Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 13

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 13
Um grimman dauða Jóns Arasonar Sú söguskoðun á þekktum persónum íslandssögunnar og atburðum þeim tengdum sem Megast setti fram á plötu sinni Megas sem kom út árið 1972 stakk nokkuð í stúf við hina viðteknu söguskoðun. Á móti kom að frásagnarmáti Megasar og hnyttni fanga alla athygli þess sem á hlíðir. Þeir sungu frekt með fólskubljóðum: fcerum Snorra á heljarslóð Ekki er höfundi þessarar greinar kunnugt um heimildir þess efnis að Gissur og menn hans hafi lagt stund á fjöldasöng á leið sinni til Reykholts þó ekki megi útiloka það. og vöktu alla upp á bcenum íslendingasaga getur ekki um að neinir hafi vaknað eða verið vakandi aðrir en Snorri og Arnbjörn prestur.4 Þó verður að telj- ast líklegt að atgangur og viðhlítandi hávaði sem myndast þeg- ar manns er leitað í dyrum og dyngjum og hann síðan drepinn veki flesta nema þá sem sofa svefni hinna réttalátu.5 engum þóttu Ijóðin góð Hér verður líklega að vísa til innsýnar snata-sagnfræðingsins enda ekki heimildir um kveðskap né söng og því engin bók- menntarýni fyrirliggjandi um meintan kveðskap, gæði hans eða hylli meðal almennings. Þeir fóru um allt og undir rúmin en engan Snorra fundu þó Gissur og menn hans leituðu Snorra í skemmu sem þeir brutu upp er þeir komu að Reykholti en inni í henni hafði Snorri verið sofandi. Hann hafði flúið í „hin litlu húsin“ er hann varð komu- manna var. Hvort þeir gáðu eða fóru undir rúmin er ekki getið um. Það að komumenn hafi ekki fundið Snorra er rétt að því leyti að þeir fundu hann ekki í skemmunni sem þeir leituðu hans fyrst. Þeir fundu hann þó um síðir og unnu á honum.6 hatin bjó við Fálkagötu og gerði grín að þessu og skellihló Hér setur snatasagnfræðingurinn þann endi á söguna sem hon- um best líkar og telur farsælastan fyrir alla. Aðeins ein Fálka- gata er á landinu og er hún í Reykjavík, markast af Suðurgötu að austan og Dunhaga að vestan. Þessi gata er í Grímsstaðaholti og byggðist hún upp að verulegu leyti um 1920 , tæpum sjö öld- um eftir dauða Snorra Sturlusonar. Því verður að draga í efa að Snorri hafi nokkru sinni búið þar nema í frásögn snatasagn- fræðingsins. Á hinn bóginn má gera að því skóna að ef Snorri væri uppi nú á dögum væri ekki ólíklegt að hann byggi í Borg- arnesi, en þar í bæ er einmitt gata sem ber nafnið Fálkaklettur og gæti Snorri setið þar í góðu yfirlæti, gert grín og skellihlegið. Jón Arason var kaþólskur segja sannfróðir og siðskiptin taldi hann hin verstu mál og hann orti vísur til ungra og sætra stelpna sem hann unni ásamt guði og páfa af lífi og sál Og hann hafði segja þeir einna minnstar mætur á Marteini saurnum Lúter og hyski hans ef einhver er til sem ábyggilega er helgaður þá er það Marteinn - grillspjóti andskotans En þeir sörguðu af honum hausinn herra minn trúr herjans þrælarnir gömlum og sonum hans tveimur ó það liggur svo berlega í augum uppi Snati minn hve átakanlega vondur hann er þessi heimur* Um grimman dauða Jóns Arasonar Jón Arason var kaþólskur segja sannfróðir Hér hitta „sannfróðir“ naglann á höfuðið! Jón Ara- son var vissulega kaþólskur, a.m.k. getur það varla talist frjálslega ályktað um mann sem var biskup kaþólskra og lét að endingu lífið fyrir trúarsannfær- ingu sína. Það er því erfitt annað en að leggja trúnað á það sem hér er eftir sannfróðum haft. og siðskiptin taldi hann hin verstu mál Það er vart fjarri sanni. Jón barðist með kjafti og klóm gegn siðaskiptabrölti sumra landa sinna og hafði m.a. Martein Einarsson Skálholtsbiskup í haldi í nokkurn tíma eftir að synir Jóns, þeir Ari og Björn, höfðu fangað Martein að Staðarstað.5 og hann orti vísur til ungra og scetra stelpna sem hann unni ásamt guði og páfa af lífi og sál Hér hefur snatasagnfræðingurinn undir höndum upplýsingar sem höfundi þessarar greinar hafa yfir- sést nema hér sé um að ræða viðbætur snatasagn- fræðingsins. Jón orti töluvert og hefur kveðskap hans verið skipt í þrjá flokka þ.e. andleg kvæði, veraldleg kvæði og helgikvæði. Nokkuð öruggt má telja að Jón hafi unnað guði og páfa enda getur Páll Eggert þess að einkenni sé á helgikvæðum Jóns að þar sé á ferð- inni heit, djúp, sterk og lifandi trúarsannfæring. Um litlar og sætar stelpur er ekki getið. Svo kann þó að vera að hér sé snatasagnfræðingurinn óbeint að vísa til lífseigra kenninga um að stór hluti íslendinga (jafnvel allir) séu komnir af Jóni. Ólíklegt verður að teljast að með litlum og sætum stelpum sé átt við Maríu guðsmóður en hún varð Jóni nokkuð að yrk- isefni.10 Og hann hafði einna minnstar mcetur á Marteini saurnum Liíter og hyski hans ef einhver er til sem ábyggilega er helgaður þá er það Marteinn - grillspjóti andskotans í ljósi þess sem áður var sagt um Jón og trúarsann- færingu hans er nokkuð rökrétt hjá snatasagnfræð- ingnum að draga þessa ályktun þó að viðhlítandi heimildir liggi ekki fyrir enda er þetta haft eftir öðrum, saman ber orðalagið segja þeir. Að ljúka vísunni með að hnýta í Lúther bendir til að snatasagnfræðingurinn sé að reyna að sýna sam- hug með Jóni í baráttunni gegn þessum mikla örlaga- valdi í lífi hans. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.