Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 46

Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 46
hreinasta lostæti.74 Af þessu má sjá að íbúar landsins fóru að sætta sig við þau matföng sem þeir gátu aflað sér á eigin spýtur. Hákarlinn þótti einnig ljúffengur. Eggert Ólafs- son taldi hákarlinn „hitandi og því etinn, er menn þurfa að vinna úti í miklum kuldum á vetrum.“75 Hvort sem mönnum hitnaði við hákarlaátið eða ekki, þá sóttu íslendingar mikið í hákarlaveiði jafnt í hallærum og þegar árferðið var hliðhollara mönnum. Jón Jónsson, sýslumaður í Strandasýslu tilgreindi í öllum skýrslum um ástand sýslunnar sem hann sendi stiftamtmanni á tímabilinu 1808-1813 hvernig hákarlatekjan hafði tekist og yfirleitt gátu íbúar á Ströndum reitt sig á hákarlinn því að veiðin gekk almennt bærilega.74 Hákarlinn var yfirleitt ekki etinn nema vind- þurrkaður. Helst átti hann að þorna í hálft ár eða lengur, þeim mun eldri sem hann var, þeim mun betri og hollari. Lýsið sem var unnið úr hákarlinum var þar að auki eftirsóttur gjaldmiðill í kaupstöðum. Almennt var það viðtekið viðhorf að ferskur hákarl væri mjög óhollur og því var hann aðeins étinn ferskur í hallærum.77 Eggert Ólafsson greindi frá því að af slíku hákarlsáti hefðu menn „veikzt af ákafri blóðsótt, en stundum fengið af því þrálátar blóðnasir. Þeim fylgja yfirlið, og hefir þetta dregið menn til dauða á skömmum tíma.“ Helst þóttu veikindin líkjast skyrbjúgi, en með heilnæmu mataræði og nægilegri hreyfingu gátu sjúklingarnir orðið heilsu- hraustir að nýju.78 Hrossakjöt íslendingar gátu einnig neytt hrossakjöt til matar svo sem hafði tíðkast í ýmsum yfirgengnum hallærum. En hrossakjötsát hafði verið fordæmt frá fornu fari, enda tengt blóti og öðrum heiðnum siðum sem var ekki kristnum mönnum samboðið. Ólafur Stephensen hafði fordæmt þá staðreynd að ýmsir íslendingar vildu innleiða siði heiðingja með hrossa- kjötsáti, í grein sinni um hross í riti Lærdómslista- félagsins árið 1787. ,,[E]n eingi þánki er vidbióds- legri enn þessi,“ ritaði hann og bætti svo við þeirri spurningu hvort menn ættu „og svo eta orma og poddur, af því þær eru fæda þeirra er búa í Amer- íku?“ Nei, það ætti „hér eptir, sem híngat til, at vera hardliga bannat sem vidrstyggd, nema þá óumflýjan- ligt lífs-tión liggr vid.“” Magnús Stephensen, sonur Ólafs, var þó á öðru máli nokkrum árum síðar. Hann vildi útrýma því gamla hugarfari að tengja hrossakjötsát við blót og aðra heiðna siði og hvatti landsmenn sem liðu skort að neyta hrossakjöts. Honum til málsbóta, þá var lífstjónið óumflýjanlegt þegar hér kemur við sögu. í auglýsingu sem Magnús Stephensen ritaði, og var birt í desember árið 1808, sagði m.a. að yfirvöld ættu að áfýsa almúga til hrossakjötsnotkunar í núver- andi kringumstæðum, og þarhjá fyrirskipa, að þess brúkun sé innleidd til ómaga framfæris, bæði í hreppum og við tukthúsið, til viður- væris þeim sakamönnunm, sem þarí eru...80 Enda var ekki við öðru að búast en að fátæklingar, ómagar og sakamenn þyrftu að hafa sitthvað að bíta: og brenna. Tilskipunin átti meira að segja að gegna því hlut- verki að fæla menn frá því að grípa til afbrota eða „gera þeim vistina þar miður eftirsóknarverða.“81 Gera má ráð fyrir að tukthúsið hafi verið freistandi og jafnvel eftirsóknarverður dval- arstaður, sem bauð upp á fæði og öruggt húsaskjól, sem var sennilega meira en margur gat gert ráð fyrir á harðindatímanum sem hafði gengið í garð í upphafi aldar. Sir George Steuart Mac- kenzie, sem sótti ísland heim árið 1810, taldi t.a.m. að helsti ókosturinn við tukthúsið í Reykjavík, hafi verið sú staðreynd að það var of notalegt.82 Áminningu Magnúsar um hrossakjötsát var fylgt eftir í tukt- húsinu. Föngunum fannst hrossakjötið ekkert betra en alþýðu manna á íslandi og erfiðlega gekk að framfylgja boðum Magnúsar í tukthúsinu í fyrstu. I október árið 1809 fékk fanga- vörðurinn í tukthúsinu skipun um að fylgjast vel með því að fangarnir styngju ekki hrossakjötinu undan eða víluðu sér frá því að neyta þess. Þá var brýnt fyrir honum að leita reglulega í hirslum fanganna að hrossakjöti sem þeir kynnu að hafa falið.83 En á næstu árum gekk hrossakjötið betur ofan í fangana, og ekki bar á því að hrossakjötsátið í tukthúsinu „fældi menn...frá að lenda þar, eins og Magnús Stephensen hafði búist við.“84 Enda fór föngunum í tukthúsinu sífellt fjölgandi. Árið 1810 Reykjavík árið 1801. Tugthúsið er neðst til hægri á myndinni. voru óvenju fáir fangar í tukthúsinu eða 6 talsins, ári síðar voru þeir 14 en svo bættust stöðugt fleiri við þar til að þeir voru orðnir 33 í júlí árið 1813.85 En flestir afbrotamannanna sátu í: tukthúsinu fyrir sauðaþjófnað.86 í ágúst árið 1813 sá Johan Karl Thuerecht Castenskjold stiftamtmaður ekki annan kost en þann að sleppa átján föngum úr tukthúsinu. Orsakirnar sem hann tilgreindi konungi voru þær helstar að fiskveiðar höfðu brugðist og að almennur skortur væri á matvörum í bænum.87 Jón Espólín tók útskýring- um Castenskjolds greinilega með fyrirvara og skrifaði í Árbók sinni að Castenskjold „þóttist nú neyddr til at reka alla fánga á brott af tukthúsi, ok setti þá á sveitirnar, þó þær væri ofþýngd- ar ádr...“.88 Ekki er ólíklegt að Espólín hafi að nokkru leyti haft rétt fyrir sér í þessu máli, enda veitti stiftamtmaður Sigurði Thorgrímssyni bæjarfógeta skömmu síðar, eða þann 7. janúar 1814, heimild til þess að gefa fátækum börnum fæði í tukthús- inu þrátt fyrir skortinn sem stiftamtmaður hafði kvartað undan og orsakaði getuleysi hins háa stifts til þess að draga fram líf fanganna í sama húsi. Bæjarfógeti hafði fyrr um veturinn keypt hross til matar handa reykvískum fátæklingum en sökum for- dóma voru nokkrir í hópi fátæklinganna ófáanlegir til þess að neyta hrossakjötsins. Sigurður taldi greinilega óásættanlegt að börn þessara einstaklinga myndu líða vegna fordóma foreldra sinna. Þess vegna óskaði hann eftir heimild stiftamtmanns til þess að taka 10-16 börn í heimavist í fangelsinu. Þar var fyrir- hugað að gefa þeim hrossakjötssúpu og fisk með bræðingi eða smjöri á degi hverjum allan veturinn. Svo sem fyrr greinir var 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.