Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 121

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 121
En hvað gera svo tónlistarfræðingar? í heimi tónlistarfræð- ingsins er tónlistin sjálf miðlægur punktur, sem og það menning- arlega, fagurfræðilega og heimspekilega umhverfi sem býr að baki henni. Tónlistarfræðingurinn getur nálgast þetta höfuðvið- fangsefni sitt frá ólíkum sjónarhornum. Með því að rannsaka allar heimildir tiltekins tónverks (t.d. hinar ýmsu uppskriftir að messum fimmtándu-aldar tónskáldsins Dufay) og byggja fræði- lega útgáfu af verkinu á þeim rannsóknum er tryggt að tónlist- armenn geti flutt tónlistina sem um ræðir. Þetta hefur verið eitt af höfuðviðfangsefnum tónvísindamanna alla tíð og er enn. En þegar þessu verki er lokið tekur við ekki viðaminna verkefni sem er að fjalla um tónlistina sem slíka og hvernig hún er sett saman. (Tónlistargreining, e. Music Analysis; Music Theory). Þá þarf að skoða hvernig tónlist Dufays er ólík eða sambærileg tónlist samtímamanna eins og Busnois, o.fl. Síðan tekur við það sem lýtur að sögu verksins og tónskáldsins sem samdi það. Tón- listarfræðingar hafa allt frá fyrstu tíð reynt að tengja saman ævi og verk tónskálda í þeirri trú að með því að skilja samhengi verkanna innan æviverks höfundarins sjálfs megi öðlast gleggri sýn á tónlistina sjálfa og þá þróun sem þar á sér stað. Ekki hefur þó ávallt tekist vel til hvað þetta varðar, a.m.k. ekki í fyrstu atrennu. Ævisaga Bachs eftir Philipps Spitta var mikið tíma- mótaverk sem kom út í þremur bindum á árunum 1873-80. Spitta hafði kynnt sér tónlist Bachs af mikilli vandvirkni og þótti ekkert eðlilegra en að ætla að Bach hefði samið metnaðar- fyllstu verk sín - yfir 300 kirkjukantötur (rúmur þriðjungur þeirra hefur glatast síðan) - á síðustu æviárum sínum, um 1745- 50. Þannig gat hann túlkað verkin sem glæsilegan hápunkt á stórbrotnu lífsstarfi. Það var ekki fyrr en um 1960 sem nákvæm vatnsmerkjarannsókn á handritum Bachs leiddi í ljós hið gagn- stæða. Kirkjukantöturnar voru nærri allar samdar á fyrstu árum Bachs í embætti Tómasarkantors í Leipzig (um 1723-1726), og eftir 1730 settist Bach svo að segja í helgan stein hvað varðaði tónlist fyrir kirkjusamkomur en helgaði sig þess í stað verkum eins og Goldberg-tilbrigðunum, Fúgulistinni og H-moll messunni. Það sem helst vakir þó fyrir tónlistarfræðingum er að ljúka upp dyrunum að „viðbótarvídd samhengisins“ - að setja tónlist og tónsköpun í samhengi jafnt í stóru sem smáu. Þetta krefst mikillar þekkingar á sem flestum verkum tónbókmenntanna, enda þarf tónlistarfræðingurinn að geta vitnað í hundruð verka máli sínu til stuðnings. Aðeins þannig getur hann fært gild rök fyrir því að áhrifa Gregorsöngs gæti í tónlistarsögunni allt fram á daga Mozarts (sem vitnar í meira en þúsund ára gamalt sálmtón í síðasta verki sínu, ófullgerðu Sálumessunni í d-moll), eða bent á að Beethoven hóf tónsmíðaferil sinn með píanótríói (op. 1 nr. 3) sem hefst með „stolnu“ stefi úr klar- inettutríói eftir Mozart en sem fær auðvitað gjörólíka meðferð í höndum þessara tveggja höfuðmeistara. Eða sýnt fram á að í Hljómsveitarkonsert Bartóks frá 1945 gerir hann óspart grín að sjöundu sinfóníu Shostakovich sem samin var tveimur árum áður og naut gífurlegra vinsælda sem túlkun rússneska tón- skáldsins á þrautseigju Leníngrad-búa í umsátri síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Jafnvel Jón Leifs, sem þykir hafa fetað fremur ótroðnar slóðir í tónsköpun sinni, var ekki yfir það hafinn að vitna í önnur tónskáld í verkum sínum. Upphaf Sögusinfóníunnar er svo að segja bein tilvitnun í Coriolan-forleik Beethovens. Viðfangsefni tónlistarfræðinnar eru ærið mörg og fjölbreytt og hér hefur auðvitað ekki verið nema tæpt á örfáum.\ En þrátt fyrir þetta hefur fagið aldrei náð fótfestu á íslandi þótt ekki hafi það verið óþekkt með öllu (sbr. merkar rannsóknir dr. Róberts A. Ottós- sonar á íslenskum kirkjusöng úr kaþólskri tíð). Þessa vanrækslu er örðugt að skýra því að á íslandi eru haldnir yfir þúsund tónleikar á hverju ári og flutt verk eftir tónskáld frá ólíkum löndum og tímabilum. Við slíkar aðstæður ætti tónlistarfræðin að vera aufúsugestur til þess fallin að varpa ljósi á samhengi og þróun í sögu tónlistarinnar, að skapa orðræðu um hlutverk henar í mannlífinu og bregða ljósi á ólíkar aðferðir tónskálda á ýmsum tímum við að búa til listaverk úr tónum. Vonandi verður stofnun tónlistardeildar við Listaháskóla íslands til þess að bæta stöðu tónlistar- fræða á íslandi. Tónlistarfræði er ekki fag sem þrífst vel í einangrun hins akademíska fílabeinsturns, því hún getur gagnast öllum þótt á ólíkan hátt sé. Öll hlustum við á tónlist og öll verðum við fyrir einhverri reynslu - hvort sem hún er vitsmunaleg, tilfinningaleg ' eða blanda af hvoru tveggja - við hlustunina. Sú reynsla hlýtur að vekja forvitni og þeirri forvitni getur tónlistarfræðin svalað með því að benda á „viðbótarvíddina", samhengið milli tónverka, tónskálda, flytjenda og áheyrenda, og dýpka þannig skilning okkar og upplifun þær stundir sem við dveljum í hinu undursamlega og að sínu leyti óræða ríki tónanna. 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.