“ Skírnir 4. h. (1918), bls. 278-292. Sjá bls. 278 og 279. 6 Dagný Heiðdal, „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir.“ Sagnir, tímarit um söguleg efni (1988), bls. 65-71. Sjá bls. 66. 7 Hörður Ágústsson, íslensk byggingararfleifð I. Ágrip af húsagerðarsögu 1750-1940. Húsafriðunarnefnd ríkisins. Útgáfustaður óviss, 1998, bls. 33. 8 Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á fslandi árin 1752-1757. Eggert Ólafsson samdi. l.bindi. Útgáfustaður óviss, 1974, bls. 15. 9 Guðmundur Hannesson, „Byggingamálið. Húsagerð í sveirum“, bis. 286. 10 Flagskinna. Sögulegar hagtölur um ísland. Ritstjórar Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon. Reykjavík, 1997, bls. 373. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.