Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 54
Meiri menntun en lítil breyting
Upp úr seinna stríði komu svo nýmenntaðir leik-
tjaldamálarar heim, Finnur Kristinsson og Sigfús
Halldórsson. Finnur stundaði nám í alhliða leiksvið-
stækni, ljósameðferð, leiktjaldasmíði og málum
við leiklistardeild Ríkisháskólans í Iowa í tvö ár og
lauk þar prófi. Hann dvaldist síðan um tíma í
Chicago og New York og kynnti sér leikhúsmál þar.
Sigfús fór á leiktjaldaskóla í Oxford, vann við leikhús
þar í borg og um tíma við óperu- og balletthús
í London og víðar. Þeir voru báðir styrktir til náms
af Menntamálaráði.22
Menntuðum leikmyndateiknurum fór sem sagt
fjölgandi um 1950 þó þeir væru teljandi á fingrum
annarrar handar. Skilningur á starfi þeirra var ekki
mikill og leiklistargagnrýnendur létu sér oft nægja að
segja að leiktjöldin hafi verið smekkleg eða við hæfi.
En menntun þeirra bjó vissulega til önnur viðmið en
hér voru við lýði. Erlendis kynntust þeir hugmyndum
um starf sitt sem sumar hverjar áttu ekki greiða leið
á leiksviðið.
Leikmunir úr sýningum Leikfélags Reykjavíkur á sýningu í kjallara
Borgarleikhússins 1997.
Árið 1950 hafði hins vegar fátt breyst í sviðslist-
unum frá dögum Sigurðar. Þá, líkt og í upphafi
aldarinnar, voru kröfur um raunsæjar og góðar leik-
myndir í anda þess sem skáldin kváðu á um í sjón-
leikjum sínum. Carl Lund, sem rak leiktjaldaþjón-
ustu í Kaupmannahöfn var í raun meginviðmið
íslenskrar leikmyndagerðar á fyrri helmingi aldar-
innar. Leikfélag Reykjavíkur skipti við hann frá árinu
1905 og talið var að áhrifa hans hafi gætt hér fram í
seinna stríð. Þetta voru tímar íburðar og raunsæis.
Mikið skraut einkenndi sumar sýningar LR á þessum
árum. Uppsetningar urðu oft dýrar.23
Kaflaskipti hjá Leikfélagi Reykjavíkur
Um það leyti sem Magnús Pálsson kom til starfa kom
Gunnar R. Hansen aftur til LR sem leikstjóri. Gunnar hafði að
margra mati úrslitaáhrif um að Leikfélag Reykjavíkur hélt velli
með tilkomu Þjóðleikhússins. Hann kom með annarskonar stíl-
vitund og fegurðarskyn inn í íslenskt leikhúslíf í „kínverska“
leikritinu Pi-pa-ki, eða Söng lútunnar í Iðnó 1951. Halldór Þor-
steinsson á vart orð til að lýsa hrifningu sinni á verkum
Gunnars: „Gunnar R. Hansen mun eiga allan veg og vanda að
ágæti þessarar leiksýningar. Við fslendingar stöndum í meiri
þakkarskuld við þennan gagnmenntaða og snjalla leikstjóra en
nokkurn annan núlifandi leikhúsmann. Yfirburði hans má bezt
sjá af þeirri vandvirkni, nákvæmni og ótæmandi kunnáttu, sem
prýða Öll þau verk, sem hann kemur nálægt.“25 Ennfremur segir
í sömu grein um leikfélagið: „Hressandi andi og einlægur áhugi
ásamt djörfung og tilraunaviðleitni virðast einkenna allt það,
sem þessi félagsskapur [LR] tekst á hendur, enda munu fram-
takssamir og smekkvísir leikhússmenn ráða þar mestu og
ótrauðir og vongóðir leggja þeir út á ótroðnar brautir.“26 Loth-
ar Grund málaði tjöldin í Pi-pa-ki. Hann ýmist málaði leiktjöld
eða hannaði. Grund hafði mikil áhrif á leikmyndagerð hér á
fyrstu árum atvinnuleiklistar, eins og þegar hefur komið fram,
en starfaði meira fyrir Þjóðleikhúsið.
Fagmennska í fyrirrúmi
Lothar Grund gerði nokkrar leikmyndir fyrir Þjóðleikhúsið á
árunum 1952-58, hannaði innréttingar, veggskreytingar o.fl.
Um það leyti sem Grund kom hingað frá Þýskalandi voru leik-
hús á meginlandi Evrópu óðum að rétta úr kútnum eftir hremm-
ingar seinni heimsstyrjaldarinnar og með honum kom á margan
hátt andblær nýrra tíma inn í íslenskt leikhús, hvað snertir verk-
lag við hönnun leikmynda og aðferðir við útfærslu þeirra.27
Grund hannaði leikmyndina við Spádóminn eftir Tryggva
Sveinbjörnsson í Þjóðleikhúsinu 1956. í leikdómi sagði m.a. að
verk hans hefði nánast verið eini ljósi punkturinn í sýningunni:
„Tjöld Lothars Grund og búningar vöktu mikla athygli og sér-
lega þó tjöldin. Lothar er hreinn snillingur í fagi sínu og sýnir
nær alltaf nýjar hliðar í listgrein sinni. Væntanlega nýtir Þjóð-
leikhúsið sér vel þennan unga mann - sem nú varp sólargeisla
yfir ákaflega drungalega og misheppnaða sýningu.“28 Leik-
myndin byggðist upp á pöllum og baktjöldum. Gunnar R.
Lothar Grund, Spádómurinn. Þjóðleikhúsið 1956.
Magnús Pálsson kom svo heim úr námi í leikmynda-
hönnun árið 1950. Honum var afar vel tekið þegar
hann þreytti frumraun sína sem leikmyndateiknari á
sviði Iðnós árið 1950 og fékk t.a.m. lófaklapp þegar
tjöldin voru dregin frá fyrsta verki hans, Elsku Rut.24
Magnús átti eftir að hafa mikil áhrif á nútímavæð-
ingu leikmyndlistar hér á landi.
Bjarnason vann talsvert með Grund á þessum árum, enda var
hann þá við nám í leikmyndagerð í Þjóðleikhúsinu. Að sögn
Gunnars var það í fyrsta sinn sem þannig uppbyggð leikmynd er
sett hér upp og hann bætir við að Grund hafi brotið hér blað í
leikmyndagerð líkt og Gunnar R. Hansen hafði gert áður.
52